Vísbending


Vísbending - 07.06.1990, Qupperneq 2

Vísbending - 07.06.1990, Qupperneq 2
VÍSBENDING að lífeyrisaldri er náð. Þessi háttur er hafður hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Hér yrði samt einhvern veginn að huga að þeim sem slasast og verða snemma ófærir um að vinna eða þeim sem lifa mjög lengi. Hér er reyndar óljóst hvað er frábrugðið með tryggingahlutverki lífeyrissjóðanna og tryggingar- félaganna og hvers vegna menn ættu síður að treysta lífeyrissjóðunum fyrir slíkum tryggingum. * í þriðja lagi gremst mörgum að heyra hvernig sumir lífeyrissjóðir fara með fé sitt. Víða hefur verið kvartað undan lélegri ávöxtun lífeyrissjóðanna. Stundum er fyrst og fremst litið á þá sem lánasjóði. Sjóðirnir hafa lánað félögum sínum á lágum vöxtum. Þetta kemur þeim í koll þegar að því kemur að greiða lífeyrinn. í þessu liggur meginástæða vanda margra lífeyrissjóða nú. Sögur um mikinn rekstrarkostnað hafa einnig spillt orðstír sjóðanna. I sumum litlum sjóðum er rekstrarkostnaður nokkrir tugir prósenta af iðgjöldum (Dæmi er um meira en 40%). Oftast er kostnaðarhlutfallið reyndar mun lægra (þótt það fari kannski ekki eins hátt) eða 1-2% hjá stærstu sjóðunum. * Fjórða ástæðan er kannski veigamest þegar allt er skoðað. Hún er mikil skattlagning á lífeyrisgreiðslur. Þessi skattur er miklu hærri en á aðrar tekjur. Skattlagning-bein og óbein Skattlagningunni ntá skipta í þrennt: *Tekjuskattur og iðgjald til Umsjónarsjóðs aldraðra af greiðslum í lífeyrissjóð. *Tekjuskattur á greiðslur úr lífeyrissjóðum. * Þriðji skatturinn, og sá sem inunar líklega mest um, felst í því að ýmsar aðrar greiðslur til lífeyrisþega, heimilisuppbót og tekjutrygging, rýrna þegar menn njóta einnig tekna úr lífeyrissjóði. Greiðslur í lífeyrissjóði Framlag atvinnurekanda í lífeyris- sjóði er jafnan 6% af iðgjaldsstofni og er engin tekjuskattur greiddur af því. Fram'lag launþega er 4% og reiknast fullur tekjuskattur (39,79%) af því sem er umfram skattleysismörk. Auk þess greiðir lífeyrissjóður 2% af öllum tekjum sínum tii Umsjónarnefndar Tafla 2 Jaðarskattur af greiðslum úr lífeyi issjóði Tekjur Einstakl. Hjón Elliheim. þús. kr 0-5 100.0% 0.0% 100.0% 5-13 0.0% 0.0% 100.0% 13-17 60.0% 0.0% 100.0% 17-57 76.1% 45.0% 100.0% 57-66 39.8% 45.0% 100.0% 66-85 39.8% 66.9% 100.0% 85-110 39.8% 66.9% 39.8% 110- 39.8% 39.8% 39.8% eftirlauna. Ef gert er ráð fyrir að launþegi sé kominn upp fyrir skatt- leysismörk nemur skatturinn um 18%. Greiðslur úr lífeyrissjóðum Greiðslur almannatrygginga til aldraðra eru einkum grunnlífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og sér- stök heimilisuppbót. Aðrar tekjur skerða ailar þessar greiðslur nema grunnlífeyrinn og auk þess borga gamalmenni tekjuskatt eins og aðrir. I töflu 1 eru tekin dæmi um hvernig ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega breytast með lífeyristekjum, en í töflu 2 eru tekin dæmi um jaðarskatt, þ.e. hve mikill hluti af hverri nýrri krónu í tekjum rennur í skatta eða tapaðar lífeyrisgreiðslur. Einstaklingur með 50.000 krónur á mánuði í greiðslur frá lífeyrissjóði greiðir yfir 70% af lífeyrissparnaði í skatt, þegar skattur á greiðslur í sjóð- inn er talinn með. Þetta má bera saman við að lunamaður ineð 50.000 króna mánaðarlaun greiðir ekki tekjuskatt. Og sá sem sér fram á að komast á Yfirlit um helstu lífeyrisgreiðsiur almannatrygginga Grunnlífevrir: 11.181 kr. fyrir 67 ára (sjómenn 60 ára) hækkar ef töku er frestað, hjón 20.126. Tekjutrvaaina: 20.572 á mánuði (tvöfalt fyrir hjón), skerðist um 45% vegna tekna umfram 12.800 kr. á mánuði (hjá hjónum hefst skerðingin við 17.916 kr.). Þetta frítekjumark hækkar í 19000 krónur fyrir einstaklinga 1. júlí næstkomandi. Maður með óskerta tekjutryggingu fær auk þess fellt niður fastagjald af síma. Heimilisuppbót: 6.993 kr. aðeins til þeirra sem búa einir og fá tekjutryggingu, skerðist um sama hlutfall og tekjutrygging. Sérstök heimilisuppbót: 4.810, aðeins til þeirra sem búa einir og hafa engar tekjur aðrar en tryggingabætur. Skerðist að fullu með öðrum tekjum. Fvrir þá sem dveliast á elli- og dvalarheimilum: Tryggingastofnun greiðir það sem á vantar, til þess að lífeyririnn og aðrar þær tekjur, sem hann kann að hafa, dugi fyrir vistgjaldinu. Auk þess greiðir Tryggingastofnun tannlækninaar að hálfu, að þrem fjórðu ef maður nýtur skertrar tekjutryggingar og að fullu ef um óskerta tekjutryggingu er að ræða. Heildarskattur á lífeyrissparnað borinn saman við almennan tekjuskatt • \ Lífeyrissparnaður einstaklings 'V — 4 vJ O /o Laun O 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 þúsundir króna

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.