Vísbending


Vísbending - 12.07.1990, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.07.1990, Blaðsíða 2
VÍSBENDING hlutleysisstefnu þeirra. I þriðja lagi eru forsendur hlutleysisstefnu þessara þriggja þjóða að gerbreytast vegna hruns kommúnismans í Austur-Evrópu. Nú eru talsverðar horfur á því, að sá ágreiningur Atlantshafs- og Varsjár- bandalagsríkjanna, sem Austurríkis- menn, Irar og Svíar hafa kosið að leiða hjá sér, verði úr sögunni á allra næstu árum. Þá verður hlutleysisstefna þessara þriggja þjóða merkingarlaus í núverandi mynd. Ræða Kohls Meðan allt þetta er að gerast í löndunum í kringum okkur, er umræðan um hugsanlega aðild Islands að EB varla komin af stað enn á vettvangi stjórnmálaflokkanna hér heima. Við Islendingar erum að dragast aftur úr hinum EFTA- þjóðunum að þessu leyti, en megum þó engan tíma missa. A sama tíma og forsætisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra Noregs og fjöldi annarra áhrifamikilla forustumanna í norsku þjóölífi hafa lýst sig fylgjandi aðild Noregs að EB að vandlega athuguðu máli, hefur enginn íslenzkur alþingis- maður, ekki einn, lýst sig hlynntan aðild íslands að bandalaginu, svo að ég viti. Þetta hefur auðvitað ekki farið frani hjá forustumönnum hinna EFTA- þjóðanna og EB. Kohl, kanslari Þýzkalands, hélt til dæmis mikilvæga ræðu um Evrópumálin við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Þar bauð hann Austurríkismenn, Finna, Norðmenn og Svía velkomna í EB, en nefndi hvorki ísland né Sviss. Látum það vera, að hann skuli ekki hafa nefnt Svisslendinga á nafn, því að þeir eru sér á báti; þeir eru ekki einu sinni aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Hitt er umhugsunarvert, að kanslarinn skuli sjá Evrópu framtíðarinnar þannig fyrir sér, að Islendingar muni verða eftir fyrir utan EB einir Vestur-Evrópuþjóða ásamt Svisslendingum. Nú er það auðvitað hugsan- legt, að kanslarinn hafi einfaldlega gleymt íslandi. Það er þó ekki líklegt að mínum dómi, að honum hafi sézt yfir eilt af EFTA-ríkjunum sex. Hitt virðist líklegra, að undirbúningur okkar Islendinga sé talinn vera svo skammt á veg kontinn, að það sé tómt mál að tala um að hafa okkur með í myndinni á þessu stigi málsins. Hvernig ættum við annars að vera viðræðuhæfir við Evrópubandalagið um hugsanlega aðild að því, þegar við erum ekki einu sinni byrjaðir að tala hver við annan að nokkru gagni hér heima? FJORÐUNGS RAUNAUKNING HJÁ VERÐBRÉFA- SJÓÐUM EFTIR ARAMÓT Virkur verðbréfamarkaður, með önnur verðbréf en spariskírteini ríkis- sjóðs, tók að myndast hér á landi eftir 1980, og eftir 1984 hefur hann vaxið hratt. Hlutdeildarbréf verðbréfa- sjóðanna voru rúmir 9 milljarðar í árslok 1989 og höfðu þá vaxið um rúman fjórðung á árinu að raungildi (miðað við framfærsluvísitölu). Er það svipaður vöxtur og árið á undan. A þessu ári hefur verðbréfasalan tekið nýjan kipp og óx raungildi hlut- deildarbréfa um fjórðung að raungildi frá áramótum til maíloka. Höfðu þó ýmsir talið að markaðurinn væri að róast. Þetta má bera saman við að innlán banka og sparisjóða jukust um 3 prósent 1989 að raungildi. Traust hefur aukist á verðbréfafyrirtækjunum Sala verðbréfa hefur jafnan verið hæg seinni hluta árs, en aukist aftur eftir áramót. Meðal ástæðna fyrir þessu má nefna að menn greiða eigna- skatt af verðbréfaeign miðað við stöðu í árslok og auk þess hefur færst í vöxt að menn kaupi hlutabréf, til þess að tryggja sér skattaafslátt af þeim fyrir árslok. Einnig gæti jólahaldið skýrt hluta af sveiflunni. Hinn mikli sprettur sem markaðurinn hefur tekið nú eftir áramót er hins vegar meiri en árstíðasveiflan skýrir. Einhliða lækkun vaxta af ríkis- skuldabréfum og óvissa eftir að nafn- vextir banka lækkuðu snemma á árinu hafa stuðlað að því að fólk hallaði sér frekar að verðbréfafyrirtækjunum. Sömu áhrif hafa nýjar og þrengri reglur um skiptikjarareikninga. Mikið fé var tekið úr verðbréfa- sjóðum eftir gjaldþrot Ávöxtunar sumarið 1988, en síðan hefur traust manna á þessum fyrirtækjum verið að aukast á ný. Tvennt hefur einkum átt hlut að því: Ný Iög hafa verið sett um sjóðina og bankaeftirlitið fylgist með starfseminni og í öðru lagi hafa verðbréfafyrirtækin aukið tengsl sín við banka og sparisjóði. Ný lög um verðbréfafyrirtæki I mars 1989 voru samþykkt á alþingi lög um verðbréfafyrirtæki. Þau skulu vera hlutafélög og skal innborgað hlutafé nema að minnsta kosti 20 milljónum króna og eigið fé skal ekki vera lægra en sú fjárhæð. Eigið fé skal nema að minnsta kosti 2% af samanlögðum höfuðstól þeirra verðbréfasjóða sem fyrirtækið rekur. Verðbréfafyrirtæki má ekki taka að sér sölutryggingu verðbréfa fyrir hærri fjárhæð en sem nemur tvítugföldu eigin fé fyrirtækisins. Laust fé verð- bréfasjóða (tilgreint samkvæmt ákveðnum reglum) skal aldrei vera lægra en 2% af innlausnarverðmæti verðbréfa í sjóðnum á hverjum tíma. Samsetning sjóðanna í árslok 1988 voru rúm 60% verðbréfanna með fasteignaveði eða sjálfskuldarábyrgð. Hlutfallið hefur minnkað og er nú undir helmingi. Erfitt hefur verið að fá slík bréf að undanförnu, þótt auglýst hafi verið eftir þeim. Hér eiga verðbréfafyrirtæki við sama vandamál að glíma og bankar, lítil eftirspum er eftir lánum. Hitt er miklu líklegra, að verðbréfasjóðirnir muni kaupa meira af hlutabréfum á næstunni. Sjóðirnir eiga ekki mikið af hlutabréfum eins og er, en nú er vaxandi áhugi fyrir hlutabréfaviðskiptum. Erlendis eru verðbréfasjóðir stórir kaupendur hlutabréfa. Hlutfall spari- skírteina hefur vaxið hratt, var rúm 3% í árslok 1988, en var í apríllok um 13%. Þetta stafar að miklu leyti af nýjum reglum um skyldukaup sjóðanna á ríkisverðbréfum. Hlutfall bréfa með bankaábyrgð og ábyrgð ríkis og sveitarfélaga hefur einnig aukist og voru þau í apríllok um fjórðungur verðbréfaeignar sjóðanna. Markaðshlutdeild í upphafi árs 1988 gnæfði Fjárfestingarfélagið yfir önnur félög á markaðnum, með yfir 60% hlut- deildarbréfa. Næststærst var Kaupþing með rúman fjórðung markaðsins. Ávöxtun var með tæp 7% og Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans (VIB) með 3%. Hlutdeildarbréf Fjárfestingar- félagsins jukust hratt að raungildi fram í ágúst 1988. Þá varð gjaldþrot Ávöxtunar til þess að stöðva vöxtinn og hefur raunvirði hlutdeildarbréfa félagsins verið nokkurn veginn stöðugt síðan. Eftir síðastliðin áramót fór markaðshlutdeild félagsins undir helming og í maílok var hún tæp 44%. Sjóðir Kaupþings minnkuðu um sinn (Framhald í næsta blaði).

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.