Vísbending


Vísbending - 12.07.1990, Síða 3

Vísbending - 12.07.1990, Síða 3
VÍSBENDING Hlutdeildarbréf veröbréfasjóða milljaröar á verðlagi í júní 1990 (miöað viö framfærsluvísitölu) eftir gjaldþrot Avöxtunar, en byrjuðu að vaxa aftur í ársbyrjun 1989. Hlut- deild Kaupþings í markaðnum er nú tæpur fjórðungur. Eina verðbréfa- fyrirtækið sem hélt áfram að vaxa þrátt fyrir gjaldþrot Avöxtunar, var Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans, sem settur var á stofn 1987. Markaðshlutdeild Verðbréfa- markaðsins hefur vaxið hröðum skrefum. Um síðastliðin áramót sam- einuðust verðbréfamarkaðir Iðnaðar- banka, Utvegsbanka og Alþýðubanka í Verðbréfamarkað íslandsbanka, sem varð stærri en Kaupþing og er nú með um þriðjung hlutdeildarbréfa. Nærtækast er að skýra aukna markaðshlutdeild Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans og nú Verðbréfa- markaðs Islandsbanka með því að hann hefur banka á bak við sig. Bankinn beinir viðskiptum til Verð- bréfamarkaðsins, en auk þess eykur bankastimpillinn traust manna á fyrir- tækinu. Aðrir verðbréfamarkaðir hafa sóst eftir slíkum tengslum. Kaupþing er nú að tæpum helmingi í eign nokkurra sparisjóða. Fjárfestingar- félagið, sem er eina fyrirtækið, sem ekki hefur vaxið að undanförnu, hefur minnsta tengingu við banka. Það er þó að 35 prósentum í eigu íslandsbanka og hefur verið vakin athygli á því í ritum félagsins að undanfömu. í ávarpi stjómarformanns í nýjustu ársskýrslu félagsins segir meðal annars: “Hinn nýi banki á 35,1% af hlutafé félagsins þannig að þótt segja megi að Fjárfestingarfélagið sé starfrækt á sjálfstæðum grundvelh er það natengt einum öflugasta banka landsins.” Þetta vekur einnig athygli á því að Islandsbanki á nú í tveimur verðbréfafyrirtækjum. Ætlar bankinn að halda því áfram? Þá verður spennandi að sjá hvernig Landsbréfum tekst að hasla sér völl á verðbréfa- markaðnum. Afkoma í fyrra var tap um 20% eigin fjár félaganna. Enn var þó hagnaður af sjálfum rekstrinum, og nam hann tæpum 60 milljónum hjá 3 stærstu fyrirtækjunum. Tæpra 100 milljón króna afskrift Fjárfestingarfélagsins af hlutabréfum í Vogalaxi kemur fyrirtækjunum undir núllið. Þetta eru mikil umskipti, því að 1988 var arðsemi eiginfjár stærstu félaganna þriggja um 26% og hún var 29% árið 1987. Kaupþing og Verðbréfa- markaður Iðnaðarbankans voru áfrant rekin með góðum hagnaði árið 1989, þótt arðsemin væri mun minni en árið áundan. Árin 1987-1988 var þokkaleg afkoma hjá Fjárfestingarfélaginu, en þó miklu verri en hjá hinum fyrirtækjunum tveimur. Slæm afkoma og greiðsluerfiðleikar margra fyrirtækja eiga þátt í versnandi afkomu verðbréfafyrirtækjanna. Harðnandi samkeppni á markaðnum Tekjur félaganna drógust saman um 9% á árinu að raungildi 1989, þrátt fyrir mikla aukningu í sölu verðbréfa. Líklegt er að samkeppnin eigi enn eftir að vaxa á markaðnum og hagur verðbréfafyrirtækjanna eigi eftir að þrengjast af þeim sökum. Er markaðurinn að inettast? Að undanförnu hafa verið hér þrjú stór verðbréfafyrirtæki, en fyrir skömmu bættist hið fjórða við. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort markaðurinn beri fjögur fyrirtæki. En margt bendir til þess að hann muni enn vaxa og stærð hans muni ekki setja fyrirtækjunurn miklar skorður á næstunni. I árslok 1989 voru hlutdeildarbréf verðbréfasjóða rúmir 9 milljarðar, eins og áður segir, en spariskírteini ríkisssjóðs 27 milljarðar og banka- og veðdeildarbréf tæpir 13 milljarðar. Samtals voru markaðs- verðbréf urn áramót nálægt 75 milljörðum. Innlán banka- og 60% 40% 20% 0% -20% -40% -60% Arðsemi eigin fjár verðbréfafyrirtækjanna Fjárfestingar- félagið I I Kaupþing VIB 1988 1989

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.