Vísbending


Vísbending - 16.08.1990, Page 3

Vísbending - 16.08.1990, Page 3
VÍSBENDING ákvæði þess efnis að höfuðstóll og/ eða vextir séu bundnir gengi erlends gjaldeyris.” Seðíabankinn selur spariskírteini og ríkisvíxla í umboði fjármála- ráðuneytis. Telja verður að best færi á því að þessir aðilar samræmdu aðgerðir sínar betur en verið hefur og að bankinn stundi kaup og sölu verðbréfa í hagstjórnarskyni. Þetta yrði t.d. nauðsynlegt ef Island gerðisl aðili að Evrópska myntsamstarfinu (EMS), því að stjórn peningamála með þessum hætti er forsenda þess að unnt sé að framfylgja trúverðugri fastgengis- stefnu. Hafa raunvextir jafnast út milli landa ? í einföldum hagfræðilíkönum hverfur munur á raunvöxlum milli landa við jafnvægisskilyrði og fullkomið frelsi á öllum mörkuðum. Það sem felst í slíku jafnvægi á fjármagnsmarkaði er tvennt. Annars vegar telja fjárfestar að samsetning innlendra eigna, svo sem spariskírteina, hlutabréfa, fastafjármuna og peninga, sé sú ákjósanlegasta frá þeirra sjónarmiði og ávöxtunarkjör á hinum ýmsu eignum séu þau sömu að teknu tilliti til áhættu. Hins vegar telja fjárfestar að vannýttir möguleikar til að flytja fé milli landa séu ekki fyrir hendi að teknu tilliti til vaxtakjara, gengis og áhættu. Rétt er að bæta því við að væntingar hafa mikið að segja í þessu sambandi og gerðar eru kröfur um að þær samrýmist jafnvægis- skilyrðunum. Athuganir hafa verið gerðar á því hvort reynslan staðfesti þessar kenningar. Þær gefa hvorki til kynna jöfnun nafnvaxta né raunvaxta milli landa í kjölfar aukins frelsis til fjármagnsflutninga nema á svonefndum framvirkum mörkuðum [3]. Mismunur á nafnvöxtum landa í milli kemur ekki á óvart en hann má auðveldlega skýra með mismunandi verðbólgu og væntingum. Lægri, jafnari og stöðugri verðbólga síðustu 6 - 7 árin ætli að hafa drcgið úr mun nafnvaxta milli landa en staðreyndir tala öðru máli, sbr. 1. mynd. Nafnvextir hafa lækkað - en mismikið þó - í öllum löndunum á myndinni nema Noregi. Hlutfallslegur munur milli landa er greinilega mikill eftir sem áður. Á 2. mynd eru sýndir væntanlegir raunvextir að meðaltali 1979 -1982 og 1983 -1987 í nokkrum löndum. (Miðað er við svonefnda þriggja mánaða Eurovexti og liíteknar forsendur um hvað er í vændum en það skiptir máli en ekki fortíðin, sbr. [3]). Einungis í Vestur - Þýskalandi urðu raunvextir lægri 1983 - 1987 en 1979 -1982. Ég treysti mér ekki til að finna sambærilegar tölur af viti fyrir Island þar sem vextir voru ekki ákveðnir hér af markaðnum fyrr en á allra síðuslu árum. En hver er skýringin á því að raunvextir jafnast úl milli landa á framvirkum mörkuðum? Á framvirkum mörkuðum er áhættu útrýmt ef svo mætti segja. þar sem unnt að kaupa og selja á ákveðnu gengi fram í tímann. Þar með er áhættumat jafnað út. Betri upplýsingar og minni kostnaður í slíkum viðskiptunr gæti auk þess liafa stuðlað að jöfnun raunvaxta milli landa á þessum markaði. Svigrúmið til hagstjórnar Fyrrgreindar athuganir sýna að frelsi í fjármagnshreyfingunt rnilli landa er ekki nægilegt skilyrði fyrir því að vextir verði þeir sömu. Þó verður að ætla að svigrúmið til sjálfstæðrar vaxtastjórnunar þrengist með meira frelsi að þessu leyti og auknu samstarfi á sviði gengismála, a.m.k í þeim skilningi að tiltekinn vaxtamunur standist ekki jafnlengi og að viðskipti færist meira til milli landa en ella. Til þess að komast að raun um þetta þyrfti að kanna umfang viðskipta og hegðun fjárfesta við breytingar á vaxtamun. Einsýnt er að tiltekinn vaxtamunur getur fremur haldist í litlu landi með gjaldmiðil sem er lítið notaður í viðskiplum og sent varasjóðsmynt á alþjóðavettvangi. Þátttaka í Evrópska myntsamstarfinu (EMS) gæti stuðlað að minni verðbólgu og lækkun bæði nafnvaxta og raunvaxta hérlendis. Lækkun nafnvaxta fylgdi i kjölfar minni verðbólgu. Trúverðug gengisstefna, frelsi í fjármálaviðskiptum og aukin santkeppni gæti sluðlað að lækkun raunvaxta. Eftir sem áður er unnt að styrkja gjaldmiðilinn - a.m.k. um hríð - með háum vöxtum og traustvekjandi stel'nu í ríkisfjármálum. [1] Sbr. “Raunvextir erlendra lána”, Vísbending, 21. desember 1989. [2] Sbr. Bjarni Bragi Jónsson, “Samanburður fjármagnskostnaðar af erlendum lánum og innlendum”, Fjármálatíðindi nr. 1, Í989. [3] Hér er stuðst við A.J. Isachsen og D.E. Heier, “Om rentepolitikk”, Bedriftsökonomisk Institutt, 1990. KAUP OG KJÖR: KENNARAR HAFA VINNINGINN í ÞRÓUN HEILDAR- LAUNA Nú hefur rfkið fellt úr kjarasamningi sínum við BHMR ákvæði um að háskólamenn fái meiri kauphækkanir en aðrar stéttir. Það er ekki einsdæmi að ríkið breyti kjarasamningi sem það hefur sjálft gert. I október 1977 t'engu opinberir starfsmenn miklar kaup- hækkanir eftir hálfsmánaðarverkfall. Orfáum mánuðunt síðar, eða í febrúar 1978, voru sett lög um alla kjara- samninga, þar sem verðbætur voru skornar niður um helming. Sú spurning hlýtur að vakna hvað menn hafi að gera við verkfallsrétt þegar viðsemjandinn getur upp á sitt eindæmi afnumið það sem samið var um. Hefði BHMR ekki betur sparað sér sex vikna verkfall í fyrra? Nú hefur líka komið í ljós, að þótt ríkið kunni hugsanlega að vera reiðubúið að láta starfsmenn sína fá launahækkanir umfram aðra, þá unna önnur stétlarfélög þeim þess ekki. Hyggist opinberir starfsmenn semja um meiri kjarabætur en aðrir fá, verður það að verða með öðrum hætti en beinum kauphækkununt. Til dæmis heldur BHMR einni kjarabót sem samið var um í fyrra. Það er “rannsókna-og endurmenntunarsjóður” sem greitt er í sem svarar 1,5% af föstum launum. Sums staðar hefur þessum sjóði verið skipt milli allra félagsntanna, þannig að úr verður hrein kauphækkun. Einnig má minna á að kennarar hafa samið um “aukinn undirbúningstíma”, án þess að vinnuálag hafi aukisl. Greitt er fyrir þann tíma sem varið er til undirbúnings svo að kaupið eykst við þetta. Með þessum hætti hel'ur verið

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.