Vísbending - 13.09.1990, Síða 4
VÍSBENDING
AFKOMA
FYRIRTÆKJA
VARÐAR
FLESTA
Nú er komið út ritið Islenskt
atvinnulíf 1989, 3. árgangur, handbók
um afkomu og stöðu fyrirtækja.
Utgefendur eru sem fyrr Vísbending og
Talnakönnun hf, en auk þeirra styrkir
Verðbréfamarkaður Islandsbanka
útgáfuna. I ritinu er fjallað um eitt
hundrað fyrirtæki og stofnanir, en það
er 260 blaðsíður. Nýjungar í ritinu eru
kaflar um fjárfestingarsjóði, orkuveitur
og verktaka. Sýndar eru helstu tölur úr
ársreikningi fyrir 1989 og kennitölur
reiknaðar. I texta er sagt frá rekstri
fyrirtækjanna á árinu 1989. Einnig er
greint frá helstu breytingum sem orðið
hafa á rekstrinum á þessu ári og reynt
að meta horfurnar. Birt er yfirlit um
hluthafa, ef kunnugt er um þá, og einnig
er sagt frá eignarhlut í öðrum
fyrirtækjum.
Upplýsingar fyrir
hlutabréfamarkaðinn
Útgáfa hlutabréfa á almennum
markaði hefur l'ærst mjög í vöxt á
undanförnum misserum. Þau
hlutafjárútboð sem farið hafa fram að
undanförnu hafa öll gengið vonum
framar. En er víst að allir kaupendur
lilutabréfanna hafi í raun gert sér fulla
grein fyrir stöðu og rekstrarhorfum
fyrirtækjanna? Skaltaafsláttur af
hlutabréfum hefur að vísu gert það að
verkum að hlutabréfakaup einstaklinga
eru að vissu marki miklu hagstæðari
en staða fyrirtækjanna gefur til kynna.
En þegar komið er upp fyrir þessi mörk
er mjög gagnlegl að hafa undir höndum
hlutlaust mat á stöðu fyrirtækjanna. í
Islensku atvinnulífi er fjallað um flest
þau fyrirtæki sem ætla má að gefi út
hlutabréf á almennum markaði á
næstunni.
Einkamál eigenda og
væntanlegra hluthafa?
Staða fyrirtækja kemur miklu
fleirum við en eigendum og
væntanlegum hluthöfum. Þess má til
dæmis geta að margra ára ábyrgð á
vöru er lítils virði, ef miklar líkur eru á
að sá, sem ábyrgðina veitir, sé að
þrotum kominn. Oft selja menn líka
vörur upp á krít, án þess að hafa
hugmynd um fjárhagsstöðu kaup-
andans. Við gjaldþrot Grundarkjörs í
surnar töpuðu til dæmis margir
framleiðendur og heildsalar stórfé.
Sums staðar er atvinna í heilu
byggðarlagi háð afkomu eins
fyrirtækis og nú njóta mörg fyrirtæki
styrkja úr opinberum sjóðum. Það er
því mikill misskilningur, að bókhald
fyrirtækja sé einkamál eigenda. Þetta á
ekki síst við um hlutafélög, en þar er
ábyrgð eigenda takmörkuð. Aðgætnir
viðskiptamenn ættu að temja sér þá
reglu að eiga aldrei skipti við
fyrirtæki, sem að einhverju leyti eru
reist á trausti á fjárhagsslöðu þess,
nema að hafa fyrst kynnt sér reikninga
fyrirtækisins. Ef menn fylgdu almennt
þessari reglu væri hægt að koma í veg
fyrir mörg slys. Það er matsatriði
hvort menn sjá ástæðu til þess að gera
reikninga sína opinbera í bók eins og
Islensku atvinnulífi, eða hvort menn
láta nægja að sýna þá viðskiptavinum
og öðrum sem málið varðar
sérstaklega. En oft sparar það fyrirhöfn
og amstur að geta gengið að reikn-
ingum margra fyrirtækja á einum stað.
Með því að birta reikninga sína í slíkri
handbók eru fyrirtækin búin að lýsa
yfir því að þau hafi ekkert að fela.
Þess má geta að Danmörku, Noregi og
Svíþjóð er meginreglan sú að að
ársreikningar hlutafélaga séu opinberir.
Hér er eigendum al'tur á móti frjálst að
halda þeim leyndum. Mun þar hafa
ráðið miklu þrýstingur frá smá-
fyrirtækjum, þar sem starfsmenn eru
fáir og menn kærðu sig ekki um að
almenningur færi að hnýsast í liði eins
og risnu eða gæti jafnvel gert sér
hugmyndir um laun einstaklinga og
fjárhag. En auðvelt er að reikna út
tekjur einstaklinga eftir skattskrám og
hafa slíkar tölur verið að birtast í
blöðum undanfarið. I skattskrám er
líka hægt að sjá hvernig efnahag fólks
er háttað. Því er rétt að íhuga hvaða
einkamálefni það eru sem gætu komið
í Ijós í ársreikningum og ekki má finna
annars staðar.
Það er ætlun útgefenda íslensks
alvinnulífs að bókin komi út á hverju
ári. Þeir sem hafa áhuga á stöðu helstu
fyrirtækja á íslandi ættu að kynna sér
þessa handbók. Upplýsingar um hana
eru veittar hjá Vísbendingu.
Askrifendur fá 500 króna afslátt al'
verði hennar.
Verðlag hækkaði ekki í
ágúst
Verð á ýmsum innflutningi, búvörum
og þjónustu hækkaði á bilinu 0,2-0,6%
í ágúst. Niðurfelling virðisaukaskatts
af bókum á íslensku og verðlækkun á
mat vegur þessar hækkanir alveg upp,
svo að vísitala framfærslukostnaðar
stóð í stað í mánuðinum. Af
matvörum var það einkum innlent
grænmeti sem lækkaði í verði, en
grænmetisverð hefur jafnan verið
sveiflukennt á haustin. Lækkun bóka-
verðs samsvarar 0,2% lækkun
vísitölunnar. Við næsta vísitölu-
reikning á undan olli endurgreiðsla
virðisaukaskatts á vinnu við endur-
bætur og viðhald íbúðarhúsnæðis
0,4% lækkun á vísitölunni. Því hefur
verðlag verið niðurgreitt á þessum
tveimur mánuðum um 0,6%. Slíkar
niðurgreiðslur draga úr verðbólgu um
tima, en þær auka á þenslu og má
gera ráð fyrir að þær skili sér aftur á
næstu mánuðum. Þá hefur strangt
verðlagseftirlit dregið úr verðbólgu.
Vakin er athygli á verðhækkunum og
verðskyn hefur aukist. En einnig eru
dæmi um að mönnum sé meinað að
hækka verð, sem ekki hefur breyst í
langantíma. Að öllum líkindum er hér
aðeins verið að fresta hækkunum.
Nú er talið að bensín hækki vart fyrr
en um miðjan nóvember. Líklegt er
að vísitalan hækki um minna en hálft
prósent í október, en nóvember-
hækkun gæti orðið 1,5-2%.
Vísitalan er nú 0,27% hærri en
viðmiðun í kjarasamningum. Verðlag
var niðurgreitt um 0,6% til þess að
halda aftur af verðhækkun umfram
rauða strikið, en ef þetta hefði ekki
komið til hefði vísitalan farið 0,9% yfir
mörkin. Búast má við að kaup hækki
um 0,27% um næstu mánaðamót
vegna rauða striksins. í fréttum hefur
verið sagt frá góðum hagnaði
nokkurra fyrirtækja á fyrri hluta árs.
Hátt fiskverð erlendis ætti að hafa í
för með sér betri afkomu útgerðar en
áður. Spurningin er hvort þetta hefur
í för með sér launaskrið á næstunni.
Mikil sala á spariskírteinum og
ríkisvíxlum að undanförnu virðist ætla
að halda bankavöxtum háum áfram,
og það miðar að því að halda aftur af
þenslu.
Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson.
Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5,
103 Reykjavík. Sími 689080.
Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg hf.
Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita
með neinum hætti svo sem með Ijósritun
eða á annan hátt aö hluta eða í heild sinni án
leyfis útgefanda.