Vísbending


Vísbending - 19.12.1991, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.12.1991, Blaðsíða 1
ISBENDING 19. desember 1991 Vik u r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 50. tbl. 9. árg. Skattlagning hjóna með 3 börn (miðað við jafnar tekjur) Laun, þús. kr. á mán. Skv. lillögum Aður Samkvæml nýjum tillögum ríkisstjórnarinnar minnkar ávinningur barnafólks af vinnu. Barnabótaauki hækkar, en ltann er tengdur tekjuni. Þá minnkar persónuafslátlur að raungildi. Tillögur um niðurskurð og nýja skatta Þegar blaðið fór í prentun voru tillögur um niðurskurð á útgjöldum ríkissjóðs og nýja skatta ekki enn fullmótaðar. Markiniðið er þó i jóst, að halda halla á ríkissjóði innan við fjóra milljarða króna á komandi ári. Skipta má fyrirhuguðum ráðstöfunum í tvennt, einstakar aðgerðir til þess að bæta fjárhaginn og almenn fyrirmæli um spamað í rekstri. Tillögur um nýjar álögur og niðurskurð einstakra útgjalda- liða hafa flestar vakið hávær mótmæli og ekki er 1 jóst hvort menn treysta sér til þessaðhrindaþeimöllum íframkvæmd af þeim sökum. Tillagan um almennan sparnað hefur ekki hlotið jafnslæmar móttökur, en óvíst er um árangur. Hvers vegna er þörf á sparnaði? Þegar fjárlagafrumvarp fyrir 1992 var lagt fram í haust var gert ráð fyrir að halli á ríkissjóði yrði tæpir fjórir milljarðar. Nú stefndi í að hann yrði rúmiráttamilljarðar. Reyndareralvana- legt að halli aukist frá frumvarpi (sjá til dæmis40.tölublað). í fjárlagafrumvarpi fyrir 1991 var gert ráð fyrir að halli á ríkissjóði yrði undirfjórummilljörðum, en nú eru horfur á að hann verði rúmir tíumilljarðar. Ríkisútgjöldvirðast ætla að verða um 7% meiri að raungildi árið 1991 en árið á undan, en í fjárlagafrumvarpi var stei'nt að 1% raunminnkun. Þessi aukning útgjalda hefur vafalaust að miklu leyti stafað af því að kosningar voru á árinu. Núna virðist einkum þrennt hafa átt sök á því að horfur voru á meiri halla en í haust: * Nýttfrumvarpsem átti að aukatekjur ríkisins um einn milljarð, var ómótað, en gert hafði verið ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi. *Ráðuneyti treystu sér ekki til að standa við spamaðartillögur sínar frá í haust. Hér munar tæplega einum og hálfum milljarði. Það voru ný vinnu- brögð að láta fagráðuneyti sjálf móta sparnaðartillögur. Vartalinnokkurvon til þess að þær reyndust raunhæfari en tillögur unnar í fjármálaráðuneytinu og að þeim yrði fylgt af meiri metnaði, en sú von virðist hafa brugðist. *Búast mátti við að ríkið missti af eins oghálfs milljarðs tekjum af álvers- og virkjanaframkvæmdum, sem nú hefur verið slegið á frest. I Vísbendingu hefur oft komið fram að álvers- framkvæmdir væru þenslu valdur, og því hefði verið enn meiri ástæða til aðhalds hefði þeim ekki verið frestað. Þó skal alls ekki gert lítið úr nauðsyn þess að skera úlgjöld niður nú. Almennur sparnaður í útgjöldum Ein helsta sparnaðartillagan er að rekstrargjöld ríkissjóðs lækki almennt um 5%. Þetta yrðu um tveir og hálfur milljarður króna en einn rynni aftur til þeirra stofnana þar sem erfitt er að koma við niðurskurði. Tillöguna er erfitt að skilja öðruvísi en sem almenn tilmæli um aðhald, og má segja að í sjálfu sérskipti litlumálihvaðaprósenta er nefnd. Ekki hefur gengið vel að framfylgja slíkum tillögum undanfarin ár. Má nefna að í fjárlagafrumvarpi fyrir 1989 var kveðið á um að rekstrargjöld skyldu dragast saman um 4%, en ekki verður séð að þau fyrirmæli hafi haft nein umtalsverð áhrif. Sums staðar kann að vera auðvelt að skera niður mannahald og kostnað í ríkisrekstrinum (jafnvel má leggja starfsemina niður), en annars staðar er það mjög erfitt ef ekki eiga að hljótast af vandræði. Reyndar virðast tillögu- höfundar hafa nokkum skilning á þessu, þar eð gert er ráð fyrir að nokkur hluti sparnaðarins renni til starfsemi sem ekki má við niðurskurði. En margt bendir til þess að lítið verði úr fyrir- ætlunum um almennan sparnað nú sem fyrr. Hér eiga sérstaklega vel við þessi orð í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrirárið 1990: „Reynslamargraundan- genginna tilrauna til að lækka útgjöld ríkisins er ekki góð og bendir til þess að í þjóðfélaginu og í opinberu stjórn- sýslukerfi séu aðstæður þannig að þær hindri árangursríkar aðhaldsaðgerðir.“ I fyrra var boðuð sú stefna að fimmt- ungur ríkisútgjalda skyldi skoðaður frá grunni hvert ár. Margir telja slíka endurskoðun mun vænlegri til árangurs en allsherjarfyrirmæli um sparnað, eins og þau sem nú eru gefin. Vísbending kemur nœst út 2. janúar. Utgefendur óska lesendum gleði- legra jóla ogfarsœls komandi árs. Efni • Ríkisfjármál • Gengi hlutabréfa • Fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.