Vísbending


Vísbending - 13.07.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.07.1992, Blaðsíða 3
þjóðfélagshópa. Með þessu er þó auðvitað ekki verið að gefa það í skyn, að fullkominn jöfnuður sé forsenda örs hagvaxtar. Nei, þvert á móti virðist reynsla margra þjóða benda til þess, að of mikil rikisafskipti í því skyni aðjafna skiptingu auðs og tekna geti truflað efnahagsstarfsemina og slævt hagvöxt. Hér er einungis verið að benda á það, að inikið þjóðfélagsmisrétti geturdregið úr hagvexti. Auði fylgir vald Þetta leiðir hugann hingað heim. Ókeypis afhending framseljanlegra veiðiréttinda til hlutfallslega fárra útvegsmanna í skjóli núverandi sjávarútvegsstefnu felur að mínurn dómi í sér svo gríðarlega tilfærslu eigna og skulda og svo mikla mismunun á milli þjóðfélagsþegna, að hún fullnægir ekki þeim lágmarksréttlætiskröfum, sem mér finnst eðlilegt að gera til stjórnvalda og til þjóðfélagsins í heild. Hvað sem því liður, er ég lfka þeirrar skoðunar, að mikill hluti þjóðarinnar muni ekki sætta sig við þessa skipan mála, þegar á rey ni r. Ég lít svo á, að stjórnvöld séu að leika sér að logandi glóð með því að halda núverandi stefnu til streitu. Misréttið, sem leiðir af óbreyttu ástandi, býður alvarlegri hættu heim: það getur valdið svo megnri óánægju og úlfúð meðal al mennings, að af því hljótist harðvítugri átök um skiptingu auðs og tekna í þjóðfélaginu en við höfum kynnzt áður. Þvílík átök gætu dregið þrótt úr efnahagslífi þjóðarinnarogjafnvel hleypt þvf í bál og brand. Það kann að vísu að villa sumum sýn, að viðtakendur verðmætra aflakvóta hafa hingað til notað sölutekjur af kvótum fyrst og fremst til að greiða niður skuldir í stað þess að byggja upp eignir. En tilfærslan er söm fyrir því. Gríðarleg skuldasöfnun í sjávarútvegi á liðnum árum er til marks um óhagkvæman rekstur margra fyrirtækja, þótt ýmis önnur útvegsfyrirtæki séu prýðilega vel rekin sem betur fer. Skuldir útvegsins nema nú um tvöföldum árstekjum í greininni að meðaltali. Enginn atvinnu- vegur getur borið slíka skuldabyrði til lengdar. Eigendur fyrirtækjanna ættu að réttu lagi að sæta fullri ábyrgð á þessum skuldum, sem þeir hafa sjálfir stofnað til. Þeim er þó hlíft við því, að svo miklu leyti sem ríkið greiðir skuldirnar fyrir þá óbeint með því að afhenda þeim ókeypis aðgang að fiskimiðum, sem eru almenningseignsamkvæmtlögum. Með þessu móli spillir ríkisvaldið fyrir hagræðingu og eigendaskiptum, sem eru forsenda nauðsynlegrar nýsköpunar í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Það getur verið hættulegt að afhenda tiltölulega fámennum hópi mikinn auð í skjóli forréttinda, því að óréttmætum auði fylgir yfirleitt óréttmætt vald yfir öðrum. Eisenhower Bandaríkjaforseti skildi þetta. Hann varaði almenning og stjórnvöld þar vestra við því á sinni tíð að hlaða um of undir hergagna- framleiðendurílandinu,þareðofurveldi þeirra gæti ógnað almannahag. Ég sakna þess, að sambærileg varnaðarorð skuli ekki heyrast úr Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Nú þegar er farið að votta fyrir þvf, að nýríkir útvegsmenn búist til að hasla sér völt í stjórnmálum til að try ggja hagsmuni sína beint eða óbeint á þeim vettvangi.Þettaerumhugsunarverl í ljósi þess, að kosningabarátta stjórnmálaflokkanna fyrir síðustu Alþingiskosningar kostaði þá á annað hundrað milljónir króna samtals. Samt liggur engin kvöð á flokkunum um að gera almenningi grein fyrir fjárreiðum sínum. Um þetta gilda engar reglur. Flokkarnir gætu þess vegna jtegið allt kosningafé sitt af hagsmunasamtökum. Þennan brunn þarf að byrgja. Hagsmunir almennings Lýðræðisþroska þjóðfélags er hægt að ráða að miklu leyti af því, hversu vel stjórnvöld gæta hagsmuna almennings gagnvart kröfuhörðum sérhagsmuna- hópum. Einn höfuðkostur lýðræðis yfirhöfuð er einmitt sá, að iöggjafar- valdið tryggir hag almennings gagnvart þröngum sérhagsmunum. Þetta blasir við, þegar við hugsum um lög og rétt. Einn aðaltilgangur lagasetningar er að vernda jyjóðfélagsþegnana hvern fyrir öðrum og ekki sízt að vernda þá, sem minnst mega sín, gagnvart hinum sterku. V íðtæk velferðarlöggjöf íVestur-Evrópu og Norður-Ameríku og víðar um heim hvílir á þessari hugsun. Samkeppnis- löggjöf jtjónar svipuðum tilgangi, svo að annað dæmi sé tekið: henni er ætlað að vernda almenning gagnvart afleiðingum einokunar. Það er einn helzti kostur frjálss og heilbrigðs markaðs- búskapar í lýðræðisríki, að hagsmunir neytenda sitja f fyrirrúmi. Valdhafar f fyrrverandi einræðisríkjum kommúnista í Austur-Evrópu sneru þessu við: þar var hlaðið undir sérhagsmuni valdastéttarinnar á kostnað almennings, og hagsmunir neytenda voru látnir víkja fyrir hagsmunum framleiðenda,endavarríkiðyfirleitteini framleiðandinn á „ntarkaðnum", ef markað skyldi kalla. Afleiðing þessarar stefnu blasir nú við: framleiðslukerfi þessara landa er stórskaddað í þeim skilningi, að vörurnar, sem verk- smiðjurnar hafa að bjóða, eru illseljanlegar eða jafnvel óseljanlegar á heimsmarkaði. Islenzk stjórnvöld hafa vanrækt hagsmuni neytenda á liðnum árunt af ÍSBENDING illa grundaðri tillitssemi við fram- leiðendur. Landbúnaðarstefna stjórnvalda er skýrt dæmi um þetta. Kostnaðurinn, sent núverandi landbúnaðarstefna leggur á skatt- greiðendur og neytendur, nemur nálægt 250.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu á hverju ári. Þessi fjárhæðjafngildirnúum 400.000 krónum á mánuði á hvert bændabýli í landinu. Að sjálfsögðu skilarallt þettafésérekki til bænda, heldur er þvf sóað á altari óhagkvæmra búskaparhátta að austur- evrópskri fyrirmynd. Þessi sóun er sannkölluð vitfirring á sama tíma og stjórnvöld stefna bæði heilbrigðis- og menntakerfi þjóðarinnar í háska með harkalegum og handahófskenndum niðurskurði fjárveitinga. Landbúnaðar- stefna Evrópubandalagsins kostar bandalagsþjóðirnar miklu rninna fé á hvert heimili í álfunni, en þó ríkir almennur skilningur á því meðal þarlendra stjórnvalda, að núverandi stefnaerkomin íþrot. Islenzk stjórnvöld sýna hins vegar engin merki þess enn, að þau hafi skilning á þeim skaða, sem ríkjandi landbúnaðarstefna hefur valdið hér heima og veldur enn. Þau eiga eftir að biðjast afsökunar. Það er ráðgáta og verðugt rannsóknar- efni, hvemig það hefur getað gerzt, að svo mikil sóun, sem raun ber vitni um, skuli hafa verið látin viðgangast í þjóðfélagi, sem hefur rambað á barmi hengiflugs með reglulegu millibili á undanförnum árum og áratugum og stundum farið fram af vegna átaka um kaup og kjör vinnandi fólks. Vissulega á misvægi atkvæðisréttar í skjóli ójafnrar kjördæmaskiptingar mikinn þátt í þessu, en mér virðist fleira hafa lagzt á sömu sveif. Lýðveldi okkar íslendinga er ungt og óþroskað að ýmsu leyti í samanburði við langa lýðræðishefð flestra nálægra þjóða. Afleiðingar þessa teygja anga sína víða. Hér er ekki rúm til að rekja það, en mér sýnist til dæmis, að óeðlilegt veldi stjómmálaflokkanna á mörgum sviðum þjóðlífsins hér langt umfram það, sem tíðkast í nálægum löndum, eigi einnig verulegan þátt í því, livernig stjórn völd hér hafa fórnað dreifðum hag almennings á altari fámennra, en harðsnúinna hagsntunahópa. Þessu ofurveldi er nú smám santan að linna, eins og ráða má af þvf, að stjórnmála- flokkarnir eru smátt og smátt að missa tökin á fjölmiðlum, bönkurn og sjóðum, jafnvel þótt formaður og framkvæmda- stjóri tveggja stærstu stjómmálaflokka landsins hafi nýlega tekið sæti f bankaráði stærsta ríkisbankans líkt og í kveðjuskyni. Mér sýnist rnargt benda til þess, að stjórnmálaflokkarnir muni neyðast til þess að láta undan kröfum almennings um aukna valddreifingu og víðtækari, heilbrigðari og markvissari markaðsbúskap í landinu á næstu árunt í samræmi við öra þróun efnahagsmála 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.