Vísbending


Vísbending - 21.08.1992, Side 3

Vísbending - 21.08.1992, Side 3
ISBENDING [ Hagvöxtur V____________________________________J Einnig var innflutningur fjárfestingar- vara 10% minni á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fyrsta ársfjórðung í fyrra. Líkan V ísbendingar spáir 0,5 % aukningu í einkaneyslu en ekki neinni breytingu í innflutningi en allt útlit er fyrir að sú verði ekki raunin. Þessa hluti, ásamt mörgum fleirum, hljóta Þjóðhagsstofnun og Félag iðnrekenda að taka með í reikninginn og því er ástæða til að trúa frekar á spár þeirra. Ástæða þess að þessir þættir eru ekki teknir með í reikninginn í líkani Vísbendingar er að fullnægjandi rannsókn á þeim er ntjög tímafrek og krefst þess að rannsakandinn haft alltaf aðgang að nýjustu tölum. Líkan Vísbendingarbyggirhinsvegareingöngu á töl um sem birtar hafa verið opinberlega. Sé reiknað með sömu fjármuna- myndun á árinu og Félag iðnrekenda gerir, þ.e. 12% minnkun, fæst 2% sam- dráttur í landsframleiðslu á þessu ári. Munurinn sem enn er á spánum kemur til af því að líkan Vísbendingar spáir ekki jafn miklum samdrætti í einkaneyslu og Félag iðnrekenda sem spáir 4,5% samdrætti einkaneyslu, á móti 3% hjá líkani Vísbendingar. Væntingar Eitt af því sem líklegt er að hafi áhrif til þess að veikja spágetu líkansins er að sennilega á sér stað um þessar mundir sú breyting að framtfðartekjur í sjávarútvegi hafa meiri áhrif á hagkerfið en verið hefur. Þetta má rökstyðja þannig að fyrir tíma kvótakerfisins (og að nokkru leyti eftir að það kom til sögunnar, sjá Vísbendingu 31 .tbl. ’92), kom ekki íljós fyrr en eftir að árið var liðið hve rnikil veiði varð og því gátu menn ekki tekið veiði ársins að fullu með í reikninginn þegar menn mynduðu væntingar sínar um framtíðina. Það er hinsvegar hægt nú, óverulegur hluti veiðanna er utan kvótakerfisins. Af þeim sökum er svo til fullkomin vitneskja um veiðarnar fyrir- fram og því má ætla að kvótaákvörðun hafi meiri áhrif á væntingar nú en áður. Einnig er það svo að tillögur Alþjóða hafrannsóknarráðsins og Hafrannsókna- stofnunar gerðu ráð fyrir talsvert minni veiðum en síðar voru ákveðnar, þannig að sú umræða sem þá varð í þjóðfélaginu, varð sennilega til þess að draga meira úr neyslu og fjár-festingum en verið hefði, ef umræðan urn skerðingu veiðiheimilda hefði verið á þeim nótum sem endanleg ákvörðun varð. Atvinnuleysi Spár um atvinnuleysi í líkani Þjóðhagsstofnunar og líkani Vís- bend i ngar by ggjast eingöngu á þv í h verj u spáð er urn breytingar ílandsframleiðslu, hverjar breytingarnar voru árið áður og hvernig atvinnuleysi var árið áður, þannig að ef gert er ráð fyrir 2,8% samdrætti í ár fæst 2,6% atvinnuleysi á þessu ári og 3,8% á því næsta, skv. iíkani Vísbendingar. Þetta eru svo til sömu tölur og Félag iðnrekenda fékk í sinni spá, þeir fengu 2,8% í ár og 3,8% á því næsta. Sé sett inn í líkan Vísbendingar að samdráttur þessa árs verði 2,8% þá fæst að landsframleiðsla næsta árs dregst saman um0,3%. Félag iðnrekendaspáir hinsvegar 0,6% aukningu. Sé það hinsvegar ekki gert þá spáir líkan Vísbendingar að aukning lands- framleiðslu á næsta ári verði 0,9% samanborið við 0,6% sem Félag iðnrekenda spáir. Þanuig getur talist sennilegt að niðurstaðan verði einhvers staðar í kringum 0% hagvöxt. Heimildir: Þjóðhagsstofnun: fslenskur þjóöarbúskapur og evrópskt efnahagssvæði (séiTit nr.2). Þjóðhagsstofnun: Þjóðarbúskapurinn, framvindan 1991 og horfur 1992. Félag íslenskra iðnrekenda: FRÉTT... Ný þjóðhagsspá frá Félagi íslenskra iðnrekenda. Höfundur er hagfrœðingur Samið um Norður- Amerískt fríverslunar- svæði í fyrri viku gerðu Mexíkó, Bandarfkin og Kanada með sérsamning um stofnun fríverslunarsvæðis. Það verður eitt af þremur víðtækustu viðskipta- bandalögum í heiminum, en hin tvö eru Evrópubandalagið og viðskiptabandalag Ástralíu og Nýja-Sjálands. Norður- Ameríska fríverslunarsvæðið er sérstætt að því leyti að hér eru tvö iðnríki tengd vanþróuðu landi. Samningurinn tekur gildi í ársbyrjun 1994 og munu tollar og flestar aðrar viðskiptahindranir milli landanna hverfa á 15 árum. Strax í upphafi falla tollar niður á um helmingi viðskipta milli Bandaríkjanna og Mexfkó. Þótt eitt og hálft ár líði þar til fríverslunarsvæðið verður stofnað, má búast við að fjárfestingaraukist strax, og atvinnurekendur fari á annan hátt að búa sig undir tilkomu þess. Á svæðinu búa 360 millljónir manna, 20 milljónum færri en gert er ráð fyrir að verði á Evrópsku efnahagssvæði. Samningurinn breytir mestu fyrir Mexíkó, en Kanada og Bandaríkin sömdu árið 1988 unt afnám tolla í áföngum. Norður-Ameríski fríverslunarsamningurinn er að sögn Financial Times hinn fyrsti sinnar tegundar sem leggur af framleiðslukvóta í fataframleiðslu og tryggir frjáls þjónustuviðskipti. Samningurinn nær einnig til landbúnaðarvara, en fólksflutningar verða ekki frjálsir á fríverslunarsvæðinu, eins og í Evrópu- bandalaginu og á Evrópsku efnahags- svæði. Nokkur andstaða í Kanada og Bandaríkjunum en Mexíkó hagnast mest Þing landanna þriggja verða að samþykkja samninginn. 1 Kanada hefur samkontulagið við Bandaríkin frá 1988 verið umdeilt og í Bandaríkjunum óttast sumir atvinnuleysi vegna þess að fyrirtæki flytji framleiðslu sína suður fyrir landamæri Mexíkó, þar sem vinnulaun eru tíundi hluti þess sem tíðkast í Bandaríkjunum. Oánægja er með að Mexíkó geti framleitt ódýrar 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.