Vísbending


Vísbending - 07.09.1992, Qupperneq 1

Vísbending - 07.09.1992, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. september 1992 35. tbl. 10. árg. Spáð litlum verðlags- breytingum á næstunni Verðlag hefur hækkað afar lítið undanfarna mánuði, enn minna en gert var ráð fyrir við kjarasamninga í vor (sjá 17. tölublað). Eftirspurn hefur dregist saman. Fólk tekur mun fyrr eftir verðhækkunum en áður og leggur verðlag frernur á minnið. Þannig hefur orðið til grundvöllur undir harða verðsamkeppni. Verðbólgulíkön, sem gera ráð fyrir að kauphækkanir og hækkun innflutningsverðs fari út í verðlag á nokkrum mánuðum, hafa spáð of mikilli verðbólgu. Undanfarið ár hefur nánast verið verðstrið milli matvöruverslana. Innfluttar matvörur hafa lækkað um 8-10%, miðað við almennt verðlag á einu ári. Fyrir þessu geta auðvitað verið margar ástæður en mikil samkeppni og jafnvel undirboð valda miklu. Kaup Hagkaupa á helmingshlut í Bónusi valda áhyggjum en sennilega munu þau ekki hafa áhrif á verðlag á alnæstu misserum. Spáð er að verðbólga verði áfram lítil. Framfærsluvísitala breytist sennilega mjög lítið Framfærsluvísitala var 161,4 í ágústbyrjun, óbreytt frá fyrra mánuði. Verðlagsbreytingar hafa verið litlar í ágústmánuði. Verð hækkaði á ein- stökum strætisvagnafargjöldum, auk þess hækkaði gjaldskrá dagmæðra og sundstaða en lækkun bensínverðs vegur þessar hækkanir upp. Þess vegna er hér gert ráð fyrir að framfærsluvísitala haldist nánast óbreytt í september. Jöfnunargjald á innfluttum vörum fellur niður 1. október og er það hér talið leiða til 0,1% lækkunar framfærsluvísitölu. Launahækkanir hafa mikil áhrif á verðlag. Samið var um nokkra hækkun desemberuppbótaríkjarasamningunum í vor en almennt kaup á ekki eftir að hækka á gildistíma þeirra. Samningamir renna út í marsbyrjun 1993, en ef ekkert óvænt gerist í efnahagsmálum þjóðarinnar kæmi ekki á óvart að nokkrir mánuðir liðu áður en nýir samningar verða gerðir. Þá gerir slæmt atvinnuástand það að verkum að laun hækka vart umfram kjarasamninga á næstunni, sums staðar má meira að segja búast við að laun lækki. Nánastmáslá þvf föstu að verðbólga verði lítil næsta árið eða svo, nema gengi krónunnar falli. Innflutningur er nálægt 35% lands- framleiðslu og því hafa verðbreytingar í útlöndum mikil áhrif á verðbólgu hér. Nú er verðbólga í viðskiptalöndum íslendinga rúm 3% og fer lækkandi. Meðalgengi krónunnar hefur verið stöðugt frá árslokum 1989. Gengis- skráning var áður rniðuð við afkomu sjávarútvegs, en hún hefur verið slæm að undanförnu eins og kunnugt er. Halli sjávarútvegs nú stafar þó ekki af því að gengi krónunnar sé of hátt. Verðlag sjávarafurða í alþjóðamyntinni SDR er 15-20% hærra en 1989 og raungengi krónunnar er aðeins 1-2% hærra en þá. Aðalástæða hallans er að afli hefur minnkað. Oeðlilegt væri að lækka gengið til þess að hægja á aðlögun sjávarútvegsfyrirtækja að minni veiði. Áftur á móti gæti halli á viðskiptum Islendinga við útlönd réttlætt gengisfellingu. Spáð er afar miklum halla á viðskiptum við útlönd 1992, um 15 milljörðum króna, en í fy rra var hall inn 19 milljarðar. Gengislækkun myndi draga úr þessuni halla, um tínia að minnsta kosti, en urn leið koma af stað verðbólgu. Aukin skattheimta eða samdráttur í ríkisrekstri myndu einnig draga úr viðskiptahalla, en þessar aðgerðir myndu áhinn bóginn ekki koma af stað verðbólgu. Skattahækkanirhafa ekki verið talin góð leið til vinsælda, en spyrja má hvort þær væru ekki æskilegri en gengislækkun. Umræða um gengislækkun hefur skotið upp kollinunt vegna þess að áform eru unt að skrá gengi krónunnar á markaði á næstunni. N ú þarf að gefa upp ástæðu fyrir kaupum á erlendum gjaldeyri, hún getur verið innflutningur vöru og jrjónustu eða kaup áerlendum verðbréfum. Jafnframt þurfa útflytjendur að afhenda Seðlabankanum gjaldeyri sem þeirn áskotnast. Þegar afhendingarskyldan verður afnumin, og jafnframt leyft að kaupa erlendan gjaldeyri í hreinu fjárfestingarskyni, myndastgjaldeyrismarkaðurhérálandi, þar sem gengi krónunnar stýrist af framboði og eftirspurn. Um tíma var Verðbólguspá Fram- 3 mán. Láns- 3 mán. færslu- verð- kjara- árs- vísit. bólga vísit. hækk. '92 júl. 161,4 2,0% 3.230 3,8% ágúst 161,4 2,3% 3.234 3,9% sept. 161,5 1,0% 3.235 3,2% okt. 161,7 0,7% 3.237 0,8% nóv. 161,7 0,7% 3.238 0,5% des. 161,9 1,0% 3.238 0,4% '93 jan. 162,1 1,0% 3.240 0,5% feb. 162,3 1,5% 3.244 0,7% mars 162,5 1,5% 3.245 0,9% apríl 162,8 1,7% 3.246 0,8% v maí 162,9 1,5% 3.250 0,7% búist við að þetta yrði nú á næstu mánuðum, en samkvæmt frumvarpi um gjaldeyrisviðskipti, sem nú hefur verið lagt fyrir þing, kemst ekki á fullt frelsi í gjaldeyrisviðskiptum fyrren íbyrjun árs 1994. Því hefur verið haldið fram að markaðsskráning krónunnar jafngilti gengislækkun, vegna hallareksturs sjávarútvegs og rnikils viðskiptahalla, en svo þarf alls ekki að vera. Markaðsskráning þýðir einungis að gengið verður í nánara samræmi við stefnu í peningamálum en áður. Ef ákveðið verður að halda gengi krónunnar föstu gæli Seðlabanki þurft að kaupa mikiðafkrónum annað slagið,eðahækka vexti um tfma, eins og gerst hefur í Svíþjóð og Finnlandi að undanfömu. Hér er spáð stöðugu gengi á næstunni og að verðbólga verði 1-1,5%. Lánskjaravísitala Lánskjaravísitala er samsett að þriðjungi af framfærsluvísitölu, byggingarvísitala vegur þriðjung og launavísitala þriðjung. Ekki er búist við að byggingarkostnaður hækki mikið á næstunni, enda mikill samdráttur í byggingariðnaði. Launavísitala hækkar um 0,2% í desember, vegna hækkunar desemberuppbótar, en að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir að hún hækki næsta hálfa árið. Því er hér spáð lítilli hækkun lánskjaravísitölu næstu misseri, og að árshækkun hennar á næstunni verði ekki meiri en eitt prósent. Verðlagsspá • Hlutabréf • Evrópskir markaðir

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.