Vísbending - 07.09.1992, Page 3
V
ÍSBENDING
Bágt
efnahags-
ástand í
Evrópu
Dr. Sverrir Sverrisson
Hér á eftir verður fjallað um ástand
efnahagsmála í Evrópu og þrj ú af stærstu
löndum álfunnar greind nánar.
1. Vöxtur þjóðarframleiðslu 2
hagvaxtarskeiðs eftir stríð en þensla hafði
þá verið samfelld síðan 1982. Myndin
hér fyrir ofan sýnir vöxt þjóðar-
framleiðslu Þýskalands, Bretlands og
Frakklands síðan 1980. Af þessum
þremur löndum, hefur samdrátturinn
verið alvarlegastur í Bretlandi, en
þensluáhrif sameiningar Austur- og
Vestur-Þýskalands héldu hagvexti uppi
frant á mitt síðasta ár. Þessi lönd
endurspegla nokkuð vel þróunina í öðrum
2. Verðbólga
löndum Evrópu. Svo virtist sem
efnahagsupppsveifla væri í aðsigi
almennt í Evrópu í byrjun þessa árs en
bráðabirgðatölurfyrirannanársfjórðung
taka af allan vafa unt að efnahagslægð
ríkir enn í allri Evrópu, sem og reyndar
Bandaríkjunum og Japan. Þá hefur
atvinnuleysi aukist til muna í flestöllum
löndum álfunnar.
Það eru aðallega tvær ástæður fyrir
því að uppsveiflan í byrjun ársins hélt
ekki áfram:
*I fyrsta lagi eru raunvexlir mjög háir
í flestum löndum Evrópu, þrátt fyrirþað
að verðbólga sé rnjög á undanhaldi, en
hún er víðast hvará bilinu 2 til 4 prósent
(sjá mynd 2) og fer lækkandi ef eitthvað
er. Undir slíkum kringumstæðum væri
eðlilegt að lækka vexti til þess að fá
gang í efnahagslífið. Mjög hörð
peningamálastefna Þjóðverja hefur þó
hingað til komið í veg fyrir almenna
vaxtalækkun en seðlabankinn, sem hefur
æðsta vald í þessum málum, telur
verðbólgu enn vera á uppleið í
Þýskalandi. Önnurlöndgetaekkilækkað
sína vexti á meðan vextir eru óbreyttir í
Þýskalandi, því að þá ntun gjaldmiðill
þeirra falla gagnvart þýska markinu og
verðbólga aukast í kjölfarið.
*I öðru lagi hefurefnahagsuppsveifla
í Evrópu oftast komið í kjölfar
efnahagsuppsveiflu í Bandaríkjunum,
einkum vegna aukinnar eftrirspurnar
Bandaríkjamanna eftir útflutningi
Evrópulandanna. Þrátt fyrir að
grunnvextir hafi verið lækkaðir átta
sinnum síðan 1989 hefur bandarfskum
stjórnvöldum ekki tekist að korna
efnahagnum upp úr öldudalnunt. Eins
og stendur er ekkert sem bendir til þess
að uppsveifla sé í nánd og má frekar
reikna með að innflutningur til
Bandaríkjanna rninnki það sem eftir er
ársins. Líkur fyrir efnahagsuppsveiflu í
Evrópu á þessu ári eru því litlar og
raunar má reikna með að hagvöxtur taki
fyrst við sér á miðju næsta ári.
Verðfall á hlutabréfamörkuðum í
Evrópu sem nemur að meðaltali um 8
prósentum frá því um mitt ár
endurspeglar það vonleysi sem rikir um
framvindu efnahagsmála í álfunni. Inn
íþettafléttasteinnigóöryggið íkringum
samstarfEvrópubandalagsríkjannaeftir
að frændur vorir Danir felldu
Maastrichtsamkomulagið. Fari svo(sem
ég reyndar reikna alls ekki með) að
Frakkar felli einnig samkomulagið í
þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.
september, þá mun verð hlutabréfa falla
enn frekar og samtímis munu
langtímavextir fara hækkandi. Verður
þá fátt um fína drætti í efnahagsmálum
Evrópubúa á næstu misserum.
Eiga Þjóðverjar sökina?
Síðustu tölur um framleiðslu benda til
þess að framleiðsla fari minnkandi í
Þýskalandi sem stendur. Næsta mynd
sýnir greinilega lækkun iðnaðar-
framleiðslunnar að undanförnu og fall
leiðarhagvísis bendir ekki til bata á
næstunni. Vegna þess að peningamagn
(M3) hefur vaxið með 9% árshraða frá
áramótum taldi seðlabankinn nauðsyn-
legt aðhækka grunnvexti um0,5 % íjúlí
s.l. I framhaldi af hækkuninni hrapaði
verð hlutabréfa um 12 % og hafði þá
fallið um 16 % frá maílokum. Verð
hlutabréfa heldur að öllum líkindum
áfram að síga, a.m.k. þar til væntingar
um slakari peningamálastefnu ná
yfirhöndinni. Eins og sjá má á mynd 2
hefur verðbólga ílandinu lækkað nokkuð
á undanförnu þrátt fyrir að mun meira sé
af peningum íumferð en áður. Astæðan
fyrir því er að mati efnahags-
3. Þýskaland
Mjóa línan sýnir vísitölu iðnaðarframleiðslu en
breiða línan leiðarhagvísi
rannsóknarstofnunarinnar DIW sú, að
peningamagn hafi einkum aukist vegna
bankaútlána til framkvæmda í Austur
Þýskalandi og þau hvetji ekki til
verðbólgu. Reynist það rétt, mun
verðbólga halda áfrant að lækka á
komandi mánuðum og koma mun að
því að seðlabankinn breyti um stefnu í
peningamálum. Eg tel þó litlar ltkur á
að slíkt gerist fyrr en í fyrsta lagi um
áramót eða upp úr þeim
Þróun þýska marksins gagnvart
bandarfkjadal að undanförnu er líklega
flestum kunn, en markið hefur aldrei
verið sterkara en nú (þegar þessar línur
eru skrifaðar, hefur gengi dollars náð
nýju lágmarki, 1,3945 mörk). Mynd 4
sýnir þróun gengisins ásamt mismun á
skammt ímavöxtum í Bandaríkjunum og
Þýskalandi. Eins og sjá má, þá er
munurinn orðinn 6,5 % og hefur aldrei
verið meiri. Telja má ntjög ólíklegt að
dollarinn styrkist mikið fyrr en
vaxtarmunurinn byrjar að minnka aftur.
Aftur á móti bendir margt til þess að
gengi hans veikist enn á næstunni.
4. (lengi dollars í mörkum
(vinstri kvarði) og munur
skanimtímavaxta í löndunum
1.85____________________
, . i Vaxtamunu
*
1.70 5
1.65 - VV P , yv\ ■ 4
1.60 v yj-K
1.55 _vW _Mr _ _ _ _lí_ _ 3 _ _ 3
1.50 1.45 2
1.40 WW Gengi $
Frakkland samþykkir
Maastrichtsamninginn
Þrátt fyrir hátt atvinnuleysi og lítinn
hagvöxt er Frakkland í góðu
efnahagslegu jafnvægi. Asamt
3