Vísbending


Vísbending - 21.12.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.12.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. desember 1992 50. tbl. 10. árg. Slakur fjárhagur sveitarfélaga Útgjöld sveitarfélaga eru um fimmtungur útgjalda hins opinbera. Að ýmsu leyti eru aðstæður ríkis og sveitarfélaga ólíkar. Fjárfestingar hafa undanfarin ár verið um 30% heildar- útgjalda sveitarfélaga, en 5-10% hjá ríkissjóði. Af þessum sökum eru meiri sveiflur í rekstri sveitarfélaga en hjá rfkinu. Útgjöld eru stundum mun meiri en tekjur, á meðan verið er að ljúka einhverjum framkvæmdum, en að þeim loknum má draga mjög saman seglin, án þessaðþaðkominiðuráþjónustu. Þetta verklag er raunar mun skynsamlegra en aðdragaframkvæmdirálanginn,þannig að fé Hggi lengi í hálfkláruðum mannvirkjum. Á hinn bóginn verða sveitarfélögin að gæta sín á að ætla sér ekki um of. Ef aðeins er hugsað fram að næstu kosningum er hætt við að þau kollsigli sig með framkvæmdum. S veitarfélög hafa takmarkaða möguleika lil þess að leggja á nýja skatta og hafa að þvíleyti minna svigrúm en ríkið. Nokkur þeirra hafa lent í slíkum erfiðleikum að félagsmálaráðuneytið hefur svift þau fjárforræði um tíma á meðan leyst hefur verið úr vandanum. Sveitarfélögerunú 197. Þauerumjög misstóroghinsmæstueigaerfittmeðað sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin. Nefnd ávegum félagsmálaráðherra hefur viðrað hugmyndir um að fækka þeim í 30-35 og fá þeim fleiri verkefni. Sameiningin yrði varla sársaukalaus, ekki síst ef miklu munar á fjárhag. Nefndin leggur til að sveitarfélög á ákveðnum svæðum verði sameinuð til reynslu í fjögur ár og þeim falin aukin verkefni á þeim tíma. Með þessu móti yrði aflað reynslu sem nýttist þegar breytingin næði til alls landsins. Aukin umsvif Áárunum 1985 til 1987 varuppgangur í íslcnsku efnahagslífi og tekjur sveitarfélagajukust afþeim sökum. Um þettaleytivoruallirskattarsveitarfélaga innheimtir eftir á, þannig að verðbólga hafði mikil áhrif á raunvirði þeirra. Rekstur sveitarfélaga 1980-1992 milljónir króna á verðlagi 1992 J5.i JC.O00 25. 20.000 15.000 10.000 5.000 0 (5.000) 1982 19B4 ¦*¦ Tekjur — Gjöld Afkoma Heimild: Þjóðhagsstofnun, 1992áætlun. Alagningarprósenta lækkaði ekki til jafns við hjöðnun verðbólgu á þessum tíma. I upphafi 1988 var farið að stað- greiða útsvar og prósentan Iækkaði eins og eðlilegt var. Utsvar var nú greitt af öllum skattskyldum tekjum, en áður var hluli launatekna undanþeginn. Viðþetta "jukust tekjur sveitarfélaga enn meira en árin á undan, þrátt fyrir að lands- framleiðsla drægist saman. Allsjukust rauntekjur sveitarfélaga um 35% frá 1985 til 1988. Framkvæmdir sveitar- félaga voru miklar og útgjöldin héldu áfram að aukast eftir að tekjur höfðu náð hámarki. Því varð mikill rekstrarhalli 1989. Sveitarstjórnarkosningar voru í maí 1990 og mikilvægt að geta státað af miklum framkvæmdum þá. I fréttablaði Vinnuveitenda.A/veífvangí)ídesember 1990, segir Ólafur Hjálmarsson að útgjalda- og tekjuþensla sveitarfélaga séógnvænleg. Hannsegirmeðalannars: „Þennan útgjaldaauka er ekki hægt að skýiameð því, að verkefni sveitarfélaga hafi aukisl vegna ákvarðana löggjafans, eða að verkefni hafi verið færð frá ríki til sveitarfélaga." Sveitarstjórnarmenn hafa á móti bent á að kostnaður vegna umhverfismála jókst um nálega 650 milljónir króna að raungildi 1986-1991. Þar réðu bæði auknar kröfur alþingis og almennings. Breyting úr söluskatti í virðisaukaskatt 1990 kostaði sveitar- félögin ríflega hálfan milljarð. Arið 1992 voru ríflega 700 milljónir króna lagðar á sveitarfélög til þess að dragaúrhallarfkissjóðs. Akomandi ári borga þau 500 milljónir í Atvinnuleysis- tryggingasjóð, en fénu verður varið til atvinnubóta. Sveitarfélög standa misvel Fjárhagur margra meðalstórra sveitarfélaga hefur verið bágborinn (sjá grein eftir Kristófer Oliversson í 2. hefti Fjármálatíðinda 1991). Ætlast er til að þau veiti sömu þjónustu og hin stærri, en kostnaður er meiri vegna smæðarinnar. Lög um tekjustofna sveitarfélaga, sem tóku gildi árið 1990, bæta að nokkru leyti úr þessum vanda. Þar er hlutverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga breytt, þannigaðhannstyðurbeturviðlekjulítil sveitarfélög en áður. Jafnframt hækkaði hámarksálagning aðstöðugjalds. Sveitarfélög hafa nú um helming rekstrartekna sinna af útsvari, en aðrir helstu tekjustofnareru aðstöðugjald, sem er um 15% tekna, og fasteignaskattar, einnig um 15% tekna. Fjórða mesta tekjulindin er Jöfnunarsjóður, en þaðan koma um 7% rekstrartekna sveitarfélaga árið 1992. Tekjur Jöfnunarsjóðs eru ríkisframlag, landsútsvar og vextir. Sjóðurinn styrkir sveitarfélög sem hafa lágar tekjur eða eiga af öðrum ástæðum erfitt með að halda uppi þjónustu, en einnig veitir hann aðstoð vegna sameiningar sveitarfélaga. Hámarksútsvar er nú 7,5%, en meðalálagning er 7,0% árið 1992. Aðslöðugjald er nú að hámarki 1,3% veltu í öllum starfsgreinum, en algengt er að það sé lægra á sjávarútveg og iðnað vegna fyrri hámarka. Meðalálagning 1992 er 1,06%. Gjaldið fellur niður um áramót, en rfkið bætir sveitarfélögum skaðann á komandi ári. Sveitarfélögum verðagreidd80%afálagningugjaldsins. Þetta samsvarar innheimtuhlutfallinu í stærstu sveitarfélögunum en sums staðar hefur hlutfallið verið annað eins og gengur. Stefnteraðþvíákomandi ári að að finna tekjustofn, sem kæmi í stað aðstöðugjalds. Tekjur af aðstöðugjaldi eru mjög misjafnar (sjá töflu blaðsíðu 2) þannig að afar líklegt er að tekjur einstakra sveitarfélaga eigi eftir að breytasttalsvert. Húsnæðisverðerhærra í Reykjav ík en á landsbyggðinni og hafði borgin því áður meiri tekjur af fasteignagjaldi en önnur sveitarfélög. Árið 1990 hækkaði gjaldstofn fasteignagjalda á landsbyggðinni og varð svipaðurog íReykjavík. Meðalálagning á fbúðarhúsnæði árið 1992 er 0,41% gjaldstofns,en l,06%áatvinnuhúsnæði. Sveitarfélög Frjálslyndi

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.