Vísbending


Vísbending - 28.01.1993, Síða 1

Vísbending - 28.01.1993, Síða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 28. janúar 1993 4. tbl. 11. árg. í Langtímalánt. ríkis og Húsnst, ráðstfé lífsj. (línur, vinstri kvarði),'N' milljarðar, 1993 áætlun, vextir á Verðbréfaþ. (súlur, hægri kvarði) 40 -i-------------------------------------------------------------------------------------------------------------r 1 -4-% Heimildir: lánsfjárlög 1993, fjárlagafrumvarp. Húsnæðisstofnun, Verðbréfaþing o.fl. J Lántökur byggingarsjóða gætu hækkað vexti Lántökur Húsnæðisstofnunar ráða miklu um vexti á langtímabréfum. Undanfarin ár hefur stofnunin tekið mun meiri langtímalán á innlendum markaði en ríkissjóður (sjá töflu). Stjórnvöld hafa fremur lítil áhrif haft á framboð húsbréfa til þessa. Það hefur að mestu ráðist af veltu á fasteigna- markaði. Utgáfa húsbréfa var nokkru minni 1992 en árið á undan, en samdráttinn má rekja til þess að útgáfu greiðsluerfiðleikalána var hætt, en ekki til minni húsnæðisviðskipta. Nú áælia stjómvöld að framboð húsbréfa á árinu verði umhcldurminnaenífyrra,eða 10 milljarðarkrónaað markaðsverði. Vera kann að útgáfan dragist meira saman, en erfitt er að spá um það. Það sem af er árinu er húsbréfaútgáfan aðeins helmingur af því sem húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar hafði áætlað. Hugsanlega ráða lítil efni eftir jólin miklu um að menn halda að sér höndum í húsnæðiskaupum, en að líkindum eiga slæmt efnahagsástand og dökkar horfur þareinnighlut aðmáli. Efhúsnæðisverð lækkar eins og margir búast við, getur verið að fasteignaviðskipti glæðist aftur og framboð húsbréfa aukist. Lántökur byggingarsjóða voru nokkru minni 1992 en áriðáundan. Þaðstafaði ekki af því að umsvif sjóðanna væru minni en áður. Byggingarsjóður ríkisins er reyndar að mestu hættur að lána og fjárþörf hans hefur minnkað, en Byggingarsjóður verkamanna, sem fjármagnar félagslega húsnæðiskerfið, hefureflst. Aðalástæðaþessaðlántökur sjóðanna drógust saman á nýliðnu ári var sú að útboð mistókust. Ætlunin var að afla þriggja milljarða hjá l ífeyrissjóðunt með útboðum en aðeins fékkst einn milljarður króna. Form útboðanna er sérstakt. Tekið er tilboðum upp að ákveðinni vaxta- prósentu eins og venjan er í slíkum úlboðum, en það sem er fágætl er að allir fá hámarks- vextina. Hugsan- legt er að þessi háttur eigi þátt í þv f að lítið hel'ur hafst upp úr úlboðunum til þessa. Þeir 2 milljarðar króna, sem ekki fengust á fyrraári,bætastvið lántökur þessa árs. Árið 1993 aukast l á n t ö k u r byggingarsjóðanna hjá lífeyrissjóðum því úr 7,4 milljörðum króna í 10,7 milljarða. Nú er erfiðara að velta vandanum á undan sér en áður og taka minni lán en stefnt er að, því að möguleikar á skammtímalánum eru takmarkaðir. Alls seldi ríkissjóður spariskírteini fyrir tæpa 4 milljarða króna í fyrra. Heildarlántökur ríkissjóðs á innlendum markaði voru 9,4 milljarðar árið 1992, samkvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins, en stefnt er að því að taka 10,3 milljarða að láni á árinu sem nú er hafið. Ekki hafa verið setl markmið um sölu spariskírteina á árinu, en ætlunin er að draga úr hlut skammtímalána. Utboð spariskírteina hafa gengið vel og nýlega voru vextir spariskírteina í áskrift hækkaðir. Nú hafa vextir spariskírteina íalmennrifrumsölueinnighækkað. Ekki virðist því óraunhæft að gera ráð fyrir að það takist að selja ný spariskírteini fyrir 6 nrilljarða króna á árinu. I fyrra dró úr langtímalántökum rfkis og húsnæðiskerfis á innlendum markaði, eins og sést á myndinni efst á síðunni. Þettahefureflaustáttmikinn þátt íþvíað vextir bréfa til langs tíma voru nokkru lægri I992enl991. Vextirhafalækkað undanfarnar vikur á Verðbréfaþingi. Ráðagerðir ríkissjóðs og byggingarsjóða um auknar lántökur draga úr líkum á að vaxtalækkunin verði langvinn. * Vaxtamál • Ný spá ÞjóÖhagsstofnunar • Framfœrsluvísitala • Gengismál Langtímalántökur ríkis og Húsnæðisstofnunar á innlcnduni markaði, milljarðar króna 1990 1991 1992 1993 Spariskírteini 7,3 5,4 4,0 6,0 Húsbréf (markaðsverð) 5.0 12,5 10,7 10,0 Byggingarsjóðir 10,3 9,2 7,4 10,7 Alls 22,6 27,1 22,1 26,7 Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða, milljarðar króna 1990 1991 1992 1993 23 29 32,7 36,6 Hlutfall lántöku ríkis og Húsnæðisstofnunar af ráðstöfunarfé lífeyrissjóða 1990 1991 1992 1993 98% 93% 68% 73% Vextir á Verðbréfaþingi 1990 1991 1992 Spariskírteini 7,0% 8,1% 7,4% Húsbréf 7,0% 8,3% 7,7% Heimildir: Fjárlagafrumvarp, lánsfjárlög, Verðbréfaþing o.fl., 1993 áætlun. Húsnæðisstofnun, J

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.