Vísbending


Vísbending - 26.07.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.07.1993, Blaðsíða 2
Tíundi áratugurinn tími niðurskurðar og hag- ræðingar Meta ber gengis- fellinguna í Ijósi aðstœðna Vextir fara lœkkandi - nema á Islandi Án verð- tryggingar verða vextir eðli- legri og í betra sam- ræmi við vexti í öðrum löndum ÍSBENDING Hverjar eru ástæðurnar? En hvers vegna eru efnahagshorfur í nágrannalöndum okkar dekkri nú en um langt árabil? Það er áhugavert að velta því fyrir sér til hvaða ástæðna megi rekja þá stöðnun sem virðist ríkja í efnahagslífi iðnríkjanna á tíunda áratugnum. Á níunda áratugnum var mikil uppsveifla í þjóðarbúskap iðnríkjanna, stöðug skuldasöfnun og eignaaukning á móti. En svo miklar eignabreytingar ganga ekki upp nema á lengri tíma. Ef til vill hefði harkalegt bakslag í upphafi tíunda áratugarins ekki átt að koma algerlega á óvart. En samdráttarskeið tíunda áratugarins á sér þó ugglaust fleiri skýringar. í upphafi níunda áratugarins varð tvíþætt bylting. Fullu frelsi í fjármálaviðskiptum var komið á meðal stórþjóðanna og gífurleg bylting varð í fjarskiptum, flutningum og tölvunotkun. Allt þetta samanlagt leiddi til gerbreyttra viðskiptahátta, stóraukinnar samkeppni og aukinna viðskipta milli þjóða. En atvinnuleysi hefur hægt og hægt vaxið um leið og hægði á hag vexti. By rði velferðarkerfanna sem komið var á fót á síðustu áratugum er sífellt að þyngjast, ekki síst vegna þess að þjóðirnar eru að eldast og vegna þeirra sem ekki hafa vinnu. Tíundi áratugurinn er tími niðurskurðar, sparnaðar, hagræðingar og harðrar samkeppni á milli fyrirtækja og milli þjóða. Þetta er auðvelt að skýra út með því að taka dæmi um japanska bíla. Þeir verða betri og betri með hverju árinu sem líður. Japanir halda þó áfram að bjóða bfla sína á lægra verði en framleiðendur í Evrópu eða Bandaríkjunum geta boðið þrátt fyrir gífurlega hækkun á gengi japanska jensins gagnvart dollara og Evrópumyntum. Japanir hafa náð þessum árangri með því að skera gengdarlaust niður kostnað við framleiðslu þannig að framleiðniaukning nemur tugum prósenta á hverjum fimm árum - og virðist ekki eiga sér efri mörk. Vesturlandabúar eiga einskis annars úrkosti en að svara í nákvæmlega sömu mynt og lækka kostnað við framleiðslu. En útgjöld hins opinbera halda áfram að aukast á meðan tekjur hækka lítið. Þannig fara rikishalli og opinberar skuldir vaxandi. Stjórnvöld eiga því ekki annarra kosta völ en bregða hnífnum á loft og skera niður velferðarkerfið. Gengisfelling íslensku krónunnar hinn 28. júní síðastliðinn Þannig hagar til í viðskiptalöndunum þegar Islendingar eru knúnir til að minnka þorskveiðiheimildir um ijórðung á milli veiðiáranna 1992 og 1993 í verndunarskyni. Síðustu tvö árin hefur verð á sjávarafurðum á erlendum markaði lækkað um nálægt 20%. Verulega herðir því að hag sjávarútvegsfyrirtækja en sum þeirra bjuggu við nauma eiginfjárstöðu og óarðbæran rekstur fyrir þessi áföll. Gengislækkun íslensku krónunnar þann 28. júní síðastliðinn. verður að meta í ljósi þessara aðstæðna. Hún er hluti af úrlausn í þröngri stöðu í efnahags- og þjóðfélagsmálum. Ef til vill mætti segja að hún hafi greitt fyrir því að ásættanlegt varð að minnka aflaheimildir eins og nauðsyn bar til. Gengislækkunin sjálf leysir ekki rekstrarvanda útflutningsfyrirtækja. Hann stafar af því að framleiðslu- kostnaður að meðtöldum fjármagnskostnaði er of hár í samanburði við tekjur. Um sjávarútvegsfyrirtæki okkar gilda ekki önnur lögmál en bflaframleiðendur í Þýskalandi. Til að lifa verða þau að skera niður kostnað. Og sjávarútvegsfyrirtæki hér eru ekki ein á þessum báti. Hið sama á við um öll önnur fyrirtæki. Tíundi áratugurinn er tími hagræðingar, sparnaðar í rekstri, nýrra og ódýrari lausna við framleiðslu - og lægri vaxta. V extir eru nú lægri en um langt skeið í flestum löndum nema á Islandi. Hér eru vextir með hæsta móti og auk víðtækrar verðtryggingar sem varla þekkist í nokkru öðru landi. Verðtrygging og endurskoðun hennar Á íslandi hefur ríkt verðtrygging á fjármálamarkaði síðan 1979. Öll rök fyrir verðtryggingu standa vissulega óbreytt enn. Skynsamlegt er þó að taka kerfi þetta til gagngerrar endurskoðunar nú vegna gerbreyttra efnahagslegra aðstæðna á Islandi og í nálægum löndum og tæknibreytinga sem orðið hafa síðan í upphafi verðtryggingarskeiðsins. Sá sem lánar fé tekur enga verðbólguáhættu þegar lán eru verðtryggð en ber fulla áhættu ef kemur til greiðsluþrots. Skynsamlegt kann að vera fyrir fjárfesta að taka í ríkari mæli hluta af verðbólguáhættu til að draga úr hættunni á því að lántaka takist ekki að standa í skilum. Markaðurinn mun þá laga sig að nýju stigi óverðtryggðra vaxta. Ekki er þar með sagt að vextir lækki frá því stigi sem verðtrygging felur í sér. Vextir yrðu hins vegar eðlilegri og í betra samræmi við vexti í öðrum löndum. Þar með væri full ábyrgð lögð á herðar stjórnenda peningamála í landinu að halda verðbólgu í skefjum til að vextir verði ekki himinháir - eða raunvextir úr hófi neikvæðir. Höfundur er framkvœmdastjóri Verðbréfamarkaðs Islandsbanka 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.