Vísbending


Vísbending - 07.10.1993, Page 3

Vísbending - 07.10.1993, Page 3
ISBENDING / Karlafyrirtæki á íslandi Fjöldi Heildsöluverslun 156 12% Bflaviðgerðir, bflasmíði, smurstöðvar o.þ.h. 60 4% Málmsmíði, málmvörugerð og vélsmiðjur 57 4% Bygging og viðgerð mannvirkja 57 4% Tóbaks- og sælgætisverslanir og söluturnar 57 4% Tækniþjónusta verkfr., arkitektar 49 4% Útgáfa bóka, blaða og annarra prentmuna 49 4% Rafmagnsvörur, rafmagnstæki og viðgcrðir 41 3% Þjónusta við atvinnurekstur 41 3% Annað 781 58% Samtals 1348 100% Heimild: Hagstofa íslands Athafnakonurnar Rúmlega helmingur kvenna sem skráðar era eigendur einkafyrirtækja á fslandi eru á aldrinum 32 til 51 árs. Þetta er ámóta og í Bandaríkjunum þar sem meðalaldur athafnakvenna er 46 ár. Yfirgnæfandi meirihluti þessara kvenna býr á höfuðborgarsvæðinu, eða um 78%, en á því svæði búa um 60% þjóðarinnar eins og kunnugt er. Langflestar konurnar hafa einhverja menntun umfram skyldu- nám og stór hluti kvennanna taldi að menntun þeirm hefði nýst vel við framtak. Rúmlega helmingur k vennanna notfærðu sér persónuleg sambönd til að fá aðstoð þegar þær réðust í stofnun eða kaup á fyrirtæki. Um helmingur fyrirtækja sem konurnar starfræktu var sjö ára eða yngri. Fæstar konurnar töldu sig hafa gert nákvæmar áætlanir áður en þær fóru út í rekstur, nema þá helst um fj ármagnsþörf, húsnæðisþörf og innkaup. Þær lögðu veralegan hluta stofnfjár fyrirtækisins fram sjálfar. Um helmingur kvennanna sóttu um bankalán og flestar þeirra töldu frekar auðvelt að fá lán. Samkvæmt upplýsingum þeirra var það þörfin á að vera sjálfs síns herra sem ýtti þeim út í framtak og skipti þá ekki máli á hvaða aldri þær voru. Það voru einkum yngstu konurnar, undir þrítugu, sem íoru út í framtak vegna þarfarinnar á að nýta ónýtt tækifæri. Af því mætti ætla að yngri konurnar séu opnari fyrir nýjum við- skiptatækifærum og séu tilbúnar að taka meiri áhættu en þær eldri. Einnig er athyglivert að fimmtungur kvennanna sem svöruðu töldu að þær hefðu fundið fyrir mótstöðu vegna kynferðis. Flestar þeirra voru ekki í hefðbundnum kvenna- greinum. Þetta gæti stafað af því að um leið og konur hætta sér inn á hefðbundið verksvið karla aukist andstreymið frá umhverfinu. í flestum tilfellum var and- streymið frá körlum í sömu greinum en stundum var andstreymi frá öðrum aðilum, svo sem öðrum konum og eldra fólki. Um helmingur kvennanna voru í föstu starfi áður en þær hófu sjálstæðan atvinnurekstur og alhyglivert er að rétt rúm 20% kvennanna voru heimavinnandi áður en framtak hófst. Þetta gæti stafað af því að þær konur sem eru heimavinnandi hafi rýmri tíma til að undirbúa sig fyrir framtak. Þágetureinnigver- ið skýring að erfitt sé fyrir þær að fara út á alntennan vinnumarkað með litla starfs- reynslu. Verkaskiptinga- þjóðfélagið Það er því greinilegt að hið aldagamla verkaskipt- ingarþjóðfélag er enn í fullu gildi hér á landi. Sá gamli tími þegar konur sinntu heimilisstörfum og hannyrðum í heimahúsum og karlarnir fengust við búskáp hefur tekið á sig nýja mynd. Núsinnakonuröðrum„mjúkum” störfumí snyrti- og fataiðnaði. Karlarnir sinna á hinn bóginn „hörðu” málunum, svo sem heildsöluverslun, viðgerðum ýmis konarog byggingu mannvirkja. Þó er ljóst að konurnar eru að sækja í sig veðrið hvað þetta varðar. Æ fleiri konur rífa sig upp frá fyrra starfi eða heimilis- störfunum og stofna sinn eigin rekstur. Það er góð þróun. Höfundur er viðskiptafrœðingur | Hlutverk stjórna fyrirtækja Þorkell Siguiiaugsson Eftirfarandi grein erunnin upp úrbók höfundar, Þekkingarþjóðfélagið: frá handafli til hugvits, sem koma mun út í nœsta mánuðL Höfundur hefur áður gefið út bókina Framtíðarsýn árið 1990. Umræða fer vaxandi um hlutverk stjórna í fyrirtækjum, sérstaklega eftir gjaldþrot Miklagarðs. Stjórnendur Miklagarðs kenndu tölvukerfum um það að þeir vissu ekki hve alvarleg staðan var. Mikligarður er líklega fyrsta dærni um gjaldþrot þar sem stjórnendurnir gefa þáskýringuað þekkingarleysi séskýring gjaldþrots. Það markar einnig tímamót að upplýsingakerfinu var kennt um. Líklega er skýringanna að leita í sinnuleysi stjórnenda, en við sambæri- legar aðstæður erlendis væri stjórn fyrirtækisins persónulega ábyrg fyrir því að hafa ekki lýsl fyrirtækið gjaldþrota löngu fyn'. Það er athyglisvert rann- sóknarefni hvort uin sé að kenna stjórn- leysi eðaforystuleysi þegarstórfyrirtæki og jafnvel heilar atvinnugreinar verða gjaldþrota. Ef einhverjir bera ábyrgð í þessum málum eru það fyrst og fremst sljórnvöld sem lánuðu fyrirtækjunum almannaféð sem glataðist. I sumum til- vikum, til dæmis þegar eigið fé er nei- kvætt og fyrirtæki rekið með tapi, bera lánastofnanir mikla ábyrgð. Verkefni stjórnar Æðsta vald í stjórnun fyrirtækis er í höndum stjórnar þess. Reyndar má segja að valdið sé fyrst og fremst í höndum eigenda en þeir kjósa sér stjórn sem fer með untboð þeirra á milli aðalfunda til að ráða málum fyrirtækisins. Vandi sumra fyrirtækja er þess eðlis að þau eiga nánast enga eigendur, eru munaðarlaus ef nota má þá samlíkingu. Oft er gerð ítarleg starfslýsing fyrir forstjóra og aðra starfsmenn fyrir- tækisins en allt of sjaldan er hugað að verkefnum stjórnar og hvernig hún starfar. Stjórn fyrirtækis á að setja sér starfsreglur, þar sem meðal annars er fjallað um ábyrgð stjórnarmanna, vinnu- brögð, fjölda funda og fleira. Stjórnin þarf að hugleiða og skilgreina hlutverk sitt, verkaskiptingu forstjóra og annarra æðstu yfirmanna fyrirtækisins annars vegar og stjórnannanna hins vegar. Stjórnarmenn fyrirtækjaeru ekki alltaf nægilega virkir. Hlutverk, ábyrgð og dagleg verkefni stjórnar, forstjóra og framkvæmdastjóraeru viðfangsefni sem gefa þarf meiri gaunt en gert er. Margir misskilja algerlega hlutverk stjórnar- manna. Annaðhvort eru þeir of virkir, og vilja hafa áhrif á daglegan rekstur, eða eru óvirkir og stjórnarfundir verða huggulegir kaffifundir, illa undirbúnir og íraun formsatriði. Launagreiðslurtil Stjórnarmanna endurspegla oft viðhorf manna til þess hvaða hlulverki þeir gegna. Ekki má vanmeta störf þeirra rnanna sem eiga að vera uppspretta þekkingar, stefnumörkunarog aðhalds í rekstri. Stjórnarlaun eiga að endurspegla árangur þeirra og raunverulega ábyrgð. ✓ Abyrgð stjórnar Ábyrgð stjórnarmanna er mikil. I þrengsta skilningi er hlutverk stjórnar að ráða forstjóra og veita honum lausn frá störfum. Flestir telja verkefnið mun víðtækara. Stjórnin þarf að hafa fram- tíðarsýn og á að skilgreina hlutverk félagsins á hverjum tíma, móta stefnu þess og höfuðmarkmið. Stjórnin á að fylgjast með starfsumhverfinu og að stjórnendur sinni sínu starfi og nái þeim markmiðum sem sett eru. Gagnvaifhverjumerþástjórninábyrg? Eðlilegt er að hún sé ábyrg gagnvart eigendum fyrirtækisins. En þá má spyrja hverjir séu eigendur. Hvernig verða tryggðir hagsmunir ólíkra hluthafa sem Itafa ýmist langtíma- eða skammtíma- sjónarmiðíhuga. Líklegamunueigendur fyrirtækja í framtíðinni gera meiri kröfur um rekstur og að skýrt verði fyrir hluthöfum hver stefna fyrirtækisins sé svo sem varðandi arðgreiðslu, stefnu- mörkun og markmið til skemmri og 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.