Vísbending


Vísbending - 17.02.1994, Qupperneq 1

Vísbending - 17.02.1994, Qupperneq 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 17. febrúar 1994 7. tbl. 12. árg. Hvernig er staðið að nýsköpun á íslandi? Ein frumforsenda þess að þjóðir haldi uppi hagvexti og velferð er sú, að sífellt sé leitað leiða til sköpunar nýrra tækifæra og betri nýtingar auðlinda. Efnislegar auðlindir eru takmarkaðar en mannauðurinn skapar hins vegar sífellt aukin sóknarfæri. Grundvöllur þeirrar hagsældar sem hinn vestræni heimurbýr nú við er fyrst og frernst afrakstur ný- sköpunarstarfs einstaklinga sem sáu sér hag í því að brjótast fram með nýjungar og nýta sér kosti markaðshagkerfisins tiljjess að koma þeim á framfæri. Islendingar hafa átt því láni að fagna að eiga gjöfular auðlindir, fallvötnin og fiskimiðin, sem lengi vel dugðu einar og sér lil að skapa og viðhalda efnahagslegri velferð hjá þjóðinni. Á síðustu árurn hefur þó orðið æ ljósara að sjávarauð- lindirnar einar og sér geta ekki staðið undir stöðugri hagvaxtaraukningu um- fram fólksfjölgun. 1 þessurn skilningi má segja að þjóðin standi nú á tímamótum. Litlu varið tilrannsóknar- ogþróunarstaifs Á því leikur enginn vafi að stærsta verkefnið fram- undan í íslensku efnahags- lífi er að skapa arðbær út- flutningstækifæri og mögu- leika á betri nýtingu náttúru- auðlindanna. Til þess að svo megi verða þarf að koma til öflugt nýsköpunar- starf í atvinnuiífinu með þátttöku allra aðila. Fram til þessa hefur of lítil áhersla verið lögð á rannsóknar- og þróunar- starf hér á landi og eru Is- lendingar eftirbátar flestra annarra ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hvaðþetta varðar. Einungis Portúgalar og Grikkir verja verulega minna hlutfalli af landsfram- leiðslunni til þessa starfs en við ef miðað er við „lítir lönd innan OECD, en meðal þeirra cru öll Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Á árinu 1990 vörðu íslendingar um 3,4 milljörðum króna, eðaríflega 1% af þjóðartekjum, til rannsóknar- og þróunar- starfa. Af þeirri upphæð lögðu opinberir aðilar l'ram um 80% en fyrirtæki einungis 20%. HinarNorðurlandaþjóðirnarvörðu á sama ári 2-3*/2% af þjóðartekjunum til þessa starfs og þar fjármagna fyrirtækin 55-60% þess. Hugsanlega liggja tvær skýringar hér einkum að baki. Annars vegar hafa gjöfular fiskauðlindir hér á landi, sem staðið hafa að mestu undir hagvexti, valdið því að ekki hefur verið lögð nægjanleg áhersla á að verja með mark- vissum hætti fjármunum til nýsköpunar- starfs. Á hinn bóginn eru íslensk fyrir- tæki mjög lítil í alþjóðlegum samanburði vegna smæðar hagkerfisins og geta þeirra til að takast á við fjárfrek nýsköpunar- verkefni sömuleiðis. Þetta er ekki síst vegna þess hve stutt er síðan hlutabréfa- markaður myndaðist hér á landi og þess að erlent áhættufjármagn hefur ekki átt greiða leið inn í landið. Hvað felst í nýsköpun? í nýsköpun felast í raun allar nýjungar í vöruþróun, framleiðsluaðferðum og markaðssetningu sem markaðurinn skynj- ar og viðurkennir með viðskiptum sínum. Hugtakið tekur þannig til fleiri þátta en einungis grunnrannsókna sem leiða af sér nýjungar. Innanfyrirtækjaíhinufrjálsamarkaðs- hagkerfi er í raun stöðugt unnið að ný- sköpun. Aðöðrumkosti myndu þau ekki lifa af samkeppni. Hugbúnaðarfyrirtæki sem svarar kröfum markaðarins urn ákveðna gerð hugbúnaðar hefur þar með unnið nýsköpunarstarf. Sarna á við um sjávarútvegsfyrirtæki sem þróar hag- kvæmari aðferðir í veiðurn og vinnslu. Norræn athugun á mikilvægi nýsköpunar Á árinu 1991 voru birtar niðurstöður norrænnar könnunar á því hvernig ný- sköpun erháttað innan fyrirtækja. Island sá sér ekki fært að taka þátt í henni vegna mannaflaskorts en Rannsóknarráð ríkis- ins gerði síðar sambærilega athugun hér á landi. 1 töllunni eru niðurstöðurnar birtar. Kannanirnar staðfesta ntikilvægi nýsköpunar í rekstri fyrirtækja á Norður- löndunum. Við samanburð áNorðurlanda- þjóðunum kemur í ljós að Islendingar skera sig að nokkru leyti úr. Fyrirtæki hér á landi virðast leggja litla áherslu á samvinnu við háskóla og rannsóknar- stofnanir og telja meginuppsprettu ný- sköpunarhugmynda vera hjá stjórnend- um fyrirtækja fremur en hjá rannsóknar- ogþróunardeildum innan þeirra. Þátelja íslensk fyrirtæki að skortur á áhættufé standi fremur í vegi fyrir nýsköpunar- starfi en áhættan sjálf. Stuðningsaðgerðir stjórn- valda Víðast hvar í samkeppnislöndunum er stuðningur við nýsköpun hluti af atvinnu- stefnu stjórnvalda. I fyrsta lagi hafa stjórnvöld veitt áhættufé eða beinum styrkjum til fyrirtækja og atvinnugreina, annaðhvortíformi peningaeðaívilnana. I annan stað hefur verið beitt almennum aðgerðum sem fela t.a.m. í sér rann- sóknar- og þróunarstarf ýmiskonar á vegum hins opinbera, kynningarstarf, mótun atvinnustefnu og sköpun góðra, almennra samkeppnisskilyrða (t.d. með því að viðhalda stöðugleika í gengi og verðlagi). Margar þjóðir hafa tekið stefnu sína í • Nýsköpun • Islenskt, já takk? • Gengisþróunin ----------------------------------------------- Uppspretta hugmynda að nýsköpun og hindranir Tölur í % fsl. Sví. Nor. Dan. Fin. Uppsprctta: Yfirstjóm 81 60 51 62 61 Rannsóknir innanli. 53 70 62 55 69 Markaðsstarf 48 61 54 41 70 Viðskiptavinir 46 26 57 54 88 Önnur fyrirtæki 11 41 20 25 35 Háskólar 2 24 19 13 24 Ranns. og þróunarstofn. 5 26 14 12 Hindranir: Áhætta 17 48 52 59 51 Skortur á áhættufé 43 22 38 36 35 Skortur á hæfu starfsf. 21 27 32 35 46 Skortur á mark.upplýs. 58 27 38 36 Löggjöf 11 22 9 9 23 Heimild: Nýsköpunarnel'nd.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.