Vísbending


Vísbending - 07.04.1994, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.04.1994, Blaðsíða 2
ISBENDING hlut verulega ef miðað er við að hlut- fallið var um 37% fyrir einungis fimm árum síðan. Þessi þróun kann að lýsa þeirri staðreynd að Olís hefur farið mun hægar í fjárfestingar en hin félögin. A síðustu tveimurárum hefur félagið varið samtals um230 millj- ónum króna til kaupa á varanlegum rekstr- arfjármunum, semer nflegahelmingi lægri upphæð en hjá hin- um félögunum sem hafa fjárfest fyrir um hálfan milljarð króna hvort um sig á þessu tímabili. Afþessum sökum skilar hver króna sem bundin er í aðstöðu og dreifi- kerfi Olís mun meiri tekjum en hjáhinum. Þetta ætti að gefa Olís möguieika á meiri arðsemi eigin- fjár en hjá hinum félögunum þegar til lengri tíma er litið, svo fremi þessi stefna sé ekki á kostnað eðlilegrar endurnýjunar í starfseminni. Fjárfestingar hinna félaganna í glæsi- legum stöðvum víða um land á síðustu árum virðastekki hafa skilað sérí aukinni framlegð og markaðshlutdeild enn sem komið er, en skipting bensínsölu hefur haldist mjög svipuð milli félaganna. Olíufélögin áhlutabréfa- markaði Ávöxtun á hlutabréfum í olíufélögunum var með nokkuð mismunandi hætti á síðasta ári. Arðsemi bréfa í Olíufél- aginu var langmest eða um 20% að raungildi og hefur þá verið tekið tillit til útgreidds arðs og jöfnunarhluta- bréfa. Hlutabréf í Skeljungi skiluðu 3% ávöxtun og arðsemi bréfa í Olís var neikvæð um 3%. Olís-bréfin hafa jafnan verið sveiflukenndari en bréf hinna félaganna þar sem fyrirtækið hefur ekki þann trygga hluthafahóp sem fylgt hefur hinum. Skeljungur hefur haft hæsta V/H-hlutfall (verð/ hagnaður) olíufélaganna síðustu ár. I fyrra var hlutfallið 21 samanborið við 16 hjá Olíufélaginu og 15 hjá Olís. Þetta getur verið vísbending um að hlutabréf í Skeljungi séu fremur „dýr“ ef miðað er við hin félögin (reynsla undanfarinna ára sýnir að hagnaðarvon þessara fyrirtækja er mjög svipuð hlutfallslega). Þó ber að hafa íhuga að túlkun á þessu er ýmsum takmörkunum háð. Ef miðað er við svokallað Q- hlutfall, sem er hlutfallið milli mark- aðsverðmætis hlutabréfa fyrirtækis og eiginfjárþess, kemuríljós aðhlutabréf í Olíufélaginu eru „dýrust“ um þessar mundir og bréf í Olís „ódýrust“. Þetta hlutfall gefur að mörgu leyti raunhæfari samanburð milli félaganna þar sem það miðast ekki einungis við hagnað eins árs heldur tekur tillit til raunverulegs, uppsafnaðs virðis fyrirtækjanna. Q- hlutfall Olíufélagsins er um 0,88 samanborið við 0,78 hjá Skeljungi og 0,73 hjá Olís. Hluthafar í Olíufélaginu bæru samkvæmt því minnst úr býtum ef félagið yrði leyst upp í dag. Sú staðreynd að hlutfallið er vel undir 1 í öllum félögunum getur gefið til kynna að markaðurinn vanmeti olíufélögin að einhverju leyti þar sem það táknar að eiginfé þeirra fæst á „afsláttarkjörum". Ekki er óalgengt að Q-hlutfallið sé vel yfir einum á hlutabréfamörkuðum í nágrannalöndunum. Mun samkeppni aukast? Nokkur umræða hefur orðið um samkeppni í olíusölu hér á landi að undanförnu. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um flutningsjöfnunarsjóð, en sjóðurinn hefur það að markmiði að jafna verð á olíu og bensíni á landinu öllu. Olíu- félögin greiða í sjóðinn ákveðið gjald af hverjum lítra eldsneytis en fá síðan greitt til baka til samræmis við þann kostnað sem þau verða fyrir vegna flutninga úti á landi. Til stóð að afnema flutningsjöfnunina en eftir umræðu þingnefnda um málið varð ljóst að sú breyting yrði ekki samþykkt. í frumvarpinu, sem lagt er fram af við- skiptaráðherra, felast engar grund- vallarbreytingar á núverandi fyrir- komulagi heldur er þar einungis gert ráð fyrir einföldun á flutningsjöfnunar- kerfinu. Lögin um flutningsjöfnunarsjóðinn hafa af mörgum verið talin ein helsta hindrunin fyrir virkri samkeppni milli olíufélaganna. Eins og staðan er í dag geta t.a.m. stórir aðilar, einkum í sjávar- útvegi, ekki boðið út olíukaup sín á grundvelli verðs þar sem olíufélögin mega ekki bjóða þeim lægra verð en aðrir greiða. Sjávarútvegurinn myndi án efa koma best út úr afnámi verð- jöfnunarinnar, bæði vegna aukinnar samkeppni og einnig vegna þess að hann greiðir nú töluverðan hluta af verðjöfnun ábensíni og olíu til annarra. Það væri líklega mun ábatasamara fyrir sjávarútveginn í heild að beita sér fyrir breytingum á þessu heldur en að koma sér upp eigin olíudreifingarkerfi eins og LIU hefur nýlega kynnt hugmyndir um. Olíufélagið fékk greiddar um 60 milljónir nettó úr sjóðnum á síðasta ári. Skeljungur greiddi hins vegar um 33 milljónir króna í sjóðinn og Olís var u.þ.b. á sléttu. Ástæðan fyrir þessu er sú að viðskipti Olíufélagsins við lands- byggðina eru mun meiri en hinna félaganna. Flutningsjöfnunarkerfið hefur því bein áhrif á afkomu félag- anna. Þetta verður að hafa í huga þegar litið er til raunverulegs árangurs í rekstri þeirra á síðasta ári. Súbreytingsemgerðvaráárinu 1992 þegar innflutningur á olíuvörum og verðlagning á þeim var gefin frjáls að því marki sem lögin um flutnings- jöfnunarsjóðinn leyfa hefur ekki leitt til þeirrar samkeppnisaukningar og hagræðingarsem vonir stóðu til. Verð- mismunur á eldsneyti milli olíufél- aganna hefur haldist lítill og aukin samkeppni hefur einkum birst í þjónustu þeirra og verslun með smá- vörur ýmiskonar sem sjoppur og mat- vöruverslanir sinntu lengi vel ein- göngu. Á ýmsan hátt virðist sem olíu- félögin hafi reynt að bæta samkeppnis- ímyndina með þessu og látið líta svo út gagn vart neytendum að hart sé barist. Eins og afkoma félaganna er í dag er þó ekki líklegt að þau muni sjá sér hag í því að berjast mjög harkalega í sölu á olíu og bensíni. Að öðru óbreyttu rná því búast við svipaðri þróun á olíu- markaðinum á næstunni og verið hefur. ------------♦----♦----♦------- 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.