Vísbending


Vísbending - 30.06.1995, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.06.1995, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 30. iúní 1995 24. tbl. 13. árg. Lorens-kúrfan. Efsta línan (svört) á myndinni er skálína sem samsvarar jafnri tekjudreifingu. Dreiflng heildartekna fyrir skattlagningu kemur fram í þriðju línu (svört). Dreifing tekna að frádregnum sköttum kemur fram í annarri línu (rauð) og dreifing 0 10 2 0 3 0 4 0 50 6 0 70 8 0 9 0 100 % Tekjuskattar og tekju- dreifing Lúðvík Elíasson Menn geta deilt um hvort ríkinu beri að hafa áhrif á tekjudreifingu þegnanna. En slík áhrif eru þó óhjákvæmileg ef ríkið sinnir velferðarmálum eða fæst við verkefni sem einkafyrirtæki hafaekki bolmagn til. Til þessa þarf að afla tekna og það hefur óumflýjanlega áhrif á tekjudreifingu. Hvaða tekjur? Til þess að greina áhrif skatta á tekjudreifingu þarf að skilgreina tekju- hugtakið eins vítt og unnt er. Einnig þarf mælikvarða til að bera saman dreifinguna fyrir og eftir skatta. Skattlagningin sjálf hefur þó áhrif á hegðan og vinnuframlag fólks og því verða áhrif hennar aldrei metin nákvæmlega. Hér verður því aðeins litið á bein áhrif skattlagningar á tekjur einstaklinga. Stuðst er við upplýsingar frá ríkisskattstjóra, unnar upp úr skattframtölum einstaklinga vegna tekna á árinu 1993. Ekki er gerð tilraun til að meta aðrar tekjur en þær sem eru taldar fram. Einblínt er á skattlagningu en ekki bætur. Hér er því aðeins verið að skoða til hverra ríkið sækir tekjur með skattlagningu og hvernig sú álagning dreifist á þegnana. Skattlagning heildartekna Með skattlagningu teknamáhafaáhrif á dreifingu tekna með þrennum hætti; með því að hluti teknanna sé undan- skilinn skattlagningu (frítekjumark), þá með misjafnri skattlagningu (t. d. með skattþrepum) og loks með skattafsláttum. Það sem hérerkallað heildartekjur eru allar tekjur sem koma fram í skattfram- tölum. að meðtöldum greiðslum vegna ökutækja og dagpeninga, en að frá- dregnum kostnaði á móti ökutækjastyrk ogdagpeningum.Þessarheildartekjureru skattskyldar að vaxtatekjum einum undanskildum. Síðan erheimilt að draga ýmsa liði frá skattskyldum tekjum, s.s. arð af hlutabréfum upp að vissu marki, hluta af fjárfestingu í atvinnurekstri og l'leira. Eftir þennan frádrátt er skatt- stofninnfenginn. Skattstiginn erítveimur þrepum. Skatthlutfall (tekjuskattur og úts var) er 41,93 % á tekj ur upp að um það bil 2,5 milljónum hjá hverjum einstak- lingi (5 milljónum hjá hjónum), en á tekjur þar yfir leggjast 5% til viðbótar. Skattaafsláttur samanstendur af þremur liðum: persónuafslætti, sjómannaafslætti og afslætti vegna innleggs á húsnæðis- sparnaðarreikninga. Áhrif skattlagningar Áhrif skattlagningar á dreifingu tekna verða með tvennum hætti. Annars vegar er munur á heildartekj um og á tekj u skatts- stofni, og hins vegar í gegnum skattþrep og afslætti. Til að meta áhrif skatt- lagningar á tekjur hjóna er teiknuð mynd þar sem hlutfall hjóna er sýnt á lárétta ásnum oghlutfallteknaálóðrétta ásnum. Ef öll hjón hefðu sömu tekjur, þ. e. ef tekjudreifingin værijöfn, fengist skálína milli hornpunkta á myndinni vegna þess að 10% hjónanna hefðu 10% teknanna og 20% hjónanna hefðu 20% teknanna og svo framvegis. Þar sem hjónum er raðað eftir vaxandi tekjum fæst lína sem liggur undir skálínunni. (10% með lægstu tekjurnar hafa innan við 10% af tekjunum.) Þetta er s. k. Lorens-kúrfa. Hlutfall framteljenda er lesið af lárétta ásnum og hlutfall teknaaf lóðrétta ásnum. Afmyndinni mátil dæmislesaað 60% tekjulægstu hjónanna hafa 41 % heildar- tekna. Þau borga 24% tekjuskattaog hlut- deild þeirra ítekjumeftirskatt er45%. Á sama hátt sést að 40% tekjuhæstu hjónanna hafa 59% heildartekna, en þau greiða 76% tekjuskatta þannig að hlut- deild þeirra í tekjum eftir skatt verður 55%. Úrslit í greinasam- keppni Vísbendingar Vísbending hefur nú annað árið í röð gengist fyrir greinasamkeppni meðal háskólanema. Skilafresturrann út l.júní og nú hafa úrslit verið ráðin. Fimm manna dómnefndákvaðaðenginfyrstu verðlaun skyldu veitt að þessu sinni, en hins vegar voru veitt þrenn þriðju verðlaun. En keppnin fór svo: 2. verðlaun. Tekjuskattur og tekjudreifing. Höfundur: Lúðvík Elíasson 3. verðlaun. Reglur uin yfirtöku hlutafélaga Höfundur: Stefán H. Stefánsson Markaður og miðstýring Höfundur: Gauti B. Eggertsson Hagkvæmni og heilbrigðiskerfi Höfundur: Gauti B. Eggertsson Þrjár af þessum greinum birtast í y Vfsbendingu f dag.______________J • Tekjuálirif skattlagningar • Markaður og miðstýring • Reglur um yfirtöku félaga

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.