Vísbending


Vísbending - 29.09.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.09.1995, Blaðsíða 4
V ISBENDING \ Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.438 09.95 Verðtryggð bankalán 8,9% 01.09 Óverðtr. bankalán 11,9% 01.09 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 6,04% 26.09 Spariskírteini, kaup(5-ára)5,93% 26.09 M3 (12 mán. breyting) 3,30% 08.95 Þingvísitala hlutabréfa 1.245 26.09 Fyrir viku 1.254 Fyrir ári 965 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 174,1 09.95 Verðbólga- 3 mán. 4,2% 09.95 -ár 1,8% 09.95 Framfvís.-spá 174,8 01.10 (Fors.: Gengi helst 175,3 01.11 innan ±6% marka) 175,8 01.12 Launavfsitala 140,1 08.95 Árshækkun- 3 mán. 4,8% 08.95 -ár 9,0% 08.95 Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95 -ár 3,5% 07.95 Skorturá vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 4,3% 08.95 fyrir ári 3,5% Velta mars-apríl ’95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 114 5,20% VSK samt. 7.3 -1,70% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 107,4 01.09 Mánaðar breyting 1,8% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.768 26.09 Mánaðar breyting -7,6% Kísiljárn(75%)(USD/tonn) 977 01.06 Mánaðar breyting 10% Sink (USD/tonn) 1.007 26.09 Mánaðar breyting -3,7% Kvótamarkaður, 23.09 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 79 460 fyrir mánuði 73 460 Ýsa 8 100 fyrir mánuði 6 100 Karfi 25 110 fyrir mánuði 26 110 Rækja 75 320 ^ fyrir mánuði 75 320) Vísbending vikunnar Hlutabréf í íslandsbanka hafa verið að seljast á gengi frá 1,15 til 1,20 að undanförnu. Um síðustu áramót var sölugengi í bankanum mjög nálægt innra virði eða 1,22 meðan innra virði var 1,20. Ef reiknað er með 600 milljóna hagnaði á rekstri bankans á árinu þá verður innra virði í árslok 1,35. Því virðast hlutabréf í bankanum vera vœn- legur kostur um þessar mundir. Gengi hlutabréfa er líklega ekki hærra en raun ber vitni vegna þess að sögur ganga um að stórir hiuthafar gætu hugsað sér að selja. Þetta þarf ekki að þýða verri ávöxtun til lengri tíma litið því sterkur, ^riýr aðili getur styrkt bankann.__ mælingu við. Þarna skilur á milli hinna tveggja mælikvarða. Hætt er við að hið fj árhagslega örorku- mat dragi úr vilja þeirra sem slasast til þess aðbjargasér. Hugsumokkuraðtveir menn verði fyrireins áverka, læknisfræði- lega séð. Annar þeirra harkar af sér og starfar áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hinn kveinkar sér og getur ekki unnið. Þá er líklegt að hinn fyrri fái litlar sem engar bætur fyrir varanlegt tekjutap en hinn stóra fúlgu. Þetta er kannski ekki ósanngjarnt í sjálfu sér. En ekki er víst að það sé heppilegt fyrir þjóðfélagið, eða einstaklingana. Síst mun það draga úr bótagreiðslum eða lækka iðgjöld trygginga. Mér sýnist það vera aðalreglan að fjár- hagslegt tap af völdum slysa sé óbeint tap og illgerlegt að mæla það einstaklingsbundið. Oftast nær halda menn starfi sínu þrátt fyrir slys en sleppa frekar öðru, eins og heimastörfum, fé- lagsstörfum, símenntun o.þ.h., sem gæti gefið tekjur síðar. Slysið dregur almennt úr athafnasemi. Oft er eitthvað á þessa leið haft eftir mönnum í skýrslum lækna, t.d.eftir hálshnykk: „Eg er alveg búinn að vera þegar ég kem heim úr vinnunni og verð að leggjast fyrir.“ Stundum telja læknar að hætt sé við slitbrey tingum síðar og hinn slasaði verði e.t.v. að draga úr starfi eða hætta því fyrr en ella. Ekkert virðist benda til að slíkt óbeint tap sé hlutfall af tekjum hinna slösuðu, eins og þær voru fyrir slys, og því mæli ég með því sem aðalreglu að farið sé eftir áverka- mati og bætur staðlaðar. Gamla kerfið var ekki vont af því að þaðbyggði álæknisfræðilegu örorkumati (áverkamati). En örorkumatið var ekki notað á réttan hátt. Það átti ekki að beita því línulega eins og gert var heldur stig- hækkandi, líkt því sem lengi hefur verið í umsömdum slysatryggingum launþega og nú er gert í 8. gr. skaðabótalaganna. Þessu reyndi ég að koma á framfæri í grein í Tímariti lögfrœðinga árið 1984, en fékk engar undirtektir. Annar galli var sá að bætur fóru alltaf eftir tekjum. Rétt- ara hefði verið að staðla bætur, en heimila frávik þegar sérstaklega stóð á. Þá hefði ekki hallað á konur. Höfundur er tryggingastærðfræðingur ------,----«----,------ Enn um lífeyrissjóði I 35. tbl. Vísbendingar birtist sundurliðuð talla um eignir lífeyrissjóðanna. Vekja ber athygli á því að hjá Lífeyrissjóði verkfrœðinga voru 30,5% eigna í ríkistryggðum bréfum um síðustu áramót, 1,2% í bankabréfum og 19,9% í öðrum verðbréfum (hvorki sjóðfélagabréfum né hlutabréfum). Lesendur eru beðnir að leiðrétta þetta í eintökum sínum. ( Aðrir sálmar ^ Frjáls verslun Miðvikudaginn 27. september til- kynntu Fróði hf. og Talnakönnun hf að fy rrnefnda fyrirtækið hefði selt þ ví síðar- nefnda tímaritið Frjálsa verslun frá og með næstu áramótum. Frjáls verslun er elsta starfandi blað um viðskipti hér á landi og var lengi eina blaðið á þessu sviði á Islandi. Blaðið var stofnað árið 1939 og hefur komið út nær óslitið síðan. Það hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í umfjöllun um viðskiptalífið, til dæmis lista um 100 stærstu fyrirtækin hér á landi og vali á manni ársins. Les- endakannanir sýna að blaðið er mikið lesið af fólki í viðskiptalífinu og víðar. Með þessum kaupum er Talnakönnun að stíga inn á nýtt svið í útgáfu rita um viðskipti og efnahagsmál. Ritið íslenskt atvinnulíf sem geymir upplýsingar um helstu fyrirtæki landsins, hefur komið út frá árinu 1988. Árið 1993 keypti Talna- könnun Vísbendingu af Kaupþingi hf. Bæði ritin eru nú gefin út með hagnaði og er velta þeirra samtals nálægt 15 milljónum króna. Frjáls verslun mun áfram leggja mikla áherslu á vandaðar fréttir úr viðskipta- lífinu og umfjöllun um þá þætti sem efst eru ábaugi hérlendis semytra. Jafnframt verður efni blaðsins breikkað nokkuð. Áhersla verður lögð á frísklegt og fróðlegt blað. Of snemmt er að segja frá því í smáatriðum í hverj u breytingamar munu felast, en óhætt er að fullyrða að blaðið muni höfða til enn stærri lesendahóps í framtíðinni.Blaðið hefur alltaf verið vinsæll auglýsingamiðill og átak verður gert til þess að aukaútbreiðslu þess meðal fyrirtækja og einstaklinga enn meira. Aðdragandinn að kaupunum er nokkur en viðræður hófust þegar forráðamenn fyrirtækjanna hittust fyrir nokkrum mánuðum. Mjög góð samvinna hefur tekist milli Fróða og Talnakönnunar um eigendaskiptin og mun Fróði veita að- stoð við útgáfuna fyrst í stað. Magnúsi Hreggviðssyni, stjórnarformanni Fróða hf., er þökkuð rnjög góð samvinna. Jón G. Hauksson sem hefur verið ritstjóri Frjálsrar verslunar mun gegna því starfi áfram. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á út- gáfu Vísbendingar en lesendur hennar ættu að tryggja sér eintak af janúarhefti Frjálsrar verslunar 1996. Það mun vekja \athygli og umtal.___________________ Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvfk. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Málfarsráðgjöf: Málvfsindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent- Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.