Vísbending


Vísbending - 26.10.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.10.1995, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.438 10.95 Verðtryggð bankalán 8,9% 01.10 Óverðtr. bankalán 11,9% 01.10 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,95% 16.10 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,88% 16.10 M3 (12 mán. breyting) 3,30% 08.95 Þingvísitala hlutabréfa 1.280 24.10 Fyrir viku 1.270 Fyrir ári 1.009 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 174,9 10.95 Verðbólga- 3 mán. 5,0% 10.95 -ár 2,4% 10.95 Vísit. neyslu - spá 175,3 01.11 (Fors.: Gengi helst 175,8 01.12 innan ±6% marka) 176,1 01.01 Launavísitala 140,3 08.95 Árshækkun- 3 mán. 4,8% 08.95 -ár 9,0% 08.95 Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95 -ár 3,5% 07.95 Skorturá vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 3,6% 09.95 fyrir ári 3,3% Velta maí-júní ’95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 128 8,5% VSK samt. 7.3 0,3% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávaraf u rða 107,4 01.09 Mánaðar breyting 1,8% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.626 24.10 Mánaðar breyting -8,2% Kísiljárn (75%)(USD/tonn) 979 09.95 Mánaðar breyting 0,2% Sink (USD/tonn) 955 24.10 Mánaðar breyting 5,2% Kvótamarkaður, 20.10 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 93 460 fyrir mánuði 79 460 Ýsa 8 110 fyrir mánuði 8 100 Karfi 34 160 fyrir mánuði 25 110 Rækja 75 320 fyrir mánuði 75 320j Vísbending vikunnar Verkalýðsforingjar brýna nú kutana og láta ófriðlega vegna óánægju með þróun launamála. Líklegt er að þeir muni knýj a fram vinnudeilur, hvort sem samningar eru lausir eða ekki. Verði svo, hækka laun eflaust enn meira en samningar segja til um. Það er allnokkuð fyrir. Verðbólgan vex þá líklega á ný og fjárfestar œttu að forðast óverðtryggð bréf meðan óvissa ríkir. Lántakendur skyldu einnig forðast áhættu af því að vextir af óverð- tryggðum bréfum hækki umfram það sem eðlilegt er. Ástandið nú sýnir hve hagkvæm verðtrygging getur verið báðum aðilum á óvissutímum. V___________________________________) Um frelsi launafólks Garðcir Vilhjálmsson í 38.tbl. Vísbendingar er fjallað um „frelsi fólks til þess að semjaum kaup og kjör án hafta“ undiryfirskriftinniL'óttí'ð eða fjármagniðl Afstaða Vísbendingar byggir á þeirri grundvallarhugmynd frjálshyggjunnar að með sem meslu frelsi til viðskipta manna á milli megi ná jafnvægi sem þjóðfélagsþegnargeti sætt sig við. Hug- myndin lítur vel út á blaði og gengur fullkomlega upp ef undan er skilið ör- lítið smáatriði - raunveruleikinn. Frjáls- hyggjan er þannig einföld og aðlaðandi þar til kemur að raunveruleikanum. Á vinnumarkaði eru launamenn ekki í sömu aðstöðu og atvinnurekendur til að semja um kaup og kjör. Atvinnurek- endur hafa mun meiri upplýsingar og upplýsingareru völd. Atvinnurekandinn hefur einfalda og skýra hagsmuni en launamenn eru dreifðir og þegar atvinnu- ástand ereins og nú erhefurlaunamaður enga samningsaðstöðu. Mótrök frjáls- hyggjunnar væru hér líklega þau að ef Iaun lækkuðu nægjanlega myndi eftir- spurn eftir vinnuafli aukast og þannig skapaðist betri samningsaðstaða fyrir hinn almenna launamann. Setjum sem svo, rökfræðinnar vegna, að verkalýðs- félög drægju sig út úr samningum og létu „hinum frjálsa markaði“ eftir að ákveða „markaðslaun" og laun yrðu „sveigjanleg". Eflaust myndu atvinnu- rekendur sjá sér hag í að ráða fleiri til vinnu, en hverskonar hagkerfi skilaði slíkur vinnumarkaður? Vegna aðhalds- leysis hyrfi hvati fyrirtækja til nýjunga og hagkvæmni yrði drepin, eftirspurn á heimamarkaði yrði minni sem drægi úr getu fyrirtækja til nýsköpunar. Áhersla á hugvit og starfsmenntun yrði engin þar sem hægt væri að lækka launin þegar drægi úr verðmætasköpun. Verið væri að búa til spíral niðurávið, til eymdar og þriðjaheims hagkerfis. Launamenn átta sig á kostum mark- aðarins til þess að reka hagkerfi þjóða. Verkalýðshreyfingin er valddreifð og getur tekið tillit til markaðsaðstæðna í hverri atvinnugrein og jafnvel í ein- stökum fyrirtækjum við samninga um kaup og kjör. Hins vegar eru vinnu- veitendur miðstýrðir og koma þannig í veg fyrir að gerðir séu samningar um kaup og kjör án samþykkis samtaka sinna. Taka má undir það með Vís- bendingu að tímabært sé að fólk fái að semja urn kaup og kjör án hafta. En þá skulu launamenn og atvinnurekendur vera jafnvígir við samningsborðið. Því ná launamenn aðeins með samstöðu og sterkri verkalýðshreyfingu sér að baki. Höf. er stjórnmálafr. og skrifstofu- stj. Iðju, félags verksmiðjufólks r Aðrir sálmar ^ Áfram stelpur, áfram! Á undanförnum árum hefur bein þátt- takakvenna í stjómun aukist, bæði innan fyrirtækj a, stofnana og á vettvangi stjóm- málanna og er það vel. Konur hafa lengi vel haldið sig við „mjúkmál" sem erþað mörgum sameiginlegt að þeim fylgja mikil útgjöld og litlar tekjur. Meðan konur voru lítt eða ekki við stjórnvölinn voru þær oft í hlutverki gagnrýnandans, fundvísar á margt sem betur mætti fara og óragar við að segja sína skoðun. Þau forréttindi fylgja hins vegar því að vera fjarri valdastólum að ábyrgðin er engin. Állan vanda má leysa án þess að mikil- vægt sé að marka leiðirnar. Þegar konur komast svo í hlutverk stjórnandans fá þær oftast sína hveiti- brauðsdaga eins og aðrir leiðtogar, en það kemur að því að þær þurfa að taka á hinum ýmsu málaflokkum og lenda þá fljótlega í málamiðlunum. Eins og aðrir stjórnendur rekasl þær á þann dapurlega raunveruleika að oftast verður staða eins ekki bætt nema taka af öðrum. Við upphaf svonefnds kvennaáratugar fyrir rétturn 20 árum létu konur eftir sér taka svo um munaði. Þær lögðu niður störf heima og á vinnustöðum. Karlar máttu sjá um öll þeirra verk einn dag og reyndin varð sú að fátt af því var gert nema það sem allra nauðsynlegast var. I lok kvennaáratugarins endurlóku konur svo leikinn, en sjarminn sem varyfirfyrri deginum varhorfinn. Margiróttuðust að konur myndu þaðan í frá velja þá leið á tíu ára fresti að taka sér frí og lelja verk- fall þannig verðugustu áminninguna um mikilvægi kvenna. Sem betur fer hafa konur séð að verðugra er að minna á sig með verkum en verkfalli. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur tekið ánægjulega stefnu á sviði sem áður var talið karlamál öðrum fremur. Sameigin- legu fyrirtæki Reykjavíkur og ríkisins, SKÝRR, hefur verið breytt í hlutafélag og borgarstjóri hefur lýst því y fir að hlutur borgarinnar verði seldur. Jafnframt lýsli hann því yfir að Reykjavíkurborg bæri að stefna að því að selja sinn hlut í Lands- virkjun. Þetta er góð stefna og hlýlur að verða fyrsta skref í átt að einkavæðingu fyrirtækisins því ríkið hefur hvorki áhuga né getu til þess að kaupa. Það var vel við hæfi að borgarstjóri tæki frumkvæði í þessu máli á afmæli kvennafrídagsins. V________________________________J Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.