Vísbending


Vísbending - 23.11.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.11.1995, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.453 11.95 Verðtryggð bankalán 8,8% 01.11 Óverðtr. bankalán 11,8% 01.11 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,65% 20.11 Spariskírteini, kaup(5-ára)5,63% 20.11 M3 (12 mán. breyting) 3,30% 08.95 Þingvísitala hlutabréfa 1.342 21.11 Fyrir viku 1.341 Fyrir ári 1.015 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 174,3 11.95 Verðbólga- 3 mán. 1,9% 11.95 -ár 2,1% 11.95 Vísit. neyslu - spá 174,8 01.12 (Fors.: Gengi helst 175,2 01.01 innan ±6% marka) 176,3 01.02 Launavísitala 141,2 10.95 Árshækkun- 3 mán. 4,4% 10.95 -ár 5,7% 10.95 Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95 -ár 3,5% 07.95 Skorturá vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 4,0% 10.95 fyrir ári 3,4% Velta maí-júní ’95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 128 8,5% VSK samt. 7.3 0,3% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 108,0 01.10 Mánaðarbreyting 0,6% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.642 21.11 Mánaðar breyting 1,0% Kísiljárn (75%)(USD/tonn) 979 09.95 Mánaðar breyting 0,2% Sink (USD/tonn) 1.033 21.11 Mánaðar breyting 8,2% Kvótamarkaður, 18.11 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 92 460 fyrir mánuði 93 460 Ýsa 8 110 fyrir mánuði 8 100 Karfi 34,5 160 fyrir mánuði 30 110 Rækja 75 320 fyrir mánuði 75 320J Vísbending vikunnar Þeir sem hafa trú á því að fjármagns- tekjuskattur verði lagður á í samræmi við lillögur sem fram eru komnar um flalan 10% skatt á allar fjárfestingar ættu að huga að því að auka hluta- bréfakaup. Hlutabréf í vel reknum fyrirtækjum gefa til lengri tíma mun betri arð en vextir af skuldabréfum. Þeir hafa hins vegar verið skattfrjálsir fram til þessa meðan arður af hluta- bréfum og söluhagnaður hefur verið skattlagður um 42% hjá þeim sem komnir eru umfram skattfrelsismörk. Sé gert ráð fyrir því að eignarskaltur verði einnig lagfærðurþannig aðjafn- vægi verði milli eignaformaþá munu hlulabréf vafalaust hækka í verði. Vöruskipta- jöfnuður: Japanir halda okkur uppi! Á fyrstu álta mánuðum yfirstandandi árs var vöruskiptajöfnuðurhagstæður líkl og árið á undan, en bilið minnkar þó milli inn- og útflutnings. Lengstum hefur inn- flutningur verið svo rnikill að jafnvel í góðum árum stenst útflutningur ekki samjöfnuð við hann. Ástæður fyrir þessum umskiptum eru fyrst og fremst þrjár: Kaupgeta almennings er slök, fjár- festing er lítil í atvinnulífinu og verð á útflutningsafurðum er gott. Nú þegar stækkun álvers er hafin er ljóst að fjárfestingar aukast mikið og það eitt nægir til þess að draga innflutning afturfram úrútflutningi. En aðdrættirað álverinu framan af árinu 1995 eru reyndar sá þáttur innflutnings sem mest hækkar effráerskilinnbílainnflutningur,enhann jókst um þriðjung. Fyrirsjáanlegt er að hann aukist enn meira á næsta ári. Lík- legt er að sama máli gegni um aðra neysluvöru. Þess vegna eru allar líkur á því að innflutningur muni aukast mikið árið 1996. Um útflutninginn er erfiðara að spá. Verð á sjávarafurðum hefur verið hag- stætt á flestum mörkuðum og með Smuguveiðum hefur alli verið meiri en ef eingöngu væri róið á heimamið. Sí- felldar fréttir af samningaviðræðum við Norðmenn, sem reyndar ganga lítið, benda þó til þess að ef semst þá verði það urn mun minni afla en veiðst hefur undan- farin tvö ár. Því virðist fyrirsjáanlegt að erlendar skuldir þjóðarbúsins lækki ekki meira að sinni. Hverjir kaupa? Það er fróðlegt að sj á hvert útflutningur Islendinga fer. I töflunni hér á eftir sést inn- og útflutningur eftir svæðurn. Þar sést að okkar helstu viðskiptavinir eru í EESmeðrúmlega60%, Bretar(19%)og Þjóðverjar (15%) eru fremstir í flokki. ÓnnurEvrópuríkierulangtáeftir.Banda- ríkin hafa löngunt keypt mikið af Is- lendingum en hlutur þeirra fer minnkandi og er nú aðeins um 12% af heildarútflutningi. Japanireruhinsvegar dyggir kaupendur og tæplega 15% út- flutnings fer til þeirra. Aðrar þjóðir eru mun aðsópsminni í innkaupum af Is- lendingum. Það er athyglisvert að vöruskipta- jöfnuður er Islendingum óhagstæður á flestum svæðum. Ástæðan fyrir hinni hagfelldu niðurstöðu er fyrst og fremst sú að innílutningur frá Japan ej innan við 30% af útflutningi þangað. Island er nefnilegaeittaffáumlöndumíheiminum sem hefur jákvæðan vöruskiptajöfnuð við Japan, þrátt fyrir að japanskir bílar og ýmis önnur tæki séu vinsæl hér á landi sem annars staðar. Á sama tíma og Bandaríkin og önnur vestræn ríki berjast fyrir því að Japanir hætti viðskipta- hindrunumgetalslendingar vel við unað. r~, " N Ut- og innflutningur fyrstu átta mánuði 1995 (milljarðar kr.) Svœði Útflutn. Innflutn. EES 48,9 51,4 Evrópa utan EES 2,5 4,0 Bandaríkin 9,0 6,2 Japan 10,9 3,4 Önnurlönd 4,3 7,4 Alls 75,6 72,4 Aðrir sálmar Fjármagnstekjuskattur - ójafnt lagður á Nú hafa enn einu sinni litið dagsins Ijós hugmyndir um fjármagnstekjuskatt. Enn komast menn í sömu vandræðin við álagninguna, þ.e. erfitt er að greina raun- vexti fránafnvöxtum. Þvíerfarin súein- falda leið að leggja skattinn á sem flata prósentu á nafnvextina. Þetta leiðir til þess að skattheimtan verðurósanngjörn. Dærni: Tveirmenn eiga eina milljón hvor. Verðbólgan er 5%. Annar fær 5% vexti og greiðir tíunda hlutann í vaxtaskatt. Hann á í árslok 1.045 þús, sem er ntinna að raunvirði en hann átti í upphafi. Hinn fær 10% vexti, borgar sömuleiðis skatt og á þá eftir 1.090 og hefur fengið um 4% raunvexti. Skatturinn lækkar skattabyrði þeirra sem hafa mikinn hluta sinna tekna sem arð og söluhagnað en jafnar að nokkru skattheimtu af mismunandi fjárfesting- unt. Þeir einstaklingar sent fá mestan hluta sinna tekna sem vexti hafa verið skattfrjálsir fram til þessa. Stærsti galli við tillögurnar um nýja skattinn er að þær taka ekki til vaxta- teknalífeyrissjóða. Lífeyrissjóðireigaallt gott skilið og mörgurn þeirra veitirekkert af öllum sínum vaxtatekjum. Hins vegar eiga menn að stíga skrefin til fulls el’ ný skattheimta er tekin upp, en ekki byrja á undanþágum og því að mismuna sparn- aðarformunt af ótta við hina skelfilegu ^aðila vinnumarkaðarins. Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.