Vísbending


Vísbending - 01.02.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.02.1996, Blaðsíða 2
ISBENDING námi loknu vegna þess að þeir sjá hér fá tækifæri til þess að nýta menntun sína. Fólksflutningar innanlands Um fátt eru menn meira sammála á landsbyggðinni en að Reykjavíkurvaldið sölsi allt undir sig og að ísland sé óðum að verða borgríki. Það er því athy glisvert að hlutfall Reykvíkinga af landsmönnum er það sama í árslok 1995 og það var árið 1950. Þetta endurspeglar þó ekki sigur byggðastefnunnar heldur einungis að það eru nágrannabyggðir Reykjavíkur sem hafa þotið upp meðan höfuðborgin hefur ekki vaxið nema í réttu hlutfalli við heildarfólksfjöldann. Að Suðurnesjum slepptum láta öll önnur landss væði undan höfuðborgarsvæðinu. Á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestraog Aust- fjörðum er fólki beinlínis að fækka, en á Suðurlandi og Norðurlandi ey stra stendur fjöldinn sem næst í stað. I meðfylgjandi Mæla vísitölur rétt? Dr. Pétur H. Blöndal Einföld, óvísindaleg athugun leiðir í ljós að lífskjörin hafa batnað mikið á síðustu 40 til 50 árum. Styttri vinnutími, lengra nám, stór- auknar utanlandsferðir, stærra húsnæði, almennari bíla-, sjón varps-, myndbanda- og tölvueign er staðreynd. I þessari óvísindalegu athugun er ekki reiknað með betri lífskjörum vegna tækni- nýjunga; betri bílum, fullkomnari heimilistækjum o.s.frv. Þegar litið er til þróunar launa- og framfærslu vísitölu yfir sama tíma kemur í ljós að launin hafa ekki hækkað jafn mikið umfram framfærsluvísitöluna og óvísindalega at- hugunin gefur til kynna. Hluti af skýringunni kann að vera fólginn í almennari þátttöku kvenna í atvinnulífinu og meiri skuldsetningu heimilanna. En fleira kemur til. Hér á eftir ætla ég að sýna hvemig framfærsluvísitalan gæti mælt meiri hækkun en sem nemur raun- verulegri hækkun framfærslunnar sjálfrar. Skýringarinnar er að leita í flótta neytenda frá vöruin, sem hækka í verði, til vara, sem lækkað hafa í verði. Þegar fiskur hækkar í verði og pasta lækkar, fer neytandinn í auknum mæli að borða pasta í stað fisks. Verð vörukörfunnar, sem lögðertil grundvallar vísitölunni, hækkar vegna verðhækkunar fisksins þrátt fyrir að neytandinn lifi ódýrar. Vísitölum er ætlað að mæla verðþróun vissra útgjaldaþátta hjá einstaklingum töflu er spá Vísbendingar um mann- fjöldaþróun næstu 10 og 25 árin. Sam- kvæmt henni verða íbúar á höfuðborgar- svæðinu orðnir 2/3 hlutar landsmanna árið 2020, en eru nú rúmlega 59%. Suður- nes halda sínum hlut samkvæmt spánni, en í raun er ástæða til þess að ætla að menn líti æ meiraáþau semhlutaReykja- víkursvæðisins þannig að flutningar þar innbyrðis verði ekki til þess að raska at- vinnuháttum. Allir aðrir hlutar landsins minnka hlutfallslega. Norðurland eystra með Akureyri sem kjarna hefur átt mesta möguleika á að myndajafnvægi við höfuðborgarsvæðið. Annars staðar búa svo fáir að atvinnu- og menningarlíf hefur orðið fábreytt. En samkvæmt spánni fjölgar íbúum á svæðinu lítið og verða árið 2020 einungis 8,4% af landsmönnum eða litlu hærra hlutfall en bjó á Vestfjörðum árið 1950. Vestfirðingar verða hins vegar aðeins um 2,0% landsmanna og eflaust er það mörgum umhugsunarefni að á þessu eða fyrirtækj um. Hver vísitala byggir ætíð á vörukörfu, sem inniheldur þær vörur, sem valda útgjöldunum. Þessi vörukarfa er yfirleitt fundin með neyslukönnun og hún breytist (hægt) með tímanum. Vísi- talan er sett á 100 á ákveðnum tíma og hækkar svo hlutfallslega eins og verð vörukörfunnar. Öðru hverju er svo gerð ný neyslukönnun og búin til ný vörukarfa. Dæmi: Framfærsluvísitölunni erætlað að mæla þróun útgjalda meðalfjölskyldu vegna framfærslu hennar. Vörukarfan er búin til eftir neyslukönnun margra 4- manna fjölskyldna, hjóna með tvö börn. Þessi fjölskyldugerð er álitin dæmigerð fyrir meðalfjölskylduna. Þessar fjöl- skyldur voru látnar halda nákvæmt bók- hald yfir útgjöld sín í marga mánuði. Byggingavísitölunni er á sama hátt ætlað að mæla þróun útgjalda vegna með- alíbúðar. Framfærslu vísitala katta (ímynduð)! ímyndum okkur einfalda framfærslu heimiliskatta. Þeir éta bara fisk og kjöt, samanlagt 5 kg á mánuði að meðaltali. Þegar neysla er könnuð í upphafi kemur í Ijós að kettirnir borða að meðaltali 4 kg af fiski og 1 kg af kjöti. Verðið á físki er 10 kr./kg og verðið á kjötinu 50 kr./kg. Framfærslukostnaðurinn var því í upp- hafi 90 kr./mán. Framfærsl u vísitala katta (fyrsta) er þá sett 100. Nú gerist það að verð á fiski hækkar verulega eða upp í 100 kr./kg en verð á kjöti helstóbreytl, 50kr./kg. Vörukarfan, 4 kg af fiski og 1 kg af kjöti, hækkar úr 90 kr./mán. í 450 kr./mán. eða fimmfalt. Framfærslu vísitala katta (fyrsta) hækkar hlutfallslega jafn mikið eða úr 100 í 500. landsvæði, sem auðgað hefur íslands- söguna með svo mörgum minnisverðum persónum, verða ekki eftir fleiri en svo að þeir kæmust fyrir í nokkrum Breið- holtsblokkum. Hljóðlátbreyting Allar þessar breytingar eru slíkar að á einum mannsaldri, eftir stríð og kreppu, verða hljóð umskipti sem gerbreyta bú- setu í landinu. Það er athyglisvert að á byggðastefnuáratugnum, milli 1970 og 1980, náðu stjómvöld að halda sama hlut- falli í byggðum landsins, en það var ekki gert nema með mikilli tilfærslu peninga, oft lánveitingum sem leika þessar byggðir harðast núna. Ekki var hugað að því að sá atvinnurekstur sem byggðist upp yrði að vera arðbær. Það hefur hins vegar verið að gerast sums staðar á landinu undan- farin ár. Slíkt er einmitt besta tryggingin fyrir því að staðir haldist áfram í byggð. Eigendur kattanna hætta hins vegar að mestu leyti að kaupa físk og kaupa frekar kjöt, svo ney slan brey tisl í 1 kg af fiski og 4 kg af kjöti á mánuði að meðaltali. Raun- veruleg framfærsla katta er 300 kr./mán. eða töluvert lægri en verð vörukörfunnar segir til um. Nefnd um framfærslu katta ákveður nú að láta fara i'ram neyslukönnun og í framhaldi af því er búin til ný neyslu- karfa: 1 kg af fiski og 4 kg af kjöti. Ný framfærsluvísitala (önnur) katta er sett 100 með tengingu við eldri framfærslu- vísitölu katta (fyrsta) sem var 500. Nýja vörukarfan kostar eins og áður sagði kr. 300/mán. Enn gerast þau ósköp að verð á kjöti tekur kipp og hækkar úr 50 kr./kg upp í 500 kr./kg. (Niðurgreiðslum var hætt!) Verð á fiski helst óbreytt 100 kr./kg. Vörukarfan (nýja) hækkar því úr 300 kr./mán. í 2100 kr./mán. eða sjöfalt. Ný framfærsluvísitala katta (önnur) hækkar samsvarandi í 700. Eigendur kattanna snúa sér aftur að því að kaupa fisk að mestu leyti og kaupa síður kjöt, svo neyslan breytist í 4 kg af fiski og 1 kg af kjöti á mánuði að meðal- tali eins og hún var upphaflega. Nú kostar raunveruleg framfærsla katta 900 kr./ mán. eða miklu minna en verð vöru- körfunnar segir til um. Ný neyslukönnun leiðir sannleikann í ljós og nefnd um framfærslu katta ákveður að búa til nýja neyslukörfu: 4 kg af fiski og 1 kg af kjöti. Ný framfærslu- vísitala katta (þriðja) er sett 100 með tengingu við eldri framfærsluvísitölu katta (önnur) sem var 700. Nýja vöru- karfan kostar eins og áður sagði kr. 2100/ mán. Eftir allar þessar sveiflur í verðlagi á lífsnauðsynjum katta kemur í ljós að 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.