Vísbending


Vísbending - 06.05.1996, Qupperneq 2

Vísbending - 06.05.1996, Qupperneq 2
V ISBENDING félagið miklu fé og nam tapið að meðal- tali um 15% af tekjum. Þetta tap mátti að miklu leyti rekja til offjárfestingar. Þar með féll félagið, sem lengi vel hafði verið arðbært, í þá gryfju að fara út í rekstur sem það réði ekki við. Við hverju er að búast á næstunni? Við sjáum að öll árin er afkoma fyrir- tækj anna á hlutabréfamarkaði miklu betri en greinarinnar í heild. Þetta bendir ein- dregið til þess að enn megi mikið hag- ræða í sjávarútvegi. Vitað er að nokkur stór fyrirtæki á þessu sviði, sem enn eru lokuð fyrir utanaðkomandi fjármagni, hafa náð ágætum árangri í rekstri. Þetta undirstrikar enn bilið á ntilli stærri og hagkvæmari fyrirtækja og hinna minni. A síðastliðnum árunt hafa fleiri sjávar- útvegsfyrirtæki komið inn á hlutabréfa- markað og má nefna Arnes, Hraðfrysti- hús Eskifjarðar og Vinnslustöðina. Of snemmt er að segja ti 1 um h vað áhrif þetta hefur á þessi fy rirtæki þó þess sé að vænta að þau verði jákvæð. Af línuritunum má ráða að stór hluti sjávarútvegsfyrirtækjahefur átt í miklum erfiðleikum. Nærri lætur að afkoman hjá fyrirtækj unum fimm á hlutabréfamarkaði Arðsemi Hval- fjarðarganga Kristjón Kolbeins Nú er hafinn undirbúningur að greftri fyrstu neðansjávar- ganga á íslandi. Þessi fram- kvæmd hefir verið umdeild. T vennt þykir orkatvímælis, annars vegaraðkostnaður verði samkvæmt áætlun og hins vegar að takist að koma í veg fyrir hugsanlegan leka. í þessari grein verður fjallað urn hin hagrænu rök sem eru fyrir þessari framkvæmd og gengið út frá því að kostnaður fari ekki fram út áætlun og ekki þurfi að glíma við stórfelldan leka. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist tiltrú almennings á öryggi væntanlegra ganga vera takmörkuð. Helst er óttast að sjór muni eiga greiðan aðgang að göngunum. Sérfræðingar telja að sú hætta sé ekki fyrir hendi en leki gæti orðið vegna ferskvatns þar sem fersk- vatnsæðar liggja ekki síður undir hafs- botni en á landi. Þegar göng undir Hvalfjörð verða opnuðmunu vegalengdirtil Akranessað sunnan sty ttast um 61 km og leiðir vestur og norður um land styttast um 45 km. sé að meðaltali um 5 prósentustigum betri en hj á hinum. Ef þessi niðurstaða er færð yfir á heildina þá þýddi hún fjórum til fimm milljörðum króna betri afkomu fyrir greinina í heild en verið hefur raunin. En taprekstur svo margra fyrirtæka hlýtur að þýða að fleiri munu verða gjaldþrota og aðstæður skapast til frekari hagræðingar í greininni. Agætri loðnu vertíð er nýlokið og mörg fyrirtæki telja arðbært að festa fé í að- stöðu til frekari vinnslu á loðnu. Þetta er eðlilegt útfrá sjónarhóli hvers og eins, en hætt er við að með aukningu á vinnslu- getu verði minna eftir fyrir hina. Niður- staðan gæti orðið óviðunandi útkoma fyrir marga. Lánastofnanir hafa víðtæka reynslu af því að fjármagna offjárfestingu og gerðu vel í því að krefjast mikils eigin- fjárframlags að þessu sinni. Reyndareru nokkurútgerðarfyrirtæki ámarkaði búin að boða hlutafjáraukningu á árinu. Aukinn þorskkvóti mun bæta stöðu greinarinnar í heild, en ekki er ólíklegt að stærstu fyrirtækjunum verði mest úr hverju viðbótartonni. Þannig mun bilið milli þeirra og hinna breikka áfram.. En þótt mörg fy rirtæki sjái að hentugra geti'verið að fá inn nýtt hlutafé en að taka lán, þá virðast þau samt hika við að taka skrefið inn áhlutabréfamarkað. Forráða- menn þeirra virðast telja að því fylgi hætta. Þegar litið er til þeirra sem munu njóta góðs af þessum framkvæmdum hefir fyrst og fremst verið horft á nú verandi vegfar- endur. Hreinn ábati þeirra er rnetinn sem sá sparnaður sem verður vegna minni eldsneytiseyðslu og lækkun á öðrum rekstrarkostnaði, að meðtöldu viðhaldi, viðgerðum, afskriftum ökutækis, kostnaði vegna slysa og síðast en ekki síst tíma ökumanns og farþega. Til frá- dráttar þessum sparnaði kemur veggjald sem vegfarendur þurfa að inna af hendi næstu árin uns framkvæmdin hefir verið greidd upp og fjárfestar hafa fengið arð af fjárfestingu sinni. Búist er við að þessi tími verði 25 ár miðað við eðlilegar að- stæður. Á 17 árum er reiknað með að eigendur verði búnir að fá greiddan 14% arð af framlagi sínu en álitið er að á 30 árum skili göngin um 15% arðsemi þegar tekjur og gjöld eru metin án opinberra gjalda eins og venja er við vegafram- kvæmdir. Göngin eru því einhver arð- bærasta framkvæmd sem völ er á um þessar mundir svo framarlega að verk- fræðilegar forsendur um kostnað og leka standist. Reiknað er með að veggjald muni nema svipaðri upphæð og sá elds- neytiskostnaður sem sparast. Nú er ljóst að spamaður vegfarenda er mismikill eftir því hvort ferð er heitið til Akraness eða vestur og norður um land en veggjald hlýtur að vera óháð áfangastað. Því munu Er nýtt fjármagn hættulegt? Það er athy glisvert hve tortry ggin sum fyrirtæki eru á það að fá inn nýja hluta- hafa. Margir virðast telja að starfseminni sé jafnvel betur borgið í formi bæjarút- gerðar en að hlutabréf gangi kaupum og sölum áfrjálsum markaði. Þetta ájafnvel við um sterkt og gróið fyrirtæki eins og Útgerðarfélag Akureyringa.Miklu púðri hefur verið eytt í að finna leiðir til þess að halda fy rirtækinu í höndumad//a í heima- byggð þegarbæjarfélagiðselurhlutsinn. Akureyringar virðast óttast utanbæjar- menn og peninga þeirra. Á því er enginn vafi að það væri betra fyrir bæjarfélagið ef utanaðkomandi fjármagn kæmi inn. Hins vegar er óttann að rekja til þess að sumir telja að utanaðkomandi aðilar muni flytjakvótann úrbyggðarlaginujafnskjótt og þeirhafi náð undirtökum í fyrirtækinu. Þetta sjónarmið bendir ekki til mikillar tiltrúar á fyrirtækinu og hagkvæmni í rekstri þess. Það undirstrikar hins vegar enn frekar en áður að fyrirtæki tryggja stöðugleika sinn og byggðarinnar fyrst og fremst með því að stefna að hámarks- hagnaði. Sérhagsmunamál byggðarlags veikja fyrirtækin þegar til lengdar lætur og þar með byggðarlögin sjálf. þeir sem spara sér 61 km akstur m hagnast meira en þeir sem spara sér aðeins 46 km. Viðmatárekstrarkostnaði bifreiðaþarf að taka tillit til ákveðinna staðhátta annarra en ökuhraða. Þessir þættir eru yfirborð vegar, beygjur og mishæðir. Verulegur munur er á rekstrarkostnaði bifreiða eftir því hvort ekið er á beinum, láréttum vegi með bundnu, varanlegu slitlagi eða mishæðóttum og bugðóttum malarvegi. Nú er flestum ljóst að eftirspurnarfallið hallar niður til hægri sem táknar að búast má við aukinni vörusölu með lækkandi verði. Annars væri enginn ávinningur fyrirframleiðendurog seljenduraðlækka vöruverð með rýmingar- eða útsölum því verðlækkun hefði þá einvörðungu í för með sér minnkandi sölu í krónum að óbreyttu seldu magni. Verðlækkun eykur því að öllu jöfnu neyslu núverandi kaup- enda þar sem þeir hafa efni á að veita sér meira af viðkomandi vöru, og hún er tekin fram yfir þær vörur sem ekki hafa lækkað í verði. Tekjuáhrifin eru einnig augljós þar eðfólk ámeira eftiraf launum sínum eftir að það hefur keypt venjulegan skammt af ákveðinni vöru. Nýir neyt- endurkoma inn á markaðinn, þeir kaupa nú vöru sem þeir hafa ekki keypt fyrr á sömu forsendum og aðrir neytendur. Þegarferð á rnilli tveggja staða verður 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.