Vísbending


Vísbending - 06.05.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.05.1996, Blaðsíða 4
V ISBENDING C N Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.465 04.96 Verðtryggð bankalán 8,9% 01.04 Óverðtr. bankalán 12,6% 01.04 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,62% 23.04 Spariskírteini, kaup(5-ára)5,75% 23.04 M3 (12 mán. breyting) 4,3% 02.96 Þingvísitala hlutabréfa 1.753 23.04 Fyrir viku 1.731 Fyrir ári 1.098 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 175,8 04.96 Verðbólga- 3 mán. 2,1% 03.96 -ár 2,3% 03.96 Vísit. neyslu - spá 176,3 05.03 (Fors.: Gengi helst 176,6 06.04 innan ±6% marka) 176,9 07.05 Launavísitala 147,4 03.96 Árshækkun- 3 mán. 16,8% 03.96 -ár 7,9% 03.96 Kaupmáttur-3 mán. 3,1% 01.96 -ár 5,7% 01.96 Skortur á vinnuafli -0,2% 01.96 fyrir ári -0,4% Atvinnuleysi 5,0% 03.96 fyrir ári 6,5% Velta sept.-okt. ’95 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 120 8,6% VSK samt. 7.9 1,1% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 105,0 04.01 Mánaðar breyting -1,7% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.601 02.05 Mánaðar breyting -2,4% Sink(USD/tonn) 1.027 02.05 Mánaðar breyting -3,1% Kvótamarkaður 27.4. (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 93 540 fyrir mánuði 95 540 Ýsa 8 127 fyrir mánuði 12 127 Karfi 45 160 fyrir mánuði 40 160 Rækja 79 340 fyrir mánuði 90 335 V__________________________J Vísbending vikunnar Þeir sem lesa úr ársreikningum ættu að gefa gaum að veltufé frá rekstri. Þessi tala gefur til kynna hve mikið fjármagn reksturinn gefur til fram- kvæmda eða greiðslu á lánum. Ein þumalfingursregla í verðmœti á heildarvirði fyrirtœkja er að marg- falda veltufé frá rekstri með sjö. Einnig er gagnlegt að finna hlutfall veltufjárafafborgunum langtímalána næstu þriggja ára til þess að gefa hug- mynd um greiðsluhæfi. Loks er lækkun á veltufé frá rekstri stundum vísbending um að erfiðleika sé að vænta í rekstrinum. Jafnframt getur hækkun bent til þess að betri tíð sé í vvændum,___________________J en nágrannaþjóðirnar í Evrópu á liðnum áratugum. Þar kann þessi sterka áhersla ájákvæð áhrif samkeppninnar að tengjast því að Islendingar séu í miklum mæli á þeirri skoðun að samkeppnishætti ætti að innleiða í ríkari mæli en þegar er gert. St'ðar birtir höfundur eftiifarandi lista um samanburð milli viðskipta- menningarinnar og hagsœldar: Einkarekstur 1. Hagsælli þjóðirnar leggja markvert meiri áherslu ágildi aukinnareinkaeignar í atvinnulífi en hinarþjóðimarsem heldur skemmra eru komnar á hagsældar- brautinni (r=0,52). 2. Hagsælli þjóðirnar leggja heldur meiri áherslu á að eigendur ráði fyrir- tækjum sínum frernur en að almennir starfsmenn geri það (r=0,23). 3. Hagsælli þjóðirnar eru hvorki hlynntari né andvígari atvinnulýðræði en hinar þjóðirnar sem skemur eru komnar í hagsæld (r=0,0). Einstaklingshyggja og samkeppni 4. Hagsælli þjóðirnar taka einstaklingsfrelsi fram y fir j afnrétti í mun meira mæli en aðrar þjóðir (r=0,72). 5. Hagsælli þjóðirnar trúa l'rekar á jákvætt gildi samkeppni (r=0,52). 6. Hagsælli þjóðirnar hafa þó ekki trú á að enn frekari aukning einstaklings- frelsis auki heilbrigði efnahagslífsins, þ.e. þó þær meti gildi einstaklingsfrelsis telja þær ekki vænlegt að ganga lengra á þeirri braut en þegar tíðkast hjá þeim (r=0,0). 7. Hagsælli þjóðirnar leggja markvert meiri áhersluáaðeinstaklingar beri meiri ábyrgð á eigin framfærslu, frekar en að hið opinbera beri aukna ábyrgð því (r=0,67). Efnahyggja 8. Hagsælli þjóðirnar trúa frekar á möguleika til aukins hagvaxtar en aðrar þjóðir (r=0,39). 9. Hagsælli þjóðimar vilja þó frekar en hinar þjóðirnar leggja meiri áherslu á bætt lífsgæði (ný gildi utan efna- hyggjunnar) en aukinn hagvöxt (r=0,18). 10. Hagsælli þjóðirnar eru síður nei- kvæðargagnvartefnahyggjunni,þ.e.þær vilja hafa hvort tveggja: efnahyggju og hin nýju gildi félagslegra og sálrænna framfara (r= -0,24). I þessum niðurstöðum er að finna mikinn stuðning við almennu tilgátuna um jákvæð tengsl sterkrar viðskipta- menningar og hagsældar. Engin ofan- greindra mælinga á þýðingamiklum þáltum viðskiptamenningarinnargengur gegntilgátunni.... Á heildina litið verður niðurstaðan því sú að viðskiptamenning nútímamanna láti lítt á sjá. Grundvallar- þættir einstaklingshyggju og markaðs- hyggju eru sterkir í menningu nútíma- manna, og virðast í reynd vera sterkari meðal hagsælli þjóðanna en hinna sem viðlakari kjörbúa.... Viðskiptamenning kapítalismans virðist því njóta rneiri stuðnings meðal almennings í ríkari löndunum en í þeim fátækari. Það kann hugsanlega að boða vaxandi útbreiðslu markaðshátta á næstu árum og áratugum, það er ef efnaminni þjóðimar vilja leita fyrirmynda hjá hinum, þó svo að lítil ástæða sé til að ætla að það leiði til óheftra markaðshátta afskiptaleysisstefnunnar. Aðrir sálmar Borgin og unglingar Reykjavíkurborg hefur ákveðið að stemma stigu við atvinnuleysi meðal ungs fólks með því að styrkja þá atvinnu- rekendur sem ráða fólk á 16., 17. og 18. ári í vinnu um 3/4 launakostnaðar. Það er löng hefð fyrir því að ungt fólk vinni á sumrin hér á landi. Markmið borgaryfir- valda með styrkveitingunni er að gefa unglingum í Reykjavík kost á meiri fjöl- breytni í vali á sumarvinnu og starfa í nánum tengslum við atvinnulífið. Auk þess vilja yfirvöld gefa fleiri unglingum kost á vinnu með því að hvetja atvinnu- rekendur til að bæta við sig starfsfólki. Markmiðin eru semsé göfug en meðalið vafasamt. Með því að veita styrk, allt að 14 þúsund krónum á viku, eru borgar- yfirvöld að skekkja verðmætamat sem liggur að baki þess að ráða fólk í vinnu. Líklegt er að ýmsir verði til þess að bíta á agn borgarinnar og búa til tilgangslítil störf. Ekki þarf mikla verðmætasköpun til þess að réttlæta 5 þúsund króna laun á viku. Olíklegt er hins vegar að störf sem „skapast“ með þessum hætti verði varanleg. Ennfremur er trúlegt að sty rkurinn verði til þess að sumir freistist til þess að láta ódýra unglinga vinna störf sem ella hefðu farið til eldra fólks. At- vinnuleysið færist aðeins til. Borgaryfirvöld virðast lítið hafa lært á árunum 1992-’94þegarborgin beitti sér fyrir viðamiklum „átaksverkefnum" til þess að sigrast á atvinnuleysinu. Þá var að vísu annar meirihluti, sem lagði á þessum árum grunninn að hallarekstri borgarinnar. Atvinnuleysisvandinn minnkaði hins vegar ekkert þegar upp var staðið. Það virðist svo aðborgarstjórar séu eins og unglingarnir; þeir þurfa sjálfir að reka sig á til þess að læra. V J Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið máekkiafrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.