Vísbending


Vísbending - 13.05.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.05.1996, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 13. maí 1996 17. tbl. 14. árg. Skuldir, skattar og kaupmáttur s Afyrstu árum tíunda áratugarins gekk rekstur fy rirtækj a almennt illa hér á landi. Stjórnvöld ákváðu þá að örva atvinnulífið með því að lækka tekjuskattsprósentu fyrirtækja Úr45í33%. Ahrifinurðuþauaðhagnaður jókst svo mikið að skatttekjur ríkisins af fyrirtækjumjukustþvertávæntingar(sjá mynd). Þetta er líklega snjallasta efna- hagsaðgerð síðustu ára. Atvinnulífið hefur rétt úr kútnum og aukin arðsemi gefur fyrirheit um að atvinna muni enn aukast og hægt sé að bæta kaupmátt. A sama tíma voru skattar hækkaðir hjá einstaklingum. Hagur atvinnulífsins getur enn átt eftir að batna ef haldið er áfram hagræðingarstarfi. Gjaldþrotfyrir- tækja verða oft til þess að hagur atvinnu- greinanna batnar. Þær þurfa ekki lengur að burðast með fyrirtæki sem em illa rekin eða hafa farið í fj árfestingar umfram getu. Vandi einstaklinga Einstaklingar voru hins vegar varla aflögufærir. Þeir hafa fjármagnað kaup- máttarskerðingu með lántökum, því gamla ráðið, að vinna meira, virkar ekki þegar skortur er á atvinnu og skattlagning er kornin frarn úr öllu hófi. 1 frumvarpi til ljárlaga 1996 segir: „Hins vegarerjaðar- skattur á fjölskyldur með miðlungstekjur með því hæsta sem þekkist. Þessu valda ekki síst ýrnsar tekjutengdar bóta- greiðslur (barnabótaauki, vaxtabætur). í vissum tilvikum getur jaðarskattur fjöl- skyldu orðið um og yfir 70%. Leiða má líkur að því að hár jaðarskattur dragi úr vinnuframlagi og stuðli að skattsvikum." Þrátt fyrir að ríkið sjái greinilega bjálkann í auga sínu, þá hefur það ekki svo mikið sem lyft flísatöng til þess að fjarlægja hann. Þessi háa skattlagning á viðbótartekjur einstaklinga er kannski mesta efnahagsvandamál þjóðarinnar. Hún hefur ekki bara áhrif á þá ein- staklinga og fjölskyldur sem fyrir verða, heldur dregur líka úr möguleikum þeirra til þess að eyða og fjárfesta og veldur þannig keðjuverkun. Þessi áhrif hafa Heildartekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja 1987-96 (verðlag '96) 3,000 2.500 2.000 yEftir að tekjuskattsprósenta á fyrírtæki var lækkuð jukust skatttekjur rikisins (heimild fjárlfrv. 1996) komið fram að hluta en þó hafa heimilin fram til þessa haldið uppi eyðslu með lánum. Nú er hins vegar svo komið að áframhaldandi skuldaaukning heimila geturhaft stórhættuleg áhrif. Fjöldagjald- þrot einstaklinga geta valdið því að bankar komist í þrot líkl og gersl hefur víða erlendis. Þau batamerki sem nú sj ást á þjóðlífinu gætu horfið. Því þótt gjald- þrot fyrirtækj a séu oft beinlínis þj óðhags- lega gagnleg, þá verður það sama ekki sagt um gjaldþrot einstaklinga. Ef einstaklingur missir allt sitt þá kemur ekki annar aðili til þess að taka við rekstri heimilisins. Byrðin færist aðeins til. Millistétt milli steins og sleggju Pólitík sérhagsmunahópa hefur á liðnum árum verið mjög áhrifarík. Y rnsir hafa náð forréttindum. Þjóðfélagið hefur reynt að friða samviskuna með því að færa til tekjur og skatta þannig að þeir sem áður voru taldir bera skarðan hlut njóta nú forréttinda. Þar má telja ein- stæðar mæður, sjómenn og ýmsa sem njóta félagslegra bóta. Þeir sem borga brúsann eru hins vegar þeir sem hafa tekjur á bilinu 1-300 þúsund á mánuði, en það er þorri launþega. Oft er um að ræða ungt fólk sem er að hcfja búskap með þung námslán á baki, en endur- greiðslur á þeim eru einmitt tekj utengdar. Þessi hópur á í eðlilegu ástandi að hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið með því að leggja hart að sér við vinnu og festa fé. Með háum jaðarsköttum er hins vegar svo komið, að af hverri viðbótarkrónu í tekjur sitja aðeins 30 aurar eflir í buddunni. Fólk sér ekki tilgang í því að vinna fyrir ríkið. Þetta ástand rænir menn frumkvæði og áræðni. Ef tekið er mið af skuldaaukningu undanfarinna ára þá virðist sent kaup- máttur þyrfti að hækka um 15 til 20% frá því sem hann var árið 1994 til þess að sporna við frekari skuldasöfnun. Nú þegar hefur kaupmátturinn aukist en ýmislegt bendir til þess að tekju- aukningunni sé hins vegar ekki varið til þess að greiða skuldir heldur í frekari ney slu. B ílakaup og utanlandsferðir hafa aukist. Því er alls ekki augljóst að vandi heimila sé að minnka. Skattalækkun Skattalækkuntileinstaklingageturhaft mjög hvetjandi áhrif á efnahagslífið allt. Fyrsta skrefið er að minnka millifærslur og jafnframt draga úr tekjutengingum þeirra vegna. Næst er að lækka almenna tekjuskattsprósentu í áföngum niður í 35% eins og hún var þegar staðgreiðsla /■ N Efni blaðsins I forsíðugrein er fjallað um efnahags- vanda einstaklinga og þörf fyrir lækkun á tekjuskattsprósentu, sem gæti bætt hag einstaklinga og ríkisins. Guðmundur Magnússon, prófessor, skiáfar urn nýjar aðferðir við áhættumat vegna banka og fjármálastofnana. Hann telur brýnt að taka þær upp hérlendis. Björn G. Olafsson skrifar urn viðskiptakjör Islendinga á komandi árum og leiðirlíkurað þvíað þau verði hagstæð en auka þurfi hagkvæmni innanlands.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.