Vísbending


Vísbending - 12.07.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 12.07.1996, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.489 07.96 Verðtryggð bankalán 8,8% 01.07 Óverðtr. bankalán 12,2% 01.07 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,51% 08.07 Spariskírteini, kaup (5-ára)5,50% 08.07 M3 (12 mán. breyting) 5,1% 04.96 Þingvísitala hlutabréfa 1.946 08.07 Fyrir viku 1.930 Fyrir ári 1.123 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 176,9 07.96 Verðbólga- 3 mán. 2,5% 06.96 -ár 2,4% 06.96 Vísit. neyslu - spá 177,2 08.96 (Fors.: Gengi helst 177,6 09.96 innan ±6% marka) 178,0 10.96 Launavísitala 147,4 04.96 Árshækkun- 3 mán. 1,9% 04.96 -ár 7,4% 04.96 Kaupmáttur-3 mán. 3,1% 01.96 -ár 5,7% 01.96 Skorturá vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 4,7% 05.96 fyrir ári 5,2% Velta mars-apríl ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 129 13% VSK samt. 7,9 7,1% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 103,8 06.96 Mánaðar breyting -1,0% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.467 08.07 Mánaðar breyting -5,0% Sink(USD/tonn) 1.005 08.07 Mánaðar breyting -2,0% Kvótamarkaður 03.07 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 95 600 fyrir mánuði 90 540 Ýsa 3 127 fyrir mánuði 4 127 Karfi 35 160 fyrir mánuði 45 160 Rækja 7 400 fyrir mánuði 76 340 v_________________________________/ Vísbending vikunnar Landsbanki íslands stendur nú í undarlegri auglýsingaherferð. Hann auglýsir svonefnd afmœlisbréfsem erubundinírúmtárogbera 11% vexti til áramóta en 3% vexti eftir það. Að jafnaði gefa þessi bréf milli 6 og 7% vexti á tímabilinu og hefði því verið eðlilegra að birta þá ávöxtun en 11 % vexti sem enginn nær að nýta sér. Með þessari sérstæðu leið kann bankinn að vera að hlunnfara eiganda sinn, ríkið, um fjármagnstekjuskatt á árinu 1997. Aðferðir af þessu tagi hljóta að vekja eftirlitsaðila og eigandann til umhugsunar og aðgerða._ ýmsum hugmyndum í þessari grein. Til- koma nýrra gagnaneta, s.s. ATM, mun hafa mikil áhrif á þróun gagnaskipta í heiminum og framtíðarskipulag inter- netsins. Þó er víst að vöxtur netsins hefur haft gífurleg áhrif á samskipti manna og verður án efa leiðarvísir fyrir þá sem hyggjast finna fyrirkomulag á gagna- flutningsnetum sem tekur á því vanda- máli sem internetið á við að stríða um þessar mundir. 'Gagnasendingar á internetinu fara fram í formi pakkaskipta. Gögnum erskiptniðurímarga óháða pakka þar sem hver og einn er merktur með auðkenni sendanda og viðtakanda. 2J.K. MacKie-MasonogH. Varian, EconomicFAQs about the Intemet, Journal of Economic Perspectives, 8(3):75-96, sumar 1994. 3K. C. R. Bohn, H. W. BraunogS. Wolff. Mitigrating the coming internetcrunch: Multiple service levels via precedence. Applied Network Research Technical Report, 1994. 4Sjá m.a. J. K. MacKie-Mason og H. Varian. Economic FAQs about the Internet. Journal of Economic Perspectives, 8(3):75-96, sumar 1994. 5Hvati tilboðsgjafa tilþess að bjóða fram rétt mat á verðmætum f Vickery uppboðum er vandlega skýrður ÍK. Binmore. Fun and Games: A Text on GameTheory. D.C. Hearth and Company, 1992. 6Umfjöllun um hagkvæmni þessa fyrirkomulags má finna í: R. Wilson. Efficient and competitive rationing. Econometrica, 56(1):1-40, jan 1989. --------♦----♦------♦------- Þeir ríku verða ríkari Hagstofa Bandaríkjanna birti í síðasta mánuði tölur sem sýndu að misskipting tekna þar í landi jókst stórlega 1993-94, tvö fyrstu valdaár Clintons forseta. Aftur ámóti minnkaði téð misskipting 1988- 92, þau ár sem Bush var forseti, og var það í fyrsta sinn frá 1968 sem slíkt gerist. Þetta gengur þvert á áherslur og kosningaloforð. Clinton lofaði að rétta hag millistéttarinnar eftir grœðgis- áratuginn, en Bush fordæmdi stjórnmál öfundar og lagði áherslu á hagvöxt. Tekjujöfnun er ekki ofarlega á forgangs- lista repúblikana og margir hafa ráðið Dole frá þ ví að nýta sér þes si s viknu loforð Clintons í kosningabaráttu sinni. Demókratar láta sér þó fátt um finnast. Stiglitz, formaður efnahagsnefndar for- setans, telur þetta langtímaþróun sem ekki hafi verið á færi Clintons að snúa við á tveimur árum. Hlutur 5% tekjuhæstu fjölskyldna af heildaratvinnutekjum í Banda- ríkjunum 1981-94. Heimild: Hagstofa Bandaríkjanna, (WSJ). Aðrir sálmar ✓ I uppsveiflu I kosningabaráttu skapast sérstakt and- rúmsloft. Þetta á ekki síst við í persónu- bundnu kjöri eins og forsetakosningum. Smám saman fer kosningavél frambjóð- andans að lifa eigin lífi. Hún nærist á jákvæðum straumum sem hvarvetna berast. Þeir sem koma á fundi með fram- bjóðandanum eru flestir jákvæðir fyrir og jafnvel á vinnustaðafundum, sem líta má á sem „hlutlausa", er fólk kurteist og tekur frambjóðandanum af hlýju. Það er því engin uppgerð þegar frambjóðendur segjast hvarvetna finna fyrir miklum „meðbyr og stuðningi“ fyrir kosningar. Hins vegar var sérstætt að sj á það hvemig frambjóðendurneituðu að trúa tölum sem komu upp úr kjörkössum að kvöldi kjör- dags. Þeir virtust telja að tölumar væru bara enn ein skoðanakönnunin, sem ætti eftir að breytast í uppsveiflu og sigurinn félli þeim loks í skaut. Enn einkennilegra er að sjá framboð halda áfram að kosn- ingum loknum til þess að „nýta með- byrinn" í pólitískum tilgangi eftir að hafa svarið af sér allt slíkt í kosningabar- áttunni. í raun er það svo að enginn er í uppsveiflu nemaframbjóðandinn sjálfur og nánustu stuðningsmenn. Trúnaður og tækifæri Það er ánægjulegt að sjá að áhugi erlendra stóriðjufyrirtækja á Islandi er að vaxa. Hins vegar gerir það bæði Is- lendingum og erlendum viðsemjendum þeirra erfiðara fyrir en ella að ekki liggur á borðinu hvað Islendingar hafa að bjóða og á hvaða verði. Kalla þurfti saman skyndifund í stjórn Veitustofnana Reykjavíkur til þess að geta svarað út- lendingum fyrir ákveðinn dag hvort nægt rafmagn verði til á tilteknum tíma. í hvert skipti sem samið er um orkusölu er verðið sérstakt samningsatriði, þrátt fyrir að það liggi fyrir að Landsvirkjun þurfi verð á bilinu 20-22 mill á kwst til þess að standa undir fjárfestingum og rekstri orkuvera til lengri tíma. I samningunum vegna stækkunar álversins var orkuverðið trúnaðarmál, væntanlega vegna þess að það er undir þessu langtímaverði. Það yrði auðveldara að fá erlenda aðila til þess að festa fé á íslandi ef ekki þyrfti að með- V höndla hvern viðskiptavin sem sértilvik. y Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.:Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http:// www.strengur.is/~talnak/vief95.html, netfang:tainak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.