Vísbending


Vísbending - 01.08.1996, Side 3

Vísbending - 01.08.1996, Side 3
Kj örskattar Guðmundur Magnússon Hvað setur skattheimtu skorður? Hvaða sjónarmið eiga að ráða við álagningu opinberra gjalda? Er tekjuskattur einstaklinga vinnuletjandi? Er þanþol skattkerfisins brostið? I þessari grein verður fjallað um kjörskatta, þ.e. hag- kvæmustu skattlagningu m.t.t. nei- kvæðra og jákvæðra aukaáhrifa. Umfang hins opinbera Þótt ekki séu allir á eitt sáttir um hve umsvif hins opinbera eigi að vera mikil eru l'lestir sammála unt að veita þurfi þjónustu á nokkrum mikilvægum sviðum. í sumum tilvikum er um nauð- synlega þjónustu að ræða, t.d. löggæslu, þar sem erfitt er að útiloka menn frá því að njóta þótt þeir svíkist um að borga fyrir hana. I öðrum tilvikum væri nær að lala um æskileg samgæði, s.s. í skóla- málum og heilsugæslu, þar sem hið opin- bera sér uni rekstur þótt gjaldtaka sé möguleg. I raun þyrfti hið opinbera í fæstum tilvikum að sjá um framleiðslu eða þjónustu sjálft heldur gæti boðið hana út, veitt einkaleyfi o.s.frv. Hér erum við komin á grátt svæði þar sem afstaða manna til ríkis- og einkarekstrar skiptir þeim jafnvel í stjómmálaflokka. Önnur rök fyrir ríkisafskiptum eru þau að berja þurfi í markaðsbresti, þ.e. að sluðla að hagkvæmustu framleiðsluskipan þar sem markaður er talinn bregðast. Dæmi um þetta eru fj arskipti, orkusala, samgöngur og menning. Reyndarhefurtæknin gjör- breytt aðstæðum á ýmsum sviðum, sbr. fjarskiptatækni og skipulagsbreytingar í orkumálum í Bretlandi og víðar. Gagn- rökin fyrir opinberri íhlutun er hættan á sóun og stjórnbrestum því aðhald mark- aðar vanti og sérplægni ráði oft stjórn- málaákvörðunum. Enn önnur rök fyrir opnberum afskiptum eru þau að stuðla að réttlátri tekj uskiptingu og stunda hag- stjórn, þá er helst um tilfærslur að ræða. Þegar allt leggst á eitt getur þurft rnikið fé til þess að standa straurn af kostnaði við opinberan rekstur. Það hlýtur því að vera markmið í sjálfu sér að fjáröflunin hafi sem minnst skaðleg áhrif. Einn að- alvandinn er þó sá að stærð kökunnar er háð skiptingu hennar. Viðhorf almenn- ings, sljórnmálamanna og hagfræðinga til ríkisafskipta hafabreyst á síðustu ára- tugum. Ástæður þessa eru ekki hvað síst reynsla af vaxandi umfangi hins opin- bera, aukin vitneskja um aukaverkanir skatta og efling markaða með einka- væðingu og hagnýtingu tækninýjunga. Vinnuframboð og skattar Það er athyglisvert að hæstu jaðar- skattar af launatekjum eru víðast hvar mun lægri nú en fyrir 10-20 árum, eins og hérlendis. I Bandaríkjunum hefur hæsta tekjuskattshlutfall lækkað úr 91 % 1963, í 28% nú. í Svíþjóð lækkaði það úr um 90% árið 1970 í um 50% nú (að við- bættu útsvari). Einhver áhrif munu rann- sóknir hagfræðinga á letjandi áhrifum stighækkandi skatta á vinnuframboð hafa haft, auk þess sem sýnt var fram á að það geti verið andstætt hagsmunum þeirra lægst launuðu að mergsjúga þá tekju- hæstu. Sennilega liefur reynslan vegið þyngstámetunum. Stighækkandi skattar voru farnir að rýra sjálfan tekjustofninn, þar sem menn fóru að stunda bæði óskatt- skylda og svarta vinnu. Þetta gekk svo langt að sumir héldu því fram að skatt- lagning skyti yfir markið í þeim skilningi að tekjur ríkissjóðs ykjust ef skatt- hlutfallið væri lækkað. Það var horn- steinninn í skattastefnu Reagans forseta á sínum tíma, en lilgátan er oft kennd við hagfræðinginn Laffer (sem á að hafa teiknað þetta samband fyrir þingmenn á servéttu á veitingastað í Washington). Reyndar hefur hvergi verið sýnt frarn á að skattlagning keyrði svo úr hófi nema í Svíþjóð áður en jaðarskattar voru lækkaðir þar. Því virkara sem neðan- jarðarhagkerfið er, þeim mun varlegar verður að fara í hækkun jaðarskatta. Þetta er sennilega ástæða þess að hlutfallið hefur lækkað mest í Bandaríkjunum á- samt því sem skattstofninn hefur breikkað. Skattþolið hérlendis fer því m.a. eftir því hve löghlýðnir Islendingar eru, hve mikils þeir meta tómstundir og eru reiðubúnir lil þess að stunda óskatl- skylda vinnu. Kannanir á undandrætti virðast gefa s vipaðar niðurstöður um van- taldar tekjur hér og í nálægum löndum. Ekki er kunnugt um rannsóknir hér á landi á vinnuframboði m.t.t. tómstunda og eigin vinnu. Hins vegarer vitað að vinnu- tími er að jafnaði lengri hér sem gæti verið hvort tveggja í senn, vegna tiltölu- lega lægri jaðarskatta og lægra grunn- kaups en ytra. Einnig hefur það lengi verið tómstundagaman Islendinga að koma sér þaki yfir höfuðið sem í sumum tilvikum er hagkvæmara en að stunda aðra vinnu. Hvaða áhrif hafa skattar? Hækkun skatts af launatekjum hefur tvenns konar áhrif. Annars vegar er um sk. tilfærsluáhrif að ræða þar sem skattar lækka tímakaup og draga úr vinnufram- lagi launþega, en tómstundir verða að sama skapi eftirsóknarverðari. Hins vegar eru tekjuáhrif, þar sem launþegar vilja vinna meira til þess að mæta lægri heildartekjum vegna hærri skatta. Hag- rannsóknir verða að skera úr um hvor ÍSBENDING áhrifin eru sterkari, en þó má ljóst vera að vinnuletjandi áhrifin hafa reynst yfir- sterkari í kjölfar hækkunar jaðarskatta. (Að hluta til er þetta vegna þess að aðrar lekjuren launatekjurhafaekid veriðskatt- lagðar eins harkalega.) Sá skattur sem kemsl næst því að vera hlutlaus að þessu leyti er nefskattur. En þó hann sé ákjósan- legur m.t.t. hagkvæmni er hann um- deildur m.t.t. tekjuskiptingar. Á því fékk lafði Margret Thatcher að kenna. Hlut- fallslegur tekjuskattur kemur næst í röðinni en hann nær ekki til frítíma og brenglar því valið milli vinnu og tóm- stunda. Því er vart unnt að benda á leið til skattheimtu sem ekki er hlykkjótt. Skattar og launasamningar Það hefur vart farið fram hjá neinum að lækkun skatta eða skattkerfis- breylingum hefuroft verið ætlað að greiða fyrir kjarasamningum. Ætla má að laun- þegasamtök stefni að sem hæstum launum eftir skatta og geti krafist launahækkunar í takt við skattahækkanir. Þelta getur svo aftur minnkað eftirspurn á vinnuafli, valdið atvinnuleysi og rýrt skatttekjur. Það er því sennilega hvorki af hugsjón né manngæsku sem skatt- lagningu launatekna hefur verið haldið í skefjum, heldur af illri nauðsyn. Þjónustu- og vistgjöld Hugkvæmni í skattlagningu virðist engin takmörk sett. Sætagjald var inn- heimt í kvikmyndahúsum á stríðsárunum til þess að setuliðið tæki ekki öll sæti frá Islendingum en því var síðan viðhaldið í 40 ár eftir að herliðið var á bak og burt. Skemmtanaskattur er enn við lýði. Skattur var lagður á eldspýtur til þess að byggja lögreglustöð. Eignarskattsauki er ætlaður Þjóðarbókhlöðu og endurreisn opinberra bygginga. Sérstakur skattur er á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þróunin er samt greinilega sú að notendur greiði beint fyrir þjónustu fremur en inn- heimt sé með almennri skattlagningu. Þetta er ekki hvað síst gert til þess að forðast aukaverkanir almennrar skatt- heimtu, og kemur þetta einnig fram í stefnu núverandi ríkisstjórnar. En hvað um álögur sem draga úr skað- legum áhrifum eins og umhverfisgjöld og auðlindaskattar? Sumir hafa haldið því fram að vistgjaldi (auðlindaskatti) fylgi tvö- ef ekki þrefaldur ávinningur. í fyrsta lagi sé dregið úr skaðlegum ytri áhrifum. 1 öðru lagi sé um hagkvæmari skalt að ræða en t.d. tekjuskatt sent dragi úr vinnuframboði. í þriðja lagi gætu skatt- tekjunar verið nýttar til þess að auka at- vinnu. En hér er ekki allt sem sýnist. Af hverju voru óhagkvæmir skattar lagðir á til að by rja með? Er ekki rétt að nota and- virðið til þess að draga úr annarri skatt- 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.