Vísbending


Vísbending - 09.08.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.08.1996, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál ágúst 1996 29. tbl. 14. árg. Skoðum fleiri kosti en stóriðju Beinar fjárfestingar útlendinga, hlutfall af vergri landsframleiðslu 1980-1995 1980 1985 1990 1995 Myndin sýnir beina eign útlendinga í atvinnurekstri þegar þeir hafa áhrif á reksturinn íkrafti eignar sinnar. Jafnan er miðað við að hlutur þeirra sé að minnsta kosti 10%. Ath.: Tölur um iðnríkin eru óvegið meðaltal. Heimildir.Árin 1980-1994: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, International Financial Statislics, 1995. Árið 1995: OECD: Financial Market Trends.No. 64, 1996, að nokkru leyti áætlun Sigurður J óhannesson Beinarerlendarfjárfeslingaríat- vinnurekstri stórjukust víðs vegar um heim á seinni hluta níunda áratugarins. En á árunum 1990- 94 voru þær að meðaltali 1,3% af lands- framleiðslu í iðnríkjum. Hlutfallið var mishátt, en að jafnaði hærra í litlum ríkj- um en stórum. Hér á landi samsvarar meðaltalið einu Straumsvíkurál veri á ári (fyrir stækkun). Hlulfallið hér var miklu lægra áþessum tíma (sjá mynd). Erlendar fjárfestingar hafa einnig orðið mun tjöl- brey ttari. Aður var aðallega fj árfest í verk- smiðjum, en á síðustu árum hefur um og yfir helmingur erlendra fjárfestinga í heiminunt verið í þjónustu. Höft á undanhaldi í stað þess að útlend fyrirtæki séu litin hornauga og þau talin arðræningjar eru þau nú víðast hvar velkomin. Hömlum gegn erlendum fjárfestingum hefur að mestu verið aflétt í iðnríkjum og mjög hefur verið slakað á þeim í þróunar- löndum. Hérá landi ertilskilið að eigend- ur sjávarútvegsfyrirtækja séu íslenskir ríkisborgarar eða fyrirtæki sem Islend- ingar eiga að þrem fjórðu hlutum eða meira. Þá mega menn utan Evrópska efnahagssvæðisins ekki eiga orkufyrir- tæki hér á landi og ekki meirihluta í ís- lensku flugfélagi. Að öðru leyti er útlend- ingum frjálst að eiga íslensk fyrirtæki. Á íslandi eru tvær stóriðjur, Álverið og Jámblendiverksmiðjan, tæp 70% af beinni fyrirtækjaeign útlendinga. Hitt dreifist á mörg fyrirtæki, þar á meðal Ný- herja (tæknifyrirtæki), Skeljung og Olís (olíusölur), Skandia (tryggingafélag og verðbréfafyrirtæki), Ábyrgð (trygginga- félag), ístak (verktaka), ísaga (gasverk- smiðju), íslenskan textíliðnað, Kísil- iðjuna og Stöð 2'. Bein eign útlendinga í íslenskum fyrirtækjum var um áramót rúmir 9 milljarðar króna. Hún skiptist í lán til fyrirtækja og hlutdeild í eiginfé. Árið 1993 var eiginfé útlendinga hér um 6 milljarðar króna, nálægt 2% af öllu eiginfé fyrirtækja á Islandi2. Kynning og kostaboð Mörg lönd reyna nú að laða að fjár- festa með kynningu erlendis. Markaðs- skrifstofa iðnaðarráðuneytis og Lands- virkjunarh&íw í mörg ár unnið að því að fá stóriðjufyrirtæki til þess að setja upp verksmiðjur hér. Þá stofnuðu viðskipta- ráðuney lið og Verslunarráð nýlega Fjár- festingarskrifstofu íslands (Invest in Iceland Bureau), sem beinir sjónum í fleiri áttir. Hún kynnir landkosti hér með bæklingum um almennar aðstæður l'yrir- tækja og einstakar atvinnugreinar, til dæmis matvælaiðnað og hugbúnaðar- gerð. Sumríkibjóðaútlendumfjárfestum skattaafslátt, ódýr lán og önnur fríðindi. Irar hafa til dæmis gert þetta með góðum árangri. Markaðsmál, stöðugl stjórnar- far, almennt efnahagsástand, menntun vinnuafls og launakostnaður skipta þó oftast meira máli við staðarval en slík boð. Þess eru dæmi að fjárfestar hafi horfið á brott eftir að límabundin l'ríðindi hafa runnið út. Ekki má heldur gleynta því að endanlegt markmið er aukin hag- sæld, og gæta verður að því að ekki sé meira lagt í sölumar en vinnst með fjár- festingum útlendinga. Gæði fremur en magn H vers vegna er nú víða rey nt að laða að beinarerlendarfjárfestingar? Margtgetur skýrt það, en þetta er oft nefnt: 1) Þær auka oft á samkeppni. 2) Með þeim berast erlend tækni, sér- fræðikunnátta og nýir stjómunarhættir. 3) Þær skapa oft ný störf, bæta við inn- lenda framleiðslu og auka útflutning. Erlendur atvinnurekstur eflir aðeins samkeppni á mörkuðum þar sem innlend fyrirtæki eru fyrir. Mest munar urn hann í þjónustu eða iðngreinum, sem hafa ekki miklakeppni af innllutningi. Landsmenn geta líka mest lært af þeirn fyrirtækjum sem starfa á svipuðu sviði og innlend. Ætla má að Istak hafi erft nákvæmni og gætni við tilboðsgerð frá dönskum stol'n- endum sínum, E. Phil & spn, en ístak er með langlífustu verktökum á íslandi, stofnað 1970. Því miður hafa ekki allir keppinautar þess tekið það sér til fyrir- myndar, heldur starfað í anda athafna- mannsins, sem sagði í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum, að ef inenn ætluðu sér að reikna allt út fyrirfram yrði litlu kornið í verk hér á landi. Skandia hefði reyndar mátt fara nteð meiri gát þegar það hugðist Efni blaðsins I forsíðugrein fjallar Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, urn erlendar fjárfestingar og leggur til að hugað sé að fleiri kostum en stóriðju. Verðtrygging ertilumfjöllunarígrein Olafs K. Olafs, viðskiptafræðings. Hann rekur þarsögu verðlryggingarog ákvarð- ^anir um framtíð hennar._____________

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.