Vísbending


Vísbending - 27.09.1996, Qupperneq 4

Vísbending - 27.09.1996, Qupperneq 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.515 09.96 Verðtryggð bankalán 8,8% 21.09 Óverðtr. bankalán 12,2% 21.09 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,60% 24.09 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,70% 24.09 M3 (12 mán. breyting) 5,1% 07.96 Þingvísitala hlutabréfa 2.177 24.09 Fyrir viku 2.169 Fyrir ári 1.253 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 178,4 09.96 Verðbólga- 3 mán. 3,9% 09.96 -ár 2,5% 09.96 Vísit. neyslu - spá 178,4 09.96 (Fors.: Gengi helst 178,9 10.96 innan ±6% marka) 179,3 11.96 Launavísitala 147,9 08.96 Árshækkun- 3 mán. 0,3% 08.96 -ár 5,4% 08.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 07.96 -ár 3,7% 07.96 Skorturá vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 3,8% 07.96 fyrir ári 3,9% Velta maí-júní ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 141 10,2% VSK samt. 9,5 7,4% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 102,0 08.96 Mánaðarbreyting -1,0% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.356 24.09 Mánaðarbreyting -6,0% Sink (USD/tonn) 993 24.09 Mánaðarbreyting 0,6% Kvótamarkaður 22.09 (krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 77 750 fyrir mánuði 100 600 Ýsa 15 127 fyrir mánuði 5 127 Karfi 38 160 fyrir mánuði 38 160 Rækja 75 400 fyrir mánuði 75 400 V _________________________J f 7 ] N Vísbending vikunnar Sjávarútvegssýningu í Reykjavík er nýlokið. Sýningin þótti heppnast mjög vel og er það vel. A sýninguna kom fjöldi innlendra og erlendra gesta og virðist sem viðskipti hafi blómstr- að. Ætla má að sala tengd sýning- unni muni koma fram í bættri afkomu hjá þeim fyrirtækjum sem eru á hluta- bréfamarkaði. Þau fyrirtæki sem helst koma upp í hugann eru: Hampiðjan hf., Marel hf., Plastprent hf., Sæplast hf. og Tæknival hf. Þessu til viðbótar eru fy rirtæki sem ekki eru skráð á Verð- bréfaþingi t.d. Nýherji hf. og Kæli- smiðjan Frost hf. V _________________________) Þetta er ekki einhlít aðferð, þar sem hluta- bréfaverð á hverjum tíma endurspeglar mat á eignum félagsins umfram skuldir, hér eftir nefnt innra virði, og einnig væntingar um framtíðarhag. Því er þörf á að meta eignir félagsins með einhverj- uni hætti og bæta síðan við arðsemis- þætti. Formúlan fyrir þessu gæti verið eftirfarandi: V = I • A, V=verð, I=innra virði og A=arðsemisþáttur. Mat á innra virði er ekki auðvelt, sér- staklega ef um duldar eða vanmetnar eignir er að ræða. Hér á landi gæti t.d. kvóti talist til dulinnar eignir, þó að eign- arhald sé óljóst og meðferð í uppgjörum misjöfn. Ef eignir eru taldar nokkuð rétt metnarendurspeglast innra virðið í hlut- fallinu: Eigið fé/hlutafé. Arðsemisþátturinn Arðsemisþátturinn getur verið sama hugtakið og Q-hlutfall, sem sýnir hlut- fallið á milli verðs og innra virðis fyrir- tækis, en það er þó háð því að innra virði endurspegli mat á eignum. Hvað arðsemina varðar mætti leggja eftirfarandi línur. Ef miðað er við tiltekinn árafjölda í framtíð, hversu mikil má hækkun vera til að viðunandi arðsemi verði náð? Dæmi um þetta væri að ef miðað er við 10 ára tímabil og 10% arðsemi, þá ætti arðsemisþátturinn að vera 2,59. Ef innra virði félags er metið 1,5 þá ætti að selja hlutabréfin ef verðið fer verulega yfir 3,89 en, ef verðið er verulega undir 3,89 ætti að kaupa. A myndinni hér fyrir ofan má sjá hvemig arðsemisþáttur er miðað við 5, 10 og 15 ára tímabil. Viðmiðunartímabilið ætti að miða við áætlaðan eignarhaldstíma bréfanna. Hlutabréf hér á landi Þessa aðferð má einnig nota á hinn veginn, til að meta hver arðsemin af hlutabréfum er miðað við núverandi verð bréfanna. Taflan sýnir slíkt mat þar sem notuð eru hlutabréf skráð á Verð- bréfaþingi Islands. Ef skoðuð eru nokkur af þeim fyrir- tækjum sem eru hvað hæst eru metin, má t.d. sjá að kaupendur hlutabréfa telja að arðsemi Marel hf. geti orðið yfir 20% á 10 ára tímabili. Arðsemi í Plastprenti hf. ætti að verða um 17% miðað við þessar forsendur og arðsemi Vinnslu- stöðvarinnar ætti að verða tæp 17%. Arðsemi liðins tíma Arðsemi liðins tíma segir hvernig fyrirtækinu gekk í fortíðinni. Hugsanlegt væri að nota þessa arðsemi sem viðmið- un varðandi arðsemiskröfu, en notagildi fortíðarí spá til framtíðar erumdeilanleg. Reynsla í fortíðinni segir til um hvemig fyrirtækinu tókst að vinna úr þeim þáttum sem það hafði til ráðstöfunar þá, en aðstæður geta breyst og því er varasamt að treysta alfarið á slíkar aðferðir. Arðsemi í fortíð getur þó gefið vísbendingar um framtíðina og oft er þörf á þeim. Stundum er sagt að notkun fortíðar til að spá um framtíð sé eins og að aka bifreið áfram með því að horfa aðeins út um afturgluggann. -----•---♦----♦----- Nýr ritstjóri Tómas Örn Kristinsson, rekstrar- hagfræðingur, hefur nú tekið við rit- stjóm Vísbendingar. Tómas vann um fimm ára skeið á Verðbréfaþingi íslands og áður hjá Fjárfestingafélagi Islands. Utgefendur bjóða Tómas velkominn til starfa og vænta góðs af samstarfi við hann. -----♦---♦——♦------- Skakkirdálkar í 35. tbl. Vísbendingar fór texti yfir dálkum í töflu 4 á bls. 4 á skjön. Allar yfirskriftir dálka eiga að færast aftar um einn dálk. ( . A Aðrir sálmar Þjóðarátak Forseti Islands hefur hvatt til þjóðar- átaks um vegagerð í Barðastrandar- sýslu. Þessi hvatning er síðbúin því hér á landi hafa allir vegir sem standa undir nafni verið kostaðir af þjóðinni gegnum fjárlög. Enginn vafi er að vegagerð í Barðastrandarsýslu verður greidd þannig fremur en með söfnun á Rás 2 og Bylgjunni. Hver ervörn hinna? I síðustu sálmum var fjallað um skaða þeirra íþróttaáhugamanna sem misstu af keppni á læstum sjónvarpsrásum. Á móti hefur hins vegar verið spurt: Hvað um þá sem engan áhuga hafa á íþróttum almennt og þurfa að sitja undir þeim dægrin löng í skammdegi og fásinni á ^sjónvarpsrás allra landsmanna? Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent- Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritiðmáekkiafrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.