Vísbending


Vísbending - 01.11.1996, Side 1

Vísbending - 01.11.1996, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. nóvember 1996 41. tbl. 14. árg. Hvað á að greiða fyrir kvóta? Leiguverð þorkskvóta og verð á markaði - 28% aflahlutur (Aprfl 1995 - Október 1996) Heimildir: Vísbending og Morgunblaðið Verð varanlegs þor ksk vóta og verð á markaði - 28% aflahlutur (Apríl 1995 - Október 1996) Heimildir: Vísbending og Morgunblaðið Frá því að framsal kvóta var leyft hafa orðið veruleg viðskipti með hann. Starfræktirerukvótamark- aðir og hafa viðskipti þar oft verið nokk- ur. Ekki er gott að meta hver viðskipti eru á kvótamörkuðum vegna þess hve skipti á kvóta vega þungt. Litlar eða engar upplýsingar er að hafa um verð í öðrum viðskiptum. Lítil umfjöllun hefur hins vegar orðið um verðmyndun kvóta. Hvað liggur að baki því verði sem um er samið? Gefur verð á kvótamörkuðum rétta mynd af viðskiptununr? Hvert ætti kvótaverð að vera ef hagfræðilegar for- sendur lægju að baki? Reynt verður að varpa Ijósi á þessi atriði og verður um- fjöllun út frá hagfræðilegu sjónarhorni. Framboð og eftirspurn A fullkomnum markaði myndi verð á kvóta ráðast af framboði og eftirspurn. Hátt verð á kvóta hvetti þá sem hafa hugsað sér að selja en lágt verð leiddi til mikillar eftirspurnar. Sífelld leit að jafnvægi færi fram þar sem framboð og eftirspurn mættust og allir væru sáttir við verðið. En það sem skyggir á þessa mynd hér á landi er að hluti markaðarins erekki sýnilegur. Viðskipti farafram fyrir luktum dyrum og nánast er útilokað að fá upplýsingar um verð. Önnur sjónar- mið en hrein hagfræðileg sjónarmið ráða einnig kaupum kvóta. T.d. getur afla- samselning ráðið miklu. Ef útgerð á lítið eftir af kvóta í einhverri einni tegund en mikið af öðrurn þá getur orðið vandamál að veiða hinar tegundirnar þar sem fiskar raða sér víst ekki alveg eftir tegundum í hafinu. Því getur verið þörf á þorsk- kvóta þó verið sé að veiða ýsu ef hlutfall þorsks á ýsumiðum er óhagstætt. Önnur atriði svo sem skattaleg atriði geta einnig haft áhrif á myndina. Tvenns konar sala á kvóta Tvenns konar sala á kvóta fer fram. Annars vegar sk. leiga en þá eru keypt réttindi til að veiða kvóta á yfirstandandi fiskveiðiári hins vegar er sala varanlegs kvóta en þá er réttur til veiða keyptur af þeim sem átti. En varanlegum kvótafylgir einnig að afli eykst innan kvótans ef aukning verður á úthlutun. Fiskveiðiár hefst í september ár hvert og er þá út- hlutað kvótum til útgerða í samræmi við leyfilegt veiðmagn. Forsendur kvóta- kaupa Þegar væntanlegur kaup- andi reiknar út það verð sem hann hyggst greiða fyrir kvóta eru nokkur sjónarmið höfð að leiðarljósi. 1. Draga þarf frá kaupverð- inu þann hluta sem myndar aflahlut sjómanna, svokallað- an skiptahlut. 2. Reikna þarf út breytilegan og fastan kostnað útgerðar- innar. 3. Meta þarf áhrif á veiðar á öðrum tegundum. 4. Meta þarf skattalegt hag- ræði. 5. Ef keyptur er varanlegur kvóti þá þarf að meta hugsan- legt framtíðarmagn. 6. Reikna þarf út arðsemi kaupanna. 7. Til eru útgerðir sem meta fórnarkostnað þess að halda ekki uppi atvinnu. Hagfræðilega ætti að kaupa kvóta svo fremi sem afrakstur kaupanna, þ.e. verð sem fæst fyrir aflann að frádregnu kaup- verði kvótans, skilar öllum breytilegum kostnaði veiðanna og endilega ef eitt- hvað er eftir upp í fastan kostnað. Kostnaðarliðir Taka verður tillil til aflahlutar sjó- manna, sk. skiptahlutar. Flókið mál er að reikna út skiptahlut og þar til viðbótar eða frádráttar kemur olíuverðsviðmiðun sem er breytileg. Skiptahlutur á togurum er sennilega um 28%-29% af söluverði afurðanna að teknu tilliti til olíukostnaðar. Fastur kostnaður hjá útgerðum sam- anstendur yfirleitt af afskriftum og tryggingariðgjöldum auk einhvers stjórnunarkostnaðar. Hlutfall fasts kostnaðar af heildarkostnaði hjá útgerð- um er mjög misntunandi t.d. vegna mis- munandi aldurs skipa. Hins vegar er erfitt að sjá beint breyti- legan kostnað við veitt kíló af fiski. Hugsanlega sér þess stað í aukinni olíu- notkun vegna aukinnar þyngdar skips. Slit á veiðarfærum er væntanlega fremur vegna fjölda kasta og ástandi sjávar- botns en fjölda fiska sem í þau korna, nema auðvitað allt rifni vegna mikils magns af fiski. Fremur mætti líta á breyti- legan kostnað sem fall af fjölda úthalda og lengd þeirra. Ef sú er raunin þá er breytilegur kostnaður nánast aðeins aflahlutdeild og hluti af olíunotkun. Leigukvóti Ef lilið er yfir síður dagblaða þá eru þar oft upplýsingar um verð á ftskmörk- uðum hér á landi. Hægt er að fá upplýs- ingar um verð kvþta á kvótamörkuðum og einnig hjá LÍÚ. Magn kvóta sem Efni blaðsins Verðmyndun kvóta er forsíðugrein Vísbendingar að þessu sinni. Á bls. 2 eru vangaveltur um kaupverð Skandia. Á bls. 3 er fjallað um bjartsýni sem ríkir á álmörkuðum þrátt fyrir lágt verð sem stendur. Á bls. 4 er umfjöllun um spár VIB á þróun vaxta og hlutabréfaverðs. V. J

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.