Vísbending


Vísbending - 29.11.1996, Síða 1

Vísbending - 29.11.1996, Síða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 29. nóvember 1996 45. tbl. 14. árg. Orkunotkun vex stöðugt í heiminum Olíuverð í heiminum hefur farið hækkandi upp á síðkastið. Allt frá 1973, þegarfyrri olíukrepp- an skall á, hefur olíuverð skipt verulegu máli varðandi efnahagsmál í heiminum. Fram til þess tíma var litið á olíu sem sjálfsagðan hlut þar sem framboð og eftirspurn væru í jafnvægi og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af verðinu. Olíukrepp- an, og í kjölfarið hennar, áhyggjur af því hve lítið væri eftir af ónýttum olíulind- um í heiminum, auk vaxandi meðvitundar um umhverfisáhrif af brennslu á olíu, breyttu þessu hugarfari. Orkugjafar Álitið er að olía hafi verið um helm- ingur af þeim orkugjöfum sem notaðir voru í heiminum til iðnaðar, flutninga og heimilisþarfa um 1970 en nú, aldar- fjórðungi síðar, er álitið að olíunotkunin sé um 39%. Gas er í auknum mæli notað en notkun þess óx úr 18% í 22% á þessum árum. Notkun kola hefur minnkað eitthvað og er nú um 25%. Kjarnorka er talin fullnægja 6% af orkuneyslu heimsins og endumýjanlegir orkugjafar, þ.m.t. vatnsorka, sólarorka, vindorka og jarðvarmi, eru taldir fullnægja 8% af orku- neyslu heimsins. Spáð er aukinni orkunotkun Orkunotkun í heiminum árið 1993 var talin nema 349,1 x 1024 BTU, en BTU er sk. British Thermal Unit. Orkunotkunin er talin hafa vaxið um 70% frá 1970. Spáð er að orkunotkunin eigi eftir að vaxa um 55% til 2015 eða sem svarar um 2% á ári að meðaltali. Búist er við að koltvísýr- ingur muni aukast í andrúmsloftinu um 54% miðað við það sem nú er. Þessi spá er tekin úr Internaúonal Energy Out- look 1996 en það rit er gefið út af orku- málaráðuneyti Bandaríkjanna. Forsendur spánna Þegar spár sem ná til svo langs tíma eru gerðar þarf að byrja á forsendum en þær ráða miklu um niðurstöðuna. Meðal forsendna eru: Þjóðarframleiðsla í heim- inum mun aukast úr 23 biljónum dollara (m.v. verðlag 1990) í 45 biljónir dollara, en hún vartalin 12 biljónir dollara 1970. Orkunotkun óx hægar en þjóðarfram- leiðslan á tímabilinu 1970- 1993. Gert er ráð fyrir að fólksfjölgun í heim- inum verði töluverð fólki fjölgi úr 5,7 miljörðum manna í 7,5 miljarða manna. Gert er ráð fyrir að 2/3 vaxtarins í orku- notkun verði í löndum sem eru að iðn- væðast. Aðallega er um að ræða lönd í Asíu þar sem helmingur mannkyns býr. Olíunotkun Olíunotkunin árið 1993 var áætluð 67 miljónir tunna á dag en búist er við að hún vaxi í 99 miljónir tunnur á dag árið 2015. Því er spáð að olíuverð muni hlaupa á bilinu 16 dollarar á tunnu upp í 34 dollara á tunnu á tímabilinu frá 1993 - 2015 en verði að meðaltali 25 dollarar á tunnu. Efsta myndin til hægri sýnir þróun olíuverðs frá 1985. Olíuverð hefur heldur farið hækkandi upp á síðkastið og er það rakið til lítilla birgða af olíu í Bandaríkjunum og Evrópu. Birgðir minnkuðu mjög mikið vegna mikilla kulda síðastliðinn vetur. Kolanotkun Gert er ráð fyrir að notkun kola muni aukast á næstu árum. Spáð er að hlutfall kolanotkunar af heildarorkunotkun verði óbreytt árið 2015 eða 25%. Búist er við að aukning kolanotkunar verði mest í Asíu, sérstaklega í Kína og á Indlandi. Gasnotkun Notkun gass mun væntanlega aukast verulega á næstu áratugum og er þá helst horft á Asíulönd. Gas er mikið not- að til hitunar og það er gasinu til fram- dáttar að mengun af völdum þess er lítil. Endurnýj anlegar orkulindir Notkun endurnýjanlegra orkulinda mun aukast á næstu árum og er gert ráð fyrir að notkun þeirra muni aukast úr 8% í 9% á næstu tveimur áratugum. Mest aukning mun væntanlega verða í notkun vatnsafls. Notkun kj arnorku Búist er við að draga muni úr notkun kjarnorku í framtíðinni. Kjarnorka hefur átt undir högg að sækja og er búist við að hlutfall kjarnorku af heildarorkunotk- un muni dragast saman um 2% á næstu 20 árum. Heimild: Inlernational Energy Outlook 1996 Orkunotkun spá til 2015 1970 1980 1990 2000 2010 Efniblaðsins Vísbending er hlaðin orku að þessu sinni en forsíðugrein og greinar á bls. 2 fjalla um ýmis atriði er varða orku- notkun og orkugjafa í heiminum. Á bls. 3 er fjallað um nýjung í bifreiða- viðskiptum sk. rekstrarleigu. 1 grein á bls. 4 er fjallað um mismunandi lengd sumarfría í ýmsum löndum.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.