Vísbending


Vísbending - 06.12.1996, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.12.1996, Blaðsíða 3
Hvernig eiga lífeyr- issjóðir að fjárfesta? Ekki eru ýkja mörg ár síðan líf- eyrissparnaður okkar íslend- inga var að mestum hluta bund- inn í skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins. Þótt ávöxtun þessara pappíra væri þolanleg miðað við markað þess tíma þá var lítið tillit tekið til áhættustýr- ingar með þessari ráðstöfun. Samið var um það með nokkuð reglulegum hætti að verulegur hluti ráðstöfunartekna sjóðanna færi í áðurnefnd skuldabréf og þannig var það. Enda var það svo í mörg ár að potturinn hjá lífeyris- sjóðunum var nánast fullur af þessum bréfum. Onnur bréf komust einfaldlega ekki að. Það þarf ekki að taka fram að engar forsendur voru fyrir því að verð- bréfamarkaður þrifist í landinu við þessar aðstæður. Breyttir tímar En nú er öldin önnur. Lífeyrissjóðirnir eru ekki lengur bundir á þennan klafa. Þeir hafa þó flestir haldið áfram að fjár- magna húsnæðiskerfið en nú ráða forsendur markaðarins. I töflu 1 er sýnd skipting eigna nokkurra stærstu lífeyris- sjóðanna samkvæmt skýrslu bankaeftir- lits Seðlabanka íslands um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 1995. Það er athyglisvert hve hátt hlutfall skuldabréfa sem tengd eru húsnæðis- kerfinu er ennþá. Einnig er athyglisvert að fjárfesting í hlutabréfum er afskap- lega lítil. Það sama á einnig við um fjár- festingu í erlendum verðbréfum. Eðli- legt er að varlega sé farið í fjárfestingum á nýjum tegundum verðbréfa og ekki keypt fyrr en menn vita nákvæmlega í hverju þeir eru að fjárfesta. Það er samt spurning hvort ekki er of hægt farið í þessu því að markmiðið með fjárfest- ingum lífeyrissjóða á ekki að vera stuðn- ingur við húsnæðiskerfið hér á landi heldur góð ávöxtun og áhættudreifing. Eignadreifing erlendra lífeyrissjóða Erlendis eru deildar meiningar um hvernig lífeyrissjóðir eigi að fjárfesta. Sums staðar er talið að hiutabréf eigi að ISBENDING Tafla 1 Ríkis-Húsnæðis- Önnur Hluta- Erlend Annað ábyrgð stofnun skuldab. brcl' verðbr. Lff.sj. verslunarm. 3,2% 47,5% 35,7% 4,0% 2,3% 7,3% Líf.sj. sjómanna 9,7% 60,0% 25,9% 1,1% 1,9% 1,3% Samein. lífeyrissj. 2,8% 40,0% 44,4% 2,6% 1,5% 8,7% Líf.sj. Dagsbr. og Frams. 6,8% 50,4% 34,5% 3,3% 3,2% 1,8% Líf.sj. Norðurlands 10,4% 32,6% 44,6% 5,4% 2,9% 4,0% vera uppistaðan í pott- inum því hlutabréf séu í eðli sínu langtímafjár- festing sent henti lífeyr- issjóðum vel, auk þess sem ávöxtun þeirra sé almennt betri en ávöxt- un skuldabréfa. Auk þess er talið að erlend verðbréf eigi að vera 15- 20% af pottinum því með því sé dregið úr þeirri áhættu sem skap- ist af innlendu efna- hagslífi. I töflu 2 er skipting eigna lífeyrissjóða í nokkrum löndum Evrópu í lok árs 1994. Það sem vekur mesta athygli við skoð- un þessara talna er hátt hlutfall hluta- bréfa er í sumum landanna en þar er Bretland í sérflokki. Bretar hafa langa reynslu af hlutabréfamörkuðum og hún bendir til þess að hlutabréf ávaxtist jafnan betur en skuldabréf. A myndinni er sýnd nánari eigna- skipting lífeyrissjóða í Bretlandi og landa Evrópu utan Bretlands. 1 Bretlandi vega erlend verðbréf þungt eða 27% af heild- areignum sjóðanna. 1 Evrópu, að und- anskildu Bretlandi, eru erlend verðbréf hins vegar aðeins 11%. Ekki er tekið fram í þeim gögnum sem Vísbending hefur undir höndum hvort einungis sé um ríki ESB að ræða en það má þó telja líklegt. Hvað þarf að gera hér á landi? Lífeyrissjóðir hérlendis þurfa að dreifa eignum sínum betur. Þó að það sé klisja að ekki eigi að setja öil eggin í sömu körfuna, þá er samt urn vísdóm að ræða sem ekki ætti að leiða hjá sér. Islenskt efnahagslíf er sveiflukennt. Þar valda mestu álirif fisk- veiða og vinns- lu og það þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hversu mikil áhrifin eru af auknum alla eða aflabresti. Líf- eyrissjóðir hér- lendis ættu því að minnka áhrif- in af þessu með því að fjárfesta í auknum mæli er- lendis. Það er nteira að segja 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Annað Erlend hlutabr. Innlend hlutabr. Erlend sk.br. Innlend sk.br. Bretland Evrópa án Bretlands Heimild: InterSec Research Corp. spurning hvort ekki sé meiri þörf á erlendri fjárfestingu hér á landi en víðast hvar annars staðar vegna okkar alkunnu sérstöðu. En lífeyrissjóðir þurfa einnig að gæta sín í fjárfestingum innanlands. Lífeyrissjóðirnir hafa í höndunum stóran hluta sparnaðar landsmanna og er treyst til að verja hann áföllum. Þeir þurfa sérstaklega að gæta þess að festa ekki of mikið fé í einstökum grein- unt atvinnulífsins, l.d. sjávarútvegi. Einnig þurfa þeir að gæta þess að fjár- festing í einstökum landshlutum sé hófleg. Þannig væri það afar slæmt ef lífeyrirsjóður í byggarlagi úti á landi fj árfesti ntikið í því by ggðarlagi. Ef eitl- hvert áfall riði yfir væri ekki nóg með að afkomu íbúanna væri ógnað heldur einnig lífeyrissparnaði þeirra. Verstu dæmin erlendis frá eru sennilega frá Bandaríkjunum en þar fjárfestu lífeyr- issjóðir starfsmanna í ýmsum iðngrein- um gjaman í þeim fyrirtækjum sem líf- eyrisþegamir störfuðu hjá. Þegar þessi fyrirtæki urðu umvörpum gjaldþrota hvarf sparnaður starfsmannanna ásamt atvinnunni. Tafla 2 Hlutabréf Skuldabréf Fasteignir Annað Bretland 80 1 1 6 3 Holland 30 58 10 2 Þýskaland 1 1 75 1 1 3 Svíþjóð 32 47 8 13 Frakkland 14 39 7 40 Danmörk 22 65 9 4 ftalía 9 62 23 6 Irland 55 35 6 4 Spánn 4 82 1 13 Finnland 5 73 12 10 Belgía 36 47 7 10 Portúgal 10 72 (?) 18 (?) Austurrfki 10-15 80 2 6 Luxemborg Heimild: EFRP 20 70 0 10

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.