Vísbending


Vísbending - 15.08.1997, Síða 2

Vísbending - 15.08.1997, Síða 2
ISBENDING Menntir en máttleysi og stefnuleysi stjórnvalda. Garðar Vilhjálmsson stjórnmálafræðingur Það er vísast að bera í bakkafullan lækinn að ræða lélega menntun þjóðarinnar, ekki síst skort á starfsnámi og tengsl aukins starfsnáms við hagsæld á breytingartímum. A þess- um síðum hefur umræðan þó mest verið á forsendum hagrænnar lýsingar á ástand- inu ogsamanburðarfræði viðönnurþjóð- félög (sjá t.d. 24. og 30. tbl.). Hér verður gerð tilraun til sögulegrar og stjórn- málafræðilegrar greiningar á uppbygg- ingu og ástandi starfsmenntunar á Islandi í dag. Sagan er ekki löng Starfsnám hér á landi má rekja til búnaðar- og húsmæðraskóla á síðari hluta nítjándu aldar og Stýrimannaskól- ans sem stofnaður var árið 1892. Fyrstu lög um iðnnám voru sett hér 1893 og er í þeim lögum vísað til verslunarmanna, handiðnaðarmanna og annarra atvinnu- rekenda sem taka unglingaog kenna þeim iðn sína. Það má sjá af þeim lögum sem síðan hafa gilt um starfsnám á íslandi að stjóm og framkvæmd þessara mála var í höndum iðnaðarmanna allt til ársins 1988 og vísast hér í lög frá árinu 1938, 1949, 1955 og 1966. Skv. lögunum frá 1938 skipar atvinnumálaráðherra þrjá iðnað- arfulltrúa sem skulu (a.m.k. tveir) sam- þykkja alla námssamninga, að undan- genginni könnun hjá viðkomandi sveina- félagi og meistarafélagi á þörf fyrir fjölg- un iðnnema í greininni. í lögunum segir einnig orðrétt „að þar sem félög sveina og meistara í einhverri iðngrein hafi kont- ið sér saman um tölu iðnnema skuli því samkomulagi ekki raskað af iðnaðarfull- trúum“. Með lögunum frá 1949 var stofn- að Iðnfræðsluráð sem tók við störfum iðnfulltrúa og lifði til ársins 1996. Iðn- fræðsluráð skyldi vera framkvæmdaaðili vegna náms í löggiltum iðngreinum og var í raun eina opinbera yfirvaldið sem hafði meðstarfsmenntunáíslandi aðgera til ársins 1988 en þá fékk ráðið aðeins ráðgefandi hlutverk gagnvart mennta- málaráðuneytinu.Iðnfræðsluráð varfyrst skipað 5 mönnum, tveim iðnmeisturum og tveim iðnsveinum, ásamt fulltrúa ráð- herra, en með lögunum 1966 var fjölgað um fjóra og við bættust fuiltrúi iðn verka- fólks, fulltrúi iðnnema, fulltrúi iðnrek- enda og iðnskóla. Hlutverk Iðnfræðslu- ráðs var m.a. að halda uppi leiðbeining- arstarfi um stöðu val og í þ ví sky ni fylgj ast með afkomu og horfum innan einstakra iðngreina og leita þar álits félagasamtaka meistara og sveina. Forræði iðnaðar- manna yfir stefnumótun í starfsnámi var síðan enn frekar staðfest með lögum um iðnskóla frá 1955 þar sem ríki og sveit- arfélög taka yfir rekstur iðnskóla af iðn- aðarmannafélögum. Með þessum lögum var staðfest að leita skyldi til iðnfræðslu- ráðs um öll meiri háttar atriði er skólana varðaði og varbæjarstjórnum einnig gert að kjósa a.m.k. helming skólanefndar úr hópi iðnaðarmanna. Þá höfðu fulltrúar iðnaðármanna öll úrslitahrif skv. lögum á námskrárgerð á vegum fræðslunefnda sern voru skipaðar með lögunum 1966. Meistarakerfisleiðin allsráðandi Meistarakerfisleiðin í starfsfræðslu (þ.e. að láta námið fara að miklum hluta fram hjá meisturum í viðkomandi iðngrein) sem hér hefur verið allsráðandi og m.a. komið fram í þeirri stjórnkerf- isuppbyggingu alls starfsnáms sem að ofan er lýst á sér langa sögu í svoköl luðum gildum í Evrópu á miðöldum. Gildin voru félög handverksmanna með eigin reglur sem litu á það sem hlutverk sitt að við- halda handverki undir ströngum aga og kenna það kynslóð fram af kynslóð með því að taka til sín, í takmörkuðum mæli, nema sem lærðu handverkið og skiluðu því áfram. Ásamt þessu höfðu þeir sem í gildunum voru nokkur áhrif á stjórnun bæja og héraða og voru gildin þannig n.k. almenn hagsmunagæsla þeirra sem í þeim voru. Með þessu áttu gildin einnig nokkurn þátt í að brjóta niður höfðingja- veldi miðalda og koma á frjálsum póli- tískum stofnunum samfélagsins, og tókst þeim jafnframt að halda uppi launum meðlima sinna. Með nokkurri einföldun má síðan segja að það hafi verið vindar hinna klassísku frjálshyggju sem blésu um Evrópu um miðja síðustu öld ásamt þeim þjóðfélagsbreytingum sem tengdust iðnbyltingunni (verkaskiptingu, ljölda- framleiðslu og bættum samgöngum) undir aldamótin sem mörkuðu endalok hinna klassísku gilda. Með þessum breyt- ingum settu opinber yfirvöld (í stað gild- anna) þær kröfur sem gera skyldi til iðn- aðarmanna og til þeirra sem hafa með kennslu að gera í verknámi. I Þýskalandi markaði þetta einnig upphaf á almennum námsverkstæðum (e.: Training-Work- shop) sem gerðu mögulegt að útbreiða þekkinguna og handverkið mun vfðar en áður. Þannig voru t.d. árið 1926 komin upp 68 slík námsverkstæði í Þýskalandi, flest í málmiðnaði, og fjöldinn óx verulega með valdatöku þjóðern- issósíalista árið 1933. Þessi þróun sem þjóðernissósíalistar skildu þörfina á hélt áfram með stofnun Sambandslýðveldis- ins 1949 og var staðfest með þýsku starfs- menntalögunum árið 1969. Sérhagsmunagæsla s , Alslandi fór ýmislegt á annan veg en íEvrópu. Hin klassíska frjálshyggja hafði hér lítil áhrif á vinnumarkað eða á námsskipulag (enda skólakerfið almennt ómótað) og hin íslenska iðnbylting fólst í vélvæðingu útgerðar og þannig vaxandi hráefnisöflun en ekki uppbyggingu iðnaðar. Islenskt efnahagskerfi og sam- félag varð aldrei frjálsly nt í þeim skilningi að því væri stjórnað með hagsmuni heild- arinnar að leiðarljósi, e.t. v. fyrst og fremst vegna óþroskaðrar uppbyggingar ríkis- valds og aldagamalla hefða fyrir stjórn sterkra fámennishópa í íslensku bænda- veldi semspeglaðistsíðarívali ákjörnum fulltrúum þjóðarinnar og kröfum heima í héraði á hendur þeim.1 Skipulag frá miðöldum Kjarni málsins er þannig sá að vegna hins óþroskaða skipulags á öllu starfsnámi og óburðugu ríkisvaldi er stjóm málaflokksins færð í hendur þeim sem eiga þar hagsmuna að gæta líkt og hjá gildunt miðalda í Evrópu.2 Þetta, ásamt síðan mismunandi áherslum íþró- un atvinnulífs hér annars vegar og iðn- veldum Evrópu hins vegar, varð til þess að þróun starfsmenntunar og þróun at- vinnulífs fórust á mis. Gestur Guðmunds- son hefur orðað þetta svo að verkmennta- kerfið íslenska hafi aldrei miðast við menntun eða þjálfun til helstu fram- leiðslustarfa okkar, s.s. fiskveiða, fisk- vinnslu, iðjustarfa eða annarrar verka- mannavinnu. Þvert á móti hafi verk- menntakerfi okkar tekið mið af þörfum lítils geira innan atvinnulífsins og það fremur verið rniðað við þarfir eins og þær voru en eins og þær eru þannig að „þrátt fyrir hið takmarkaða hlutverk löggiltra iðngreina í íslenskri atvinnugerð og þrátt fyrir gerbyltingu atvinnuháttanna á síðustu áratugum, miðast innihald verk- menntunar enn að stærstum hluta við þessar iðngreinar".3 Framhald á síðu 4 2

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.