Vísbending


Vísbending - 10.10.1997, Síða 3

Vísbending - 10.10.1997, Síða 3
ISBENDING # Litli drekinn: Taívan Eyjan Taívan liefur ver- ið mikið í fréttum hér- lendis síðustu daga vegna heimsóknar varaforseta landsins hingað til lands. Á Taívan býr rúmlega 21 milljón manna. Flat- armál eyjunnar er 36 þúsund i'er- kílómetrar sem er rúmlega þriðj- ungur af stærð íslands. T aívan hét áður Formósa og öðlaðist sinn sess í sögunni 1949 þegarChiang Kai-shekflúði þangaðeftirófarir gegn herjum kínverskra kom- múnista.Framtilársins 1971 nutu eyjabúar viðurkenningar um- heimsins sem ígildi sjálfstæðrar þjóðaren þegarsamskipti Banda- ríkjanna og Kína þiðnuðu breytt- ust viðhoiTm. Taívan varvikið úr Sameinuðu þjóðunum og æ síðan hafa íbúar þar átt undir högg að sækjaístjórnmálalegutilliti.Oðru máli gegnir um efnahagsmálin. Taívan ásamt Singapúr, Hong Kong og Suður-Kóreu hafa verið kölluð „Litlu drekarnir fjórir" vegna rnikils hagvaxtar síðustu áratugina auk almennrar velmeg- Meðal þeirra stærstu Taívan telst vera í fjórtánda sæti á listanum yfir stærstu útflytjendur í heiminum. Verð- mæti útflutnings frá Taívan á síðasta ári nam tæplega 115 milljörðum Bandaríkjadala en verðmæti innflutnings var tæplega 97 milljarðar Banda- ríkjadala. Mest var flutt út til Bandaríkjanna eða 23,3% af heildar útflutningi, Hong Kong var næst í röðinni með 23,1% og þá Japan en hluldeild þeirra nam 11,8%. Framleiðsla Taívans á hátæknibúnaði er veruleg, enda teljast þeir fram- leiða tölvubúnað að verðmæli um 24 milljarða Bandaríkjadala ogeru íþriðjasæti yfirþærþjóðir sem mest framleiða. Taívan er í fjórða sæti yfir þau lönd sem mest framleiða af tölvurásum sent notaðar eru í margs konar tækjum. Það hefur þó einkennt framleiðslu frá Taívan að þeirra framleiðsluvörur eru oftast seldar undir nafni fjölþjóðafyrir- tækja svo sem IBM, Compaq, Dell eða NEC frernur en fyrir- tækj a sem hafa aðsetur á T aívan. Undantekningarnar frá þessari reglur eru fyrirtækin Acer og Umax en hið fy rrnefnda er þekkl Mynd 1. Vísitala uppsafnaös hag vaxtar 1988 -1998 (spá) Mynd 2. Stærstu útflytjendur heims sam- kvæmt Financiaf Times (Mrð $) 600 Mynd 3. Verðbólga (%) 1989 -1998 (spá) á sviði tölvuframleiðslu og hið síðarnefnda fyrir framleiðslu my ndskanna fyrir tölvur. Fyrir- tæki og stjórnvöld á Taívan vinna nú að því að auka þátt- töku innlendra aðila í rann- sóknum og vöruþróun sem tengistframleiðsluhátæknibún- aðar. Tilvistarkreppa Meginvandi Taívanbúa er afstaðan og nálægðin við Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hérað í eigin landi en skipt- ar skoðanir eru meðal Taívan- búaíafstöðunni til Kína. Sumir vilja formlega sameiningu við Kína en aðrir vilja að Taívan sækist eftirviðurkenningu ann- arralandaásjálfstæði. Lýðræði á Taívan er fremur veikburða því að til skamms tíma var þar einræði Koumintangflokksins (flokks Chiang Kai-sheks) en vindar aukins frelsis í stjómmál- um tóku að blása fyrir u.þ.b. tíu árurn. Völd Koumintangflokks- ins eru þó enn mikil. Efnahagsundrið Þegar helstu hagstærðir og þróun þeirra eru skoðaðar má sjá að vöxtur og viðgangur efnahagslífsins hefur verið mikill. Verg landsframleiðsla landsins er talin verða tæplega 300 ntilljarðar Bandaríkjadala á þessu ári. Til samanburðar er samsvarandi talafyrirísland 7,3 milljarðar Bandaríkjadala. Hag- vöxtur hefur verið 7,4% að með- altali síðastliðin 18 ár. Verðbólga er lítil, 2,9% á þessu ári, atvinnu- leysi er áætlað 2,9% í ár, erlend- ar skuldir um 10,3% af VLF og gjaldeyrisvarasjóðurrúmlega90 milljarðar Bandaríkjadala. T als- vert er um að vinnuafl sé flutt til landsins frá nálægum ríkjum. Viðskiptajöfnuður var nimlega 10 milljarðar Bandaríkjadala á síðasta ári og vöruskiptajöfnuð- urinn var rúntlega 18 milljarðar Bandaríkjadala. Árlegur meðal- vöxtur á viðskiptum T aívans við önnur ríki (innflutningur og út- flutningur) var 16% á árunum 1986 til 1995. Heimildir: Finaneial Times, Taiwan (sérrit), 7. október 1997. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, World Economic Outlook, mai 1997. 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.