Vísbending - 10.10.1997, Side 4
ISBENDING
Lífeyrisskuldbindingar
Skuldbindingar hins opinbera
vegna lífeyrisréttinda starfs-
manna voru Iengi feimnis-
mál hér á landi. Lífeyrisréttindin
voru alla jafna betri en það sem
gerðist á almennum markaði og
vorutalinréttiætalægrilaun starfs-
mannanna. Mikið átak hefur verið
gert til að meta þessi réttindi og er
svo komið að ríkissjóður og stofn-
anir hafa látið meta skuldbindingar
sínar og einnig hafa flest stærri
sveitarfélög gert hið sama. 1 ljós
hefur komið að um verulegar fjár-
hæðir er að ræða og var t.a.m.
skuldbinding ríkissjóðs metin á
rúmlega 90 milljarða um síðustu
áramót. Að auki voru skuldbind-
ingar svokallaðra B-hluta stofnana
metnar á rúmlega 12,6 milljarða
króna.
Póstur og sími
Við hlutafélagsvæðingu Póst-
og símamálastofnunarinnar
voru gerðar upp skuldbindingar
hins nýja fyrirtækis með því að
Póstur og sími hf. gaf út skuldabréf
að fjárhæð 6 milljarðar króna til 25
ára, með 6% vöxtum. Þetta skulda-
bréf mun nægja tii að greiða skuld-
bindingar að fjárhæð 10 milljarðar
króna þar sem þær eru reiknaðar
miðað við 2% vexti. Til tryggingar
skuldabréfinu veðselli Póstur og
sími hf. símstöðvar sínar ásamt
tilheyrandi notendakerfi og jarð-
strengjum innanlands. Ætla má að
aðrar ríkisstofnanir muni þurfa að
leysa sín mál með áþekkum hætti
ef til einkavæðingar þeirra kemur.
Bókfærsla
Tafla 1. Lífeyrisskuldbindingar í milljónum króna (m.v. 2% ávöxtun)
Hrt'in Út- Atluigasemdir
skuldbinding tekt
RíkivSsjóður 90.394 96 Fært til skuldar
Póstur op; sími 10.142 96 Uppgert |
Reykjavíkurborg 7.965 96
Ríkisútvaroið 1.750 96 Fært til skuldarl
Akureyrarbær 1.234 94 m.v. 3% ávöxt.
Rafmaensv. rík. 931 96 Fært til skuldarl
Hafnarfjörður 914 95
Áfeneis- oe tóbaksv. 812 96 Fært til skuldarl
Þjóðleikhúsið 733 96 Fært til skuldar
Revkianesbær 644 88 1
Vestmannaeyjar 592 95 Deilur um skb.
vSinfóníuhliómsveitin 570 96 Fært til skuldarl
Flugm.st., Keflav.flugv 563 96 Fært til skuldar
Akranes 534 93 1
Kópavogur 523 95
Húsavík 375 95 nt.v. 3% ávöxt. 1
Fríhöfn, Kettav.ríugv. 315 96 Fært til skuldar
Garðabær 283 96 1
Lánasýsla riksins 262 96 Fært til skuldar
Bveeinearsi. ríkisins 248 96 Fært til skuldarl
Selfoss 240 96
Isafjörður 188 95 1
Byggðastofnun 169 96 Fært til skuldar
Seltiarnarnes 159 94 1
Satidgerði 146 96
Sielufiörður 131 96 1
Sauðárkrókur 126 96
Ólafsfiörður 120 96 1
Happd. Háskóla ísl. 118 96 Fært til skuldar
Borearbveeð 100 96 1
Hornafjörður 88 96
Neskaupstaður 87 95 1
Hveragerði 76 95
Ölfushreppur 61 96 Fært til skuldarl
Lánasj. ísl. námsm. 54 96 Fært til skuldar
Dalvík 52 93 1
Umsýslust. vamarmála 39 96 Fært til skuldar
Laxeldisst. í Kollafirði 19 96 Fært til skuldarl
Bjargráðasj. Islands 12 96 Fært til skuldar
Heimíldir: Ársreikningar
A
berandi erað lífeyrisskuldbindingar
eru ekki færðar til bókar með sama
Vísbendingin
Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi
hefur verið frentur órólegur að und-
anfömu. Þetta má sjá á þróun vísi tölunnar
en leiðin hefur verið fremur niður á við,
þótt öðru hvoru taki hún á skrið upp á
við. Ljóst er að margir bíða nú átekta og
hreyfaekki viðhlutabréfum sínum. Fram-
boðiðvirðistþóverameiraen eftirspurnin
a.m.k. eru sölutilboð fleiri en kauptilboð
samkvæmt Morgunfréttum frá Viðskipta-
stofu íslandsbanka hf. Sennilega bíða
íjárfestar eftir einhverjum frekari lækk-
unum áður en þeir kaupa að nýju, því að
markmið þeirra hlýtur að vera „kaupum
ódýrt og seljum dýrt.“
hætti hjá öllum aðilum. Ríkissjóður og
ríkisstofnanir færa lífeyrisskuldbindingar
til skuldar á efnahagsreikningi en llest
sveitarfélögin færa þær utan efnahags-
reiknings og geta þeirra síðan í skýring-
um. Eina undantekningin meðal sveitar-
félaga sem hafa fleiri en 1000 íbúaerÖlfus-
hreppur, en þar eru lífeyrisskuldbinding-
arnar færðar til skuldar á efnahagsreikn-
ingi. (Þau mistök urðu reyndar í umfjöllun
Vísbendingar í 37. tbl. að sagt var að
Selfossbær færði lífeyrisskuldbindingar
með þessunt hætli og leiðréttist það hér
með.) Selfossbær sýnir lífeyrisskuldbind-
ingu á efnahagsreikningi en færir hana
ekki til skuldar. Æskilegt væri að sveitar-
félögin tækju almennt upp sama hátt og
ríki og stol'nanir, þ.e. að sýna lífeyrisskuld-
bindingar sem skuld á efnahagsreikningi.
Heimildir: Ársreikningar sveitarfélaga, ríkisreikn-
ingur og ársreikningur Pósts og síma.
Aðrir sálmar
Aflsmunur
Það er athyglisvert hve stutt er í að
þjóðir beiti viðskiptaþvingunum í
pólitískum deilum þrátt fyrir alla þá al-
þjóðlega samninga sem gerðir hafa verið
til þess að tryggja að slíkt gerist ekki.
Kínverjar hyggjast nú neyta aflsmunar
gegn Islendingum vegna heimsóknar frá
T aívan. Bandaríkin hótuðu Islendingum
líka viðskiptaþvingunum vegna hval-
veiða á sínum tíma og þykjast þeir þó oft
miklirtalsmennfrelsis,a.m.k.þegarse!ja
þarf amerískar vörur í Japan. Islenskir
stjórnmálamenn og allur almenningur
lýsa skömm á aðgerðum af þessu tagi.
Kínverjum ætti að vera ljós sá ábati sem
fylgir viðskiptafrelsi milli landa, t.d. eiga
þeir blómleg viðskipti við Taívan og
báðir aðilar hafa hag af.
Við líka?
Staðreyndin er hins vegar sú að það er
mjög auðvel t að rétllæta höft af ýmsu
lagi fyrir sjálfum sér, þótt menn séu þeim
andsnúnir þegar þeim er beitt annars
staðar. Ekki er mjög langt síðan Islend-
ingar tóku þátt í slíkum þvingunum gegn
Suður-Afríku. Sumir kunna að segja að
um það gildi önnur sjónarmiðen nú þegar
Kínverjar sýna klærnar. Aðgerðin er þó
söm. Hér á landi er það tíðara en margan
myndi gruna að menn grípi til refsiað-
gerða af þessu tagi milli fyrirtækja eða
stofnana. Þeir, sem beita slíkum meðul-
um, eiga ætíð auðvelt með að skýra að
ekki sé sérstök ástæða til þess að sýna
aðilum velvild sem ekki eru þeim þókn-
anlegir í hvívetna. F1 ísin í auga náungans
er oft sýnilegri en bjálkinn í eigin auga.
Aldnir hafa orðið
Fundur aldraðra á Austurvelli vakti
talsverða athygli. Um það er ekki
annað en golt að segja að rnenn hugi að
sínum hagsmunum. Engir hafa þó haft
lengri tíma lil þess að búa sér í haginn en
þeir sem komnir eru á efri ár. Það er at-
hyglisvert að hópurinn gerir nú kröfu á
hendurríkinu umgóðæri. Ríkið býrhins
vegar ekki til verðmæti heldur dregur úr
hagkvæmni meðmillifærslum. Þaðersárt
að komast ekki að því fyrr en of seint að
ekkerl kemur í stað fyrirhyggju einstakl-
^ingsins. Ríkinu er ekki að treysta.
Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri
og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.:
Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/
vief95.html,netfang:talnak@strengur.is
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól-
ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700
eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
4