Vísbending


Vísbending - 03.09.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.09.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) starfaði kaupþing Landsbanka íslands en fyrirkomulag þess var að mestu sniðið eftir verðbréfaþinginu í Kaupmanna- höfn. Á viðreisnarárunum varð nokkur umræða um að æskilegt væri fyrir efnahagslífið að koma á fót almennings- hlutafélögum og eftinnarkaðsvið- skiptum með verðbréf. Seðlabanki Islands fékk lagaheimild árið 1961 til að stofna kaupþing. Á sjöunda áratugnum voru stofnuð nokkur íslensk hlutafélög með mörgum hluthöfum og dreifðri eignaraðild. Verðbréfamarkaður Fjár- festingarfélags Islands hf. var stofnaður árið 1978, m.a. til að koma á viðskiptum með verðbréf. Hann ýtti undir þróun sýnilegs eftirmarkaðar með skuldabréf en árangurinn varð lítill með hlutabréf. Af hverju ekki fyrr? Aþeim tímamótum sem urðu í þróun hlutafjármarkaðarins í lok síðasta árs má velta þvi fyrir sér hvað tafði myndun slíks markaðar hér á landi. Réttar aðstæður voru að ýmsu leyti til staðar mun fyrr og hér að framan voru taldir upp nokkrir viðburðir í sögunni sem flokkast geta sem tilburðir til þess að koma á fót sýnilegum markaði með hlutabréf. Skýringamar liggja víða og em sambland af stj ómmála-, menningar- og efnahagslegum þáttum. Nefna má smæð hagkerfisins og hina stuttu atvinnusögu Islendinga, hefðir í atvinnurekstri og stefnu stjómvalda, vaxtastig og ófullkominn fjármagns- markað, og loks skattkerfið. Hér verður sjónum einkum beint að ffamboðshlið markaðarins. Við myndun markaðar er oft óvist hvort framboðs- eða eftirspumarþættir eru mikilvægari og má líkja þeim við hænuna og eggið. Þó má fullyrða að framboð hlutabréfa á frum- og eftirmarkaði verður ekki verulegt fyrr en nokkur fjöldi stórra fyrirtækja sér sér hag í því að gefa út nýtt hlutafé og skrá á verðbréfaþingi og fyrirtæki eru nægilega vel rekin til að almenningur og fagfjárfestar vilji eignastbréfþeirra. Hér má telja upp nokkur atriði sem stóðu í vegi fyrir fr amboði hlutabréfa hér á landi: • I litlu hagkerfi eins ogþví íslenska, þar sem atvinnulíf hefur þróast í skamman tíma, eru stofnuð færri og smærri fyrirtæki en í stærri hagkerfúm þar sem atvinnuþróun hefur varað lengur. • Stærstur hluti þeirra fyrirtækja sem stofnaður er á Islandi er fjölskyldu- eða vinafyrirtæki með fáa hluthafa og lítið stofhfe. í þeim tilvikum þegar fj ölsky ldu- fyrirtæki verða almenningshlutafélög hefur það langan aðdraganda sem oft nær yfir eina eða fleiri kynslóðir. Fram að níunda áratugnum voru hömlur á framsali hluta í samþykktum flestra stórra hlutafélaga og eignarréttur hluthafa því f raun takmarkaður. Þessum fyrirtækjum má líkj a við lokaða kassa og hvorki árangur né eigendur þeirra voru í kastljósi almennrar umræðu. • Sú atvinnustefna sem hefur verið rekin af stjórnvöldum mestan hluta þessarar aldar hefúr ekki stutt myndun opinna hlutafélaga. íslenskt efnahags- umhverfi hefúr að mörgu leyti ekki verið hliðhollt fyrirtækj arekstri, sem leitt hefúr m.a. til lítillararðsemi fyrirtækjaogminni nýsköpunar en ella. • „Andrúmsloftið“ var óvinveitt stórum fyrirtækjum í íslenskri einkaeign. Flest stór fyrirtæki sem stofhuð voru á Islandi á fyrstu 70-80 árum aldarinnar voru í eigu ríkis, sveitarfélaga eða erlendra aðila eða voru samvinnu- eða samlagsfélög. • Raunvextir voru lágir, skattkerfið hyglaði skuldurum en var óhagstætt hluthöfúm og hiutaijárútgáfú. Auk þess var lánsfé stýrt til einstakra fyrirtækja og atvinnugreina. Á tímabilinu 1960- 1985 voru raunvextir á óverðtryggðum skuldabréfalánum banka neikvæðir að meðaltali um 6% og aðeins jákvæðir í sex ár þar af. • Dráttur varð á stofnun verðbréfa- þings.1 • Einkavæðingu skorti og hömlur voru á fjárfestingu erlendra aðila í íslensku atvinnulífi. Núhefúrmikilbreytingorðið áöllum þeim aðstæðum sem hér hafa verið nefndar sem helstu dragbítarnir á myndun hlutatjármarkaðar. Á tiltölulega skömmum tíma hefur myndast hér sýnilegur frum- og eftirmarkaður með hlutabréf, enda er hlutafjármarkaður víðast mikilvægur hluti þróaðs fjáiTnagnsmarkaðar. 1 Eftirmarkaöur meö hlutabréf á þó aö geta myndast þrátt fyrir aö verðbréfaþing vanti og þrátt fyrir mikla verðbólgu og lága vexti. Fyrirtæki eiga aö geta myndaö hagnað við þessar aöstæöur og hagnaður ásamt upplausnarvirði fyrirtækis er það sem viðskipti verða með á hlutafjármarkaði. Grein þessi er byggð á lokaritgerð höfundar við viðskipta- og hagfrœðideild H.í í júní 1999. Aðrir sálmar Það getur haft veruleg áhrif á afkomutölur fyrirtækja hvernig verðbréf eru skráð í ársreikningum. Hlutabréf tryggingafélaganna eru metin eftir framreiknuðu kaupverði en ekki markaðsvirði þeirra. Þetta þýðir t.d. f tilviki Sjóvá-Almennra að eigið fé fyrirtækisins væri 4,6 milljarðar króna (reiknað með yfirverði á hlutabréfum, útjöfnunarskuld og áætluðum sköttum) í stað 2,3 milljarða sem það er skv. ársreikningi. Hagnaðurinn yrði 1.260 milljónirístaðþess að vera460milljónir. Frankenstein í matinn Heilbrigðisyfirvöld keppast við að segja frá hættunni við áfengis-, tóbaks-, fitu-, kólesterol-, sykur-, koffín- og lyfjaofneyslu. Flest em þessi sömu efni hættulítil í litlum skömmtum og oft nauðsynleg í einhverjum mæli. En hið margumtalaða upplýsingasamfélag er ekki upplýstara en svo að einfalt er að mgla fólk í ríminu. Ein af ástæðunum fýrir velmegun víða um heim er rannsóknir og þekking á erfðafræði plantna og dýra. Með kynbótum hafa menn náð mun betri uppskem og stærri og betri dýrum til manneldis en áður. Framleiðsla hefúr aukist og kostnaður minnkað. Á sama tíma hefur áburður orðið mun betri en áður og það hefúr haft sömu áhrif til aukinnar og ódýrari framleiðslu. Nú hefur enn ein nýjungin komið fram, þ.e. nú geta menn breytt genauppbyggingu plantna og dýra og náð þannig fram ýmsum æskilegum eiginleikum. Þetta hafa slúðurblöðin í Bretlandi uppgötvað og umræðan um Frankensteinkjöt og breytingar á sköpunarverkinu heldur blaðasölu uppi í gúrkutíð. Engar rannsóknir benda til þess að einstakar genabreytingar hafi reynst neytendum hættulegar. En það skiptir ekki máli þegar selja þarf blöð. Vandinn er sá að með upphlaupi sínu koma blöðin í veg fyrir að neytendur geti notið vísindauppgötvana til þess að bæta hag sinn og jafnvel heilsu. Danir hafa sérstöðu meðal þjóða á Vesturlöndum að því leyti að meðalævi þeirra styttist meðan hún lengist hjá flestum öðrum þjóðum. Það kemur fáum á óvart sem sjá hvílík ókjör af mat, bjór og ekki síst tóbaki Danir innbyrða daglega. Á öllum þessum sviðum eru þeir í fremstu röð í Evrópu. Menn geta sér þó hvergi snúið án þess að sjá auglýsingar um lífrænt ræktað þetta eða hitt. Sænskar rannsóknir benda til þess aðþær séu ekki hollari en aðrar, en nafnið hljómar vel ogDanir myndu með ánægju sjúga að sér líffænt tóbak, þrjá pakka á dag. Matvælaframleiðendur hafa upp- götvað að lífrænt ræktaðar vörur má selja um það bil 20% dýrari en aðrar. Þeir munu ekki ætla að standa í sérstakri kynningarherferð á áðurnefnduni rannsóknum. ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.