Vísbending - 24.09.1999, Blaðsíða 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
24. september 1999
38. tölublað
17. árgangur
Frelsi
Frelsi virðist stundum vanmetið í
umræðu um viðskipti og efna-
hagsmál. Engu að síður er frelsi
lykilorð í efnahagsþróun og hagsæld.
Þróun til frjálsræðis
Heimshagkerfið hefur verið að þróast
í átt til frjálsræðis og lýðræðis alla
þessa öld. I byrjun aldarinnar voru
Íýðræðisríki færri en tuttugu, um miðja
öldina voru þau um þrjátíu en undir lok
aldarinnar eru þau um og yfir áttatíu
talsins.
Frelsi í alþjóðaviðskiptum hefur
einnig aukist, sérstaklega síðasta ára-
tuginn þegar markaðir hafa í auknum
mæli verið opnaðirfyrirerlendri fjárfest-
ingu. í sjálfu sér hafa alþjóðaviðskipti
sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
(VLF) ekki aukist verulega frá því sem
þau voru árið 1914 ef tveir stærstu
útflytjendurnir, Bandaríkin og Japan,
eru skoðaðir. Þá eru þó ekki tekin með
í reikninginn áhrif þjónustuviðskipta
sem hafa margfaldast á þessu tímabili.
Innri markaðir hafa einnig verið frelsaðir
með því að dregið hefur úr ríkis-
afskiptum, t.d. með einkavæðingu, færri
ríkishöftum og betra viðskiptaumhverfi
fyrir einkarekstur.
Frelsi eða fátækt
Efnahagslegt frjálsræði felur í sér að
fólk hefur val, ræður hvað það gerir
við þær eignir sem það hefur lagalega
eignast, svo lengi sem réttur annarra er
ekki fótum troðinn.
í rannsóknum sem gerðar eru af The
Fraser Institute (Hagfræðistofnun
Háskóla íslands vinnur upplýsingar
fyrir Island) kemur greinilega fram að
frjálsræði, ríkidæmi og hagvöxtur þjóða
fer nokkuð saman. Meðaltal VLF á mann
hjá þeim þjóðum sem fóstra frelsið hvað
best var um 17 þúsund Bandaríkjadalir
árið 1997 á meðan meðaltal þeirra landa
sem eru um miðjan listann er um 10
þúsund Bandaríkjadalir. Þau lönd sem
reka lestina hvað frjálst efnahagskerfi
varðar hafa VLF undir fimm þúsund
Bandaríkjadölum að meðaltali. I öðrum
rannsóknum hefur verið sýnt fram á að
líkurnar á lýðræði aukast nokkuð jafnt
og þétt eftir því sem tekjur fólks aukast.
Þessar upplýsingar styðja það að
efnahagsgerð skiptir verulegu máli fyrir
hagsæld þjóðar. Frelsi er vítt hugtak
sem felur í sér menntun, viðskipti og
stjórnmál. Það þarf þó í sjálfu sér ekki að
þýða „laizzer-faire“ hugmyndafræði sem
miðar að litlum sem engum ríkis-
afskiptum í efnahagslífinu.
Mynd 1. Verg landsframleiðsla (milljarðar króna á verðlagi 1995)
°g frjálsrœði (einkunn sem Fraser-stofnunin gefur frá 1-10,
V_____________ ______mœlikvarði I og II) á íslandi________________
Tafla 1. Röðuit
efnahagslegu
landa eftir
frjálsrœði
1 Hong Kong 21 Finnland
2 Singapúr 22 Taíland
3 Bretland 23 Spánn
4 Nýja-Sjáland 24 Barein
5 Sviss 25 Mexíkó
6 Astralía 26 Trínidad & Tóbagó
7 Holland 27 E1 Salvador
8 Bandaríkin 28 Noregur
9 Argentína 29 Austurríki
10 Kanada 30 Frakkland
11 Panama 31 Svíþjóð
12 Belgía 32 Oman
13 Kostaríka 33 Ekvador
14 Perú 34 Fillippseyjar
15 Irland 35 Hondúras
16 Bólivía 36 Lsland
17 Lúxemborg 37 Sameinuðu furstad.
18 Danmörk 38 Jamaíka
19 Síle (Chile) 39 Þýskaland
20 Jarian 40 Parauvæ
Rök gegn regluveldi
Hröð þróun í lýðræðisátt sýnir að
frjálsræðið er að bera regluveldið
ofurliði. Rússland, vagga miðstýringar-
innar, er efnahagslegt vandræðabarn.
Og erfiðleikar í Asíu gefa vísbendingu
um að það sé ekki jafnauðvelt og haldið
var fram að ryðja burtu þeim hindrunum
og höftum í efnahagsgerðinni sem
áratugalöng miðstýring hefur valdið.
Jafnvel þó að ríki hafi tekið frjálsum
markaðsöflum opnum örmum hefur
tilhneiging þeirra oft verið til þess að
koma böndum á frelsið með reglum og
höftum í nafni þjóðarhagsmuna þó að
hagsmunirnir hafi oftar en ekki verið
sérhagsmunir. Þannig freistuðust
Bandaríkjamenn til þess að pota í
markaðsöflin um fjörutíu ára skeið, frá
miðjum fjórða áratugnum fram undir
miðjan áttunda áratuginn, án þess að
það hefði önnur áhrif en að skapa góðar
tekjur fyrir lögfræðinga.
Farsælli hagfræði er að nýta kraftana
til þess að draga úr reglum og höftum en
að búa til nýjar, minnka innflutnings-
höft og höft á frelsi í fjárfestingum.
I skýrslunni „Frjálsræði í efnahags-
(Framhald á síðu 4)
1
Frjálsræði í efnahags-
málum getur haft veruleg
áhrif á hagsæld og
framþróun samfélaga.
2
Jón Erlendsson, yftrverk-
fræðingur hjá Háskóla
Islands, fjallar um sívirka
þróun í menntun.
3
Bjarni Bragi Jónsson
hagfræðingur fjallar um
tenginguna á milli lífeyris-
skuldbindinga og ríkis-
4
hallans og hvernig hlut-
deild ríkissjóðs í góðæri
síðasta árs féll opinberum
starfsmönnum í skaut.
I