Vísbending


Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) lendingu, þ.e. harkalegum samdrætti, kjararýrnun, gengisfellingum og vax- andi verðbólgu. Síldarhrunið á síðari hluta sjöunda áratugarins batt enda á fyrsta góðærið, olíukreppan um miðjan áttunda áratuginn á það næsta, aflabrestur 1982-1983 það þriðja og lækkun sjávarafurðaverðs 1988 það fjórða. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þessar breytingar á ytri aðstæðum eru auðvitað að hluta skálkaskjól, kornið sem fyllti mælinn. Lausatök í efnahags- stjóm, einkum þegar leið á hagvaxtar- skeiðin, áttu án efa mikinn þátt í því hversu harkaleg lendingin varð. Þetta á ekki síst við um lok góðæristímabilanna sem næst okkur eru í tíma. Sögu hagvaxtarskeiðanna 1970- 1974, 1976-1981 og 1984-1987 má í stuttu máli segja svona: Framan af tíma- bilunum var viðunandi jafnvægi í þjóðarbúskapnum, viðskiptahalli var lítill, jafnvel afgangur, verðbólga var á undanhaldi og atvinnulíf í sókn, en er á tímabilin leið fór að gæta jafnvægis- leysis. Þetta jafnvægisleysi birtist ann- ars vegar í vaxandi mun á þjóðarút- gjöldum og þjóðartekjum, þ.e. auknum viðskiptahalla, ekki vegna lágra þjóðar- tekna heldur vegna mikilla þjóðarút- gjalda, og hins vegar í vaxandi verð- bólgu. Hér að baki lá skortur á aðhaldi í hagstjórn sem leiddi til þess að þótt þjóðartekjur ykjust hratt jukust þjóðar- útgjöldin enn hraðar. Þegar þjóðhags- leg skilyrði versnuðu síðan hófst atburðarás sem ekki varð umflúin. Nauð- hemla þurfti í hagkerfinu því að ekki hafði verið búið í haginn fyrir erfiðari tíma — brautin var alltof stutt. Endurtekur sagan sig? essi lýsing minnir sjálfsagt marga á stöðu og horfur í efnahagsmálum nú. Mörgum fínnst að við höfum teygt okkur of langt að þessu sinni eins og svo oft áður og við blasi kollsteypa fyrr eða síðar. Veigamestu rökin fyrir þessu sjónarmiði felast í miklum viðskiptahalla og vaxandi verðbólgu, en að auki má benda á skuldasöfnun fyrirtækja og heimila, hækkandi eignaverð og ýmis önnur hættumerki. Af þessu má sjá að margt er líkt með framvindunni að undanförnu og á síðari hluta fyrri hagvaxtarskeiða. Sagan gæti því endurtekið sig. Breyttirtímar Aðri r benda á að hagkerfið hafi brey st mikið á síðustu tíu árum eða svo og því sé ekki hægt að draga beinar ályktanir af sögunni í þessum efnum. Til marks um þetta er meðal annars vísað til stöðugleikans sem við höfum búið við og markaðs- og alþjóðavæðingar hagkerfisins. Við þetta má bæta aðild okkar að EES og framfara á sviði tölvu- og upplýsingamála sem við höfum haft lag á að hagnýta okkur í ríkari mæli en margir aðrir. Allt þetta hefur lagst á eitt um að efla hagkerfið. Því er enginn vafi á að efnahagslífið hefur tekið stakka- skiptum á síðustu árum. En er það betur í stakk búið en áður til að taka áföllum? Þessari spurningu verður varla svarað með óyggjandi hætti. Það fer ekki á milli mála að markaðs- búskapur og alþjóðavæðing skapa hag- fellt umhverfi til að bæta lífskjör og þjóðarhag. Þetta umhverfi gerir hins vegar ríkar kröfur til hagstjórnar. Ef ákveðnar grundvallarreglur eru ekki í heiðri hafðar getur það haft alvarlegar afleiðingar eins og dæmin sýna. Mark- aðurinn refsar harðlega fyrir mistök, samanber fjármálakreppuna í Austur- Asíu fyrir tveimur til þremur árum og kreppuna í Noregi, S víþjóð og Finnlandi í byrjun tíunda áratugarins. A móti vegur hér að skynsamleg hagstjórn í slíku umhverfi er skilvirk og fyrir vikið er einfaldara að bregðast við síbreytilegum aðstæðum en í vanþróaðra hagkerfi. Nýja hagkerfið hér á landi er því í senn veikara og sterkara en það gamla, veikara í þeim skilningi að það er auðveldara að misbjóða því en áður en sterkara að því leyti að það lætur betur að stjórn, þegar rétt er að málum staðið, og hefur traustari innri gerð. I þessu felst að við höfum betri tækifæri nú en áður til að koma í veg fyrir kollsteypur af því tagi sem einkennt hafa lok fyrri hagvaxtarskeiða. Mjúklending? Eins og lýsingin hér á undan sýnir hafa orðið miklar framfarir í íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug. Hag- kerfið er mun nútímalegra og þróttmeira en það var á þeim tímum sem saman- burðurinn á hagvaxtarskeiðum nær til. Fyrir vikið er alls ekki sjálfgefið að góðærinu ljúki með svipuðum hætti og í fyrri góðærum. Að öllu samanlögðu eru því meiri líkur nú á mjúkri lendingu en áður þótt aðflugið sé óneitanlega nokkuð glannalegt - og brautin stutt. Vísbendingin f - N ikil gróska er hjá Netfyrirtækjum í byrjun árs. Ný fyrirtæki spretta upp eins og gorkúlur bæði hér á landi og erlendis og risar sameinast. Þó að flestir spekingar fjármálamarkaðarins telji að verð þekktustu Netfyrirtækjanna sé of hátt þá eru þeir að sama skapi sammála um að bestu tækifærin fyrir fjárfesta sé að finna hjá netfyrirtækjum sem hafa sérstöðu á markaðinum en hafa ekki verið uppgötvuð af fjárfestum. Það eru hins vegar margir kallaðir en fáir útvaldir á þeim markaði._________ Aðrir sálmar \___________________________________/ ( j k Vandað til verka s Ikálfi Dags, Víkurblaðinu (blaði alls mannkyns, ef marka má blaðhausinn), er grein „Um gjaldþrot Kaupfélags Þingeyinga" miðvikudaginn 12. janúar síðastliðinn. Á sömu blaðsíðu birtist svohljóðandi auglýsing: „Stjórn Fisk- iðjusamlags Húsavílcur [FH] boðar til hluthafafundar í félaginu miðvikudag- inn 19. janúar 2000 kl. 14.00 síðdegis á Hótel Húsavík, Ketilsbraut 22, Húsavík. Á dagskrá fundarins er tillaga stjómar félagsins um samruna LjósavHcur hf. við FH skv. fyrirliggjandi samrunaáætlun félaganna ... “ Hluthöfum er svo boðið að kynna sér ýmis gögn um málið. Á vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is, birtist eftirfarandi frétt kl. 9.24 samadag (12.1.): „ Hætt við samruna FH og Ljósavíkur. Á fundum stjóma FH hf. og Ljósavíkur hf. í Þorlákshöfn, sem haldnir voru í gær tóku þær hvor um sig samhljóða ákvörð- un um að falla frá tillögu um samruna félaganna. í tilkynningu frá FH segir að ákvörðun þessi hafi verið tekin eftir að athygli stjórnanna hafði verið vakin á því að endurskoðandi FH uppfyllti ekki skilyrði um endurskoðendur til að vera endurskoðandi félagsins, og af sömu ástæðu væri hann vanhæfur til að vera sérfróður matsmaður samkvæmt hluta- félagalögum, en áform um samruna félaganna byggðu m.a. á slíku sérfræði- mati. Eftir skoðun sé það mat stjórnanna að hann uppfylli ekki umrædd laga- skilyrði og því séu ekki forsendur til að leggj a fyrirliggjandi samrunatillögu fy rir hluthafafundi í félögunum. Stjórn FH mun endurmeta starfsáætlanir félagsins eftir að ljóst er að ekki verður af samruna félaganna nú.“ Hvað er hér á seyði? Svo furðulegt sem það má virðast birtu fjölmiðlar athugasemdalaust þessa frétt, sem augljóslega er ámátlegt yfirklór yfir sannleikann, sem ekki kemur fram. Hvenær vissi stjórn FH urn „vanhæfi" endurskoðandans? Hvers vegna var ekki bætt úr því með því að fá annan í málið, fremur en að hætta við sam- runann? Vissi stjórnin að félagið hefði endurskoðanda? Skyldu öll þessi axar- sköft vera vegna þess að FH er ein af fáum útgerðum þar sem bærinn hefur enn ráðandi áhrif? I___________________________________/ ''Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.