Vísbending


Vísbending - 31.03.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 31.03.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING Verkföll - helgar tilgangurinn meðalið? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson •!x. INpP' v i n n u markaðs fræð i ng u r •- Nú um þessar mundir eru margir kjarasamningar lausir en mörg stór stéttafélag á hinum almenna vinnumarkaði hafa náð samningum við viðsemjendur sína eða eru u.þ.b. að ganga frá samningum. Það er fróðlegt að skoða atburði síðustu vikna á hinum almenna vinnumarkaði og sjá hvernig þeir endurspegla að hluta helstu ein- kenni íslensks vinnumarkaðar. Almennt séð þá einkennist íslenskur vinnumark- aður af miklum fjölda verkalýðsfélaga, atvinnuleysi hefur nánast verið óþekkt og hátt hlutfall launþega er í stéttar- félögum, eða um 84%, sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Mikið er um lítil fyrirtæki og fram að þessu hafa kjarasamningar verið gerðir til stutts tíma. Akveðið skipulagsleysi og ágrein- ingur hefur einkennt íslenska verka- lýðshreyfingu og klofningur Flóa- bandalagsins frá samstarfi við Verka- mannasamband íslands undirstrikar þennan ágreining. Verkfallsvopnið Stéttarfélög byggja almennt á þeirri hugmyndafræði að samtakamáttur- inn, heildarhyggjan (e. collectivism), styrki þau í baráttunni gegn vinnuveit- endum eða viðsemjendum. Eitt helsta vopn stéttarfélaga er verkfallsheimildin. Sumir vinnumarkaðsfræðingar hafa bent á það að verkföll í dag eru ekki sá sami neyðarréttur og áður þegar menn voru að berjast fyrir viðurkenningu samningsréttarins og lágmarksréttind- um eins og hvíldartíma, launatöxtum, veikindarétti, atvinnuleysisbótum og orlofi svo að eitthvað sé nefnt, allt réttindi sem þykja sjálfsögð í dag. Hér á landi hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til þess að breyta vinnu- löggjöfinni (lögum um stéttarfélög og vinnudeilurnr. 80/1938). Fráárinu 1939 verið flutt 17 frumvörp til breytinga og fimm hafa verið samþykkt. Tvö minni- háttar frumvörp voru samþykkt árin 1948 og 1958 og tvö stærri árið 1978 þegar lögum um sáttastörf í vinnudeilum var breytt. Veigamesta breytingin var gerð árið 1996 þegar tekin voru upp ýmis nýmæli s.s. umboð samninga- nefndar til að setja fram tillögur að samn- ingi, taka þátt í samningi og undirrita kjarasamning. Enn fremur var þá komið á ákvæði um samþykki kjarasamninga og boðun verkfalla, ákvæði um leynilega atkvæðagreiðslu og leynilega póst- atkvæðagreiðslu og ákvæðum um vinnustaðasamninga, frestun verkfalls, viðræðuáætlun og miðlunartillögu. Að auki var tekin upp skilgreining á hug- takinu verkfall eða vinnustöðvun og þess ber að geta að vinnuveitendur hafa líka sinn neyðarrétt sem er verkbannið. í 19. grein vinnulöggjafarinnar segir að heimilt sé stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnu- rekendum að fara í verkföll og verkbönn í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum. Auðvitað eru til ýmsar aðferðir sem launþegar hafa til að þrýsta á kröfur sínar aðrar en hin hefðbundna verkfalls- leið, s.s. að fara sér hægt við vinnu, að tilkynna veikindi, yfirvinnubann, vinna samkvæmt ströngustu verklagsreglum og svo hópuppsagnir starfsmanna. Verkfallstíðni1 hefurí gegnum tíðina verið mjög há á Islandi þó að dregið hafi mjög úr henni á almennum vinnumarkaði í kjölfar þjóðarsáttarsamninganna í lok 9. áratugarins. Þess ber að geta að opinberir starfsmenn hér á landi fengu verkfallsrétt árið 1977 og skýrir það að hluta til nokkuð háa verkfallstíðni síðustu misseri. Það sem helst einkennir verkföll á íslenskum vinnumarkaði síðustu ár eru verkföll og ýmsar þrýsti- aðgerðir á hið opinbera og hálfopinbera vinnumarkaði, s.s. hópuppsagnir og bein verkföll. Verkfallskenningar En hvað útskýrir verkföll og er hægt að skýra verkföll síðustu ára með verkfallskenningum sem settar voru fram fyrir rúmum 20 árum síðan? Það er ljóst að baráttumál verkalýðs- hreyfingarinnar eru önnur í dag en í árdaga hennar. í upphafi voru helstu baráttumálin að ná fram viðurkenningu atvinnurekenda og ríkisvalds á samningsrétti verkalýðsfélaga, að laun væru greidd eftir taxta og forgangs- réttarákvæði félagsmanna verkalýðs- félaga til vinnu væri virt. í dag er helsta baráttumálið að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og aukinn kaupmátt. Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 1996 kom í ljós að frá árinu 1966 hafði kaup hækkað á íslandi um 80.000% en kaupmáttur launa einungis um 31%. Enn fremur er lögð áhersla á að færa launa- taxta að greiddum launum og innleiða svokallaða markaðslaunasamninga sem V erzlunarmannafélag Rey kjavíkur hefur barist fyrir. Síðast en ekki síst hefur verið lögð mikil áhersla á að tryggja og auka lífeyrisréttindi launþega. I Bandaríkjun- um t.d. hefur þarlend verkalýðshreyfing einkum barist fyrir tvennu, að verja störfin sem til eru sérstaklega í kjölfar samruna risafyrirtækja og að auka eftir- launaréttindi. Það eru til ýmsar kenningar um verkföll, og á síðustu árum hafa fræði- menn rannsakað þessa hluti í nkara mæli en áður. Er eitthvað í þessum verkfalls- kenningum sem getur skýrt hina miklu verkfallstíðni hér á landi á undanfömum áratugum? Af hverju hafa vinnudeilur hér á landi verið tíðari en á hinum Norðurlöndunum þrátt fyrir sambæri- lega vinnulöggjöf? Stundum hafa verkfallsátök í vest- rænum iðnríkjum verið flokkuð í þrjár gerðir: - V-Evrópugerðin. Mikill fjöldi verkfalla sem vara stutt. Bretland er undan- tekning. Hér snúast deilur helst um dreifingu lífsgæðanna og em leystar á pólitíska sviðinu. - N-Evrópugerðin. Lítið er um verkföll. Þau eru mjög víðtæk en vara stutt. Undantekning er Svíþjóð. Helstu ein- kenni: sterkir jafnaðarmannaflokkar og samráðskerfi. - N-Ameríkugerðin. Tíð verkföll sem vara lengi og eru notuð í efnahagslegum tilgangi. Erfitt er að staðsetja ísland meðal þessara flokka. Er skýringuna e.t.v. að finna í stjórnun, hjá verkalýðsfélögum eða í stjómmálum? í þessu sambandi er áhugavert að skoða nokkrar kenningar um verkföll. Stofnanabinding átaka Fyrsta kenningin snýr að stofnunum samfélagsins. Kenningin um stofn- anabindingu átaka gengur út á að í löndum þar sem samskipti og deilur milli aðila vinnumarkaðarins eru til lykta leidd í kjarasamningaviðræðum með löggjöf sem gmndvöll er mótar formlegar leik- reglur á vinnumarkaði em minni líkur á verkfallsátökum. Þetta gæti átt við um ísland. Stofnanabinding átaka átti sér snemma stað hér á landi með setningu vinnulöggjafarinnar árið 1938 en í greinargerð með vinnulöggjöfinni kom m.a. fram að markmiðið með setningu laganna væri að tryggja vinnufrið í landinu og tryggja það að af árekstmm milli aðila vinnumarkaðarins hlytist sem minnst tjón fyrir atvinnulífið í landinu. Enn fremur lögðu lagahöfundar á það áherslu að vinnulöggjöfin nyti stuðn- ings almennings þannig að sátt myndi ríkja um hana. Mikilvægur þáttur í þessari stofn- anakenningu er fyrirkomulag kjarasamn- inga. I löndum Evrópu þar sem er að (Framhald á nœstu síðu) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.