Vísbending - 26.01.2001, Síða 1
ISBENDING
26.janúar2001
4. tölublað
V i k u
r i t
u m
v i ð s k i p t i
og
efnahagsmál
19.árgangur
Stærsta efnahagsvandamálið
Ein af þeim spurningum sem
Vísbending lagði fyrir Bjarna
Braga Jónsson, íyrrverandi aðal-
hagfræðing Seðlabankans, vegna við-
tals í jólablaði var hvert væri mesta
efnahagsvandamál samtímans. Bjarni
Bragi svaraði þessu til: „Fátækt mikils
hluta heimsins hlýtur að teljast það, og
valda henni ijötrar á manndóm, vitsmuni
og mannhelgi, samslungnir þáttum for-
dóma, forréttinda og spillingar. Alhliða
leysingu þarf til að ryðja skapandi
hagrænum kröftum braut inn á ónumin
lönd og athafnasvið. Traust kerfi alþjóð-
legra réttarfarslegra og verðgildislegra
trygginga hafa hlutverki að gegna til að
efla tjárhagslegan stöðugleika, en hann
er skilyrði þess að skapandi kraftar fái
notið sín við lausn þessa mikla vanda.“
Birtiryfir?
Hagfræðingar Heimsbankans telja að
þrátt fyrir slæmt ástand í þróunar-
löndunum þá hafi ástandið batnað en
ekki versnað síðustu tíu árin. Astæð-
urnar eru: mun betri hagstjórn, opnari
hagkerfi og áhersla á kerflslegar umbæt-
ur. Og þegar þeir horfa fram í tímann þá
telja þeir líkurnar á betri tíð vera meiri
næstu tíu árin en þær hafa verið undan-
farin þrjátíu ár og að hagvöxtur muni
vaxa hraðar í þróunarlöndunum en í
þróuðu löndunum. Jafnvel þó að hag-
sveiflan hafí hugsanlega náð ákveðn-
um hápunkti árið 2000,
þegar hagvöxtur heims-
búsins var um 4,7%, sem
er hraðasti vöxtur síðan
árið 1988, og alþjóða-
viðskipti hafi aukist um
12,5%, en það þarf að fara
aftur til ársins 1965 til að
fmna slíka aukningu, þá
er engu að síður nokkuð
bjart framundan fyrir
þróunarlöndin.
Á hinn bóginn er
ástandið heldur ekki
glæsilegt. Þrátt fyrir að
ýmis þróunarlönd í Asíu,
Mið-Evrópu og Suður-
Ameríku hafi náð að rétta
örlítið úr kútnum á síðustu árum þá hefur
fátækustu þjóðunum gengið illa að fóta
sig. Um helmingur jarðarbúa býr við
verri kjör en 2 Bandaríkjadali á dag og
þar af 1,2 milljarður fólks við minna en
1 dal á dag, sem er alþjóðlegt viðmið
fátæktarmarka.
Viðskiptafrelsi
Eins og Bjarni Bragi nefndi þá eru
einhverjar réttarfarslegar og verð-
gildislegar tryggingar sennilega mikil-
vægustu þættirnir fyrir framþróun
fátækra ríkja og að það takist að virkja
efnahagskraftana. Kapítalisminn byggir
á lögum og reglum um eignarhald, nýt-
ingu og öflun fjármuna, það var lær-
dómurinn sem mátti draga af þeirri
skelfílegu tilraun að breyta Rússlandi í
kapítalískt ríki á einni nóttu. Opið hag-
kerfl fyrirfjárfestingar og viðskipti gefur
líka möguleika á að virkja þá krafta, m.a.
þá óvirku fjármuni, sem leynast í þjóð-
um.
Ríkar þjóðir hafa verið iðnar við að
leysa vandann fyrir fátækar þjóðir með
því að skipa þeim að gera eitt og annað
og telja þeim trú um að viðskiptafrelsi
myndi leysa öll þeirra vandamál á
svipstundu. Það hefur kannski gleymst
að nefna það að við allar breytingar
skapast ný vandamál. Stærsta vanda-
málið er hins vegar að um leið og ríkar
þjóðir tala um viðskiptafrelsi í fátækum
ríkjum þá aðhyllast mörg þeirra gegnd-
arlausa verndarstefnu. Samkvæmt út-
reikningum Heimsbankans er árlegt
flæði styrkja til fátækra þjóða um 50
milljarðar Bandaríkjadala, ásamatíma er
kostnaður þróunarríkja af verndar-
stefnu þróaðra ríkja tvöfalt hærri, eða
rúmlega 100 milljarðar dala þó einungis
varlega sé áætlað. Stór hluti af verndar-
ráðstöfunum er vegna landbúnaðar sem
er þó ein af fáum atvinnugreinum sem
fátækar þjóðir hafa hlutfallslega sam-
keppnisyflrburði í. Islendingar eru ekki
þjóða bestir í þessum efnum þar sem við
eigum heimsmetið í bústuðningi á hvert
ársverk, eins og Þorvaldur Gylfason
hefurbentá(sjá31.tbl.2000).Stuðningur
OECD-ríkja við landbúnað er um 300
milljarðar Bandaríkjadala á ári sem er
rúmleg landsframleiðsla Afríku.
Vemdarsinnar
Reglulega stíga ákveðnir menn á
stokk og lýsa yfír áhyggjum sínum
yfir vandamálum vegna fátæktar og
benda réttilega á að bilið á milli ríkra og
fátækra þjóða hefur verið að aukast,
meðaltekjur ríkra þjóða eru 40 sinnum
meiri en fátækra þjóða nú, en voru 20
sinnum hærri íyrir40 árum síðan. Þessir
menn eru yfírleitt fljótir að finna það út
að alþjóðavæðingu sé um að kenna og
réttast væri að loka öllum landamærum.
Flestum má hins vegar vera Ijóst að slíkt
orðagjálfur er ekki vel
ígrundað og að ástæðan
fyrir breikkandi bili milli
fátækra og ríkra þjóða er
sú að sumar þjóðir hafa
vaxið hraðar en aðrar. Hitt
er svo annað mál að til
þess að frjáls viðskipti geti
orðið umtalsverð lyfti-
stöng fyrir fátækar þjóðir
þá verða ríkar þjóðir, þar á
meðal Island, að líta sér
nær og brjóta niður þá
verndarmúra sem enn
standa í vegi fyrir hagsæld
allra þjóða og langmest í
veginum fyrir hagsæld
fátækra þjóða.
Yfirlit yfir hagvöxt og hagvaxtarspá Heimsbankans
fyrir þróunarlönd frá 1998 - 2001
Stærsta verkefni 21. ald- ^ Ólögleg innherjaviðskipti ^ Þórður Friðjónsson, for- m ríkjunum. Brýnasta verG
I arinnareraðfínnaleiðirtil 1 erusýkingsemgeturverið i stjóri Þjóðhagsstofnunar, /| efniðeraðhaldaniðrivexti
X þess að útrýma fátækt í mjög erfltt að losa mark- J ljallarum efnahagsástand- ^T Þjóðarútgjalda á komandi
heiminum. aðinn undan. ið hér á landi og í Banda- misserum.
1