Vísbending


Vísbending - 26.01.2001, Side 3

Vísbending - 26.01.2001, Side 3
ISBENDING Þórður Friöjónsson hagfræðingur Það fer ekki á milli mála að horfur í efnahagsmálum eru tvísýnni nú en þær hafa verið um langt skeið. Þetta á bæði við um horfumar hér heima og á alþjóðavettvangi. Til marks um það er meðal annars hvernig umQöllun í íjölmiðlum hefur breyst á síðustu mánuðum. Þannig er t. d. um þessar mundir mikið fjallað um yfirvofandi samdrátt (e. recession) í Bandaríkjunum. Með hugtakinu samdráttur er þá venjulega átt við að landsframleiðsla dragist saman a. m. k. tvo ársfjórðunga íröð. Einnigermikilóvissaumhorfúrnar í Japan. Þar hefur lengi verið mikið hik á hagvexti, efnahagsstarfsemin hefur í reynd ekki náð sér almennilega á strik í mörg ár. Ljósi punkturinn erEvrópa, þar virðist einna helst von á viðunandi hagvexti á næstu misserum. Að sjálfsögðu ber að taka almenna fjölmiðlaumræðu um þessi efni með ákveðnum fyrirvara. I vinsældarkapp- hlaupi fréttastofa er leitast við að segja „áhugaverð" tíðindi og þau eru helst ef eitthvað mikið er að gerast í samanburði við það sem áður hefúr gerst. En slík mest-og-minnst fréttamennska ýkir gjarnan horfumar til hins verra eða betra. Annaðhvort er góðærið í algleymingi eða kreppa fram undan. Flest ár em hins vegar þarna á milli, þ. e. hvorki svo góð né slæm, en það telst víst varla í frásögur færandi. Augunum verður þó ekki lokað fyrir því að það eru blikur á lofti í efnahagsmálum um þessar mundir. Lítum á staðreyndirnar, fyrst í Banda- ríkjunum og svo á Islandi. Bandaríkin Það þarf sennilega ekki ferkari vitn- anna við varðandi veðrabrigðin í bandarísku efnahagslífí en nýlegar ráðstafanir hins rómaða seðlabanka- stjóra Alan Greenspans. Mikil og óvænt lækkun vaxta fyrir skömmu sýndi svo ekki verður um villst að þar á bæ hafa menn áhyggjur af því að langvinnt góðæri endi með óþægilegum hætti, með harkalegri lendingu svo gripið sé til vinsællar líkingar úr flugmáli. Einnig má benda á þróun hlutabréfaverðs, þróun ýmissa peningastærða, þróun eftir- spumar og fleiri þátta. Þetta má e. t. v. draga saman með orðum Samuels Britt- ans í grein í Financial Times 18. janúar síðastliðinn: „...það er ekki spurning hvenær samdráttarskeiðið í Bandaríkj- Blikur á lofti unum byrjar heldur hversu lengi það varir og hversu mikið það verður.“ Ekki er ólíklegt að þróunin verði með þeim hætti að heimilin dragi úr neyslu sinni um hríð, m. a. vegna þess að ágóði af hlutabréfaviðskiptum hefur stórlega dregist saman að undanförnu. Þegar allt lék í lyndi var mikill hagnaður af slíkum viðskiptum og bar hann að hluta uppi vöxt einkaneyslunnar. Það gefur augaleið að nú þegar þessi hagnaður er ekki til staðar dregur úr eftirspurn heimila eftir vöru og þjónustu. Þetta eru svo- nefnd auðsáhrif (e. wealth effect) sem leiða til ininnkandi neyslu þegar eigna- verð lækkar og öfugt þegar það hækkar. Við þetta bætist að heimilin hafa aukið skuldir sínar verulega á undanfornum árum og því er minna svigrúm hjá þeim til að mæta erfiðari tímum með lántökum. Loks herða væntingar á þessum um- skiptum frá uppsveiflu til niðursveiflu. Eins og gefur að skilja fylgir sam- drætti hjá heimilum minni hagnaður fyrirtækjaogfyrirvikið eru fjárfestingar- áformin einnig endurskoðuð til lækkun- ar. Þannig gengur hagsveiflan fyrir sig. Það fer svo eftir aðstæðum og hag- stjórnarviðbrögðum hversu djúp lægðin verður. Hvað Bandaríkin varðar er sér- staklega vert að benda á að mikill við- skiptahalli flækir myndina. Þegar harðn- ar á dalnum minnkar áhugi erlendra fjárfesta á að fjármagna þennan halla og fyrir vikið myndast þrýstingur á gengið. Vaxtalækkun hefur áhrif í sömu átt og því getur ótti við mikla gengislækkun takmakað svigrúm til að mæta versnandi efnahagshorfum. Það mun því mikið reyna á töframanninn Alan Greenspan á næstunni við að finna bestu leiðina fram hjá hættunum sem blasa við í bandarísku efnahagslífi. Mynd 1. Hagvöxtur ísland Margt er svipað með aðstæðum og horfum hér á landi og í Banda- ríkjunum. Þannig hefur m. a. mikið góð- æri ríkt í báðum löndunum og jafnframt hefur verulegur viðskiptahalli myndast. Svipaða sögu er að segja af þróun eigna- verðs, verði á hlutabréfum og fast- eignum. Það blasir því við hér á landi - eins og í Bandaríkjunum — að um sinn hægi á efnahagsstarfseminni. Það er einfaldlega nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að verðbólga og viðskiptahalli fari úr böndum. Mynd 1 sem fylgir hér á eftir sýnir hagvöxt á íslandi á síðustu tíu árum. Þar kemur frarn að Þjóðhagsstofnun spáir því að vöxturinn á þessu ári verði einungis þriðjungur af því sem hefur verið að meðaltali undanfarin íjögur ár, eða 1,6% í stað 4,7% (spá stofnunarinnar frá því í desember 2000). Spáin byggir á því að það hægi verulega á vexti einkaneyslu og að fjárfesting dragist saman. I þessu felst að þjóðarútgjöldin í heild aukist aðeins um 0,9%milli áranna 2000 og2001. Þettaernúllvöxturámann því þjóðinni fjölgar. Nokkurs konar kyrrstaðatekur í bi I i við af rífandi góðæri. Ef þetta gengur eftir verða því mikil umskipti í efnahagslífinu á árinu. Ef hins vegar tekst ekki að stemma stigu við vexti þjóðarútgjalda er líklegt að við- skiptahallinn færist í aukana og er hann þó ærinn fyrir. Eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í nýlegri yfírlýsingu um íslensk efnahagsmál er enginn vafi á því að viðskiptahallinn er helsta vandamálið hér á landi urn þessar mundir. Mynd 2 sýnir þróun hallans frá því í byrjun síðasta áratugar. A nýliðnu ári var hann (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Viðskiptahalli Hlutfall af landsframleiðslu J Heimild: Þjóðhagsstofnun 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.