Vísbending


Vísbending - 16.03.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.03.2001, Blaðsíða 1
V V i k u ÍSBENDING ‘“1 rit ura viðskipti og efnahagsmál 19.árgangur ] <Creppustafur Undanfarið hafa áhyggjur hag- fræðinga dýpkað í sameiginlegri niðursveiflu með bandaríska hagkerfínu. Landsframleiðslan heldur þó áfram að aukast þó að hagvöxturinn hafi minnkað verulega frá því að hann var í hæstu hæðum. Hins vegar fjölgar vísbendingunum um að samdráttur, þ.e. að landsframleiðsla dragist saman a.m.k. tvo ársfjórðunga í röð, sé nær óum- flýjanlegur. Spurningin er einungis hvernig slíkt samdráttarskeið mun líta út, hvort það verði stutt eða langt, grunnt eða djúpt. Stafsetning að eru til nokkrar leiðir til þess að lýsa samdráttarskeiðum. Ein þeirra leiða er að lýsa þeim með bókstöfum sem líkjast því hvemig sveiflan lítur út þegar dregin er upp mynd af henni. Stundum hefur verið gerður greinar- munur á þremur slíkum niðursveiflum sem er gjarnan lýst með þremur ólíkum bókstöfúm, V—fýrir snarpa niðursveiflu sem fljótlega jafhar sig, U - fyrir niður- sveiflu sem þráast örlítið við en eftir stutt tímabil lægðar rís efnahagskerfið á ný og loks L - fyrir efnahagslægð sem enginn sér fyrir endann á. Þó að hagfræðingar hafí stundum slegið fram þessum „kreppustöfum“ þá er ekki til nein almenn skilgreining á því hvað hver táknar í lengd, þ.e. fjölda mánaða sem samdráttarskeiðið stendur, og dýpt, þ.e. hversu mikið landsfram- leiðslan dregst saman og hversu mikið atvinnuleysið er. I meðfylgjandi töflu er hins vegar reynt að stafsetja þau sam- dráttarskeið sem hafa orðið í Banda- ríkjunum á tuttugustu öldinni. V er hér notað fyrir samdráttarskeið sem standa skemur en eitt ár og þá er hástafur notaður fyrir mjög djúpa lægð en lág- stafur fyrir grunna lægð. U er hér notað yfír samdráttarskeið sem stendur lengur en ár en er þó hvorki eins langt eða djúpt eins og þær þrjár kreppur sem standa upp úr í sögu samdráttarskeiða Banda- ríkjanna. Eins og áður er lágstafur notað- ur fyrir tiltölulega grunna lægð. Að lokum stendur L fyrir djúpa og langa kreppu þar sem kreppan mikla frá 1929 til 1933 er hvað mest áberandi. Slíkar kreppur hafa jafnan haft það í for með sér að varla nokkur eygði von um að sjá fyrir endann á þeim. VeðaU f könnun hefði verið gerð í byrjun mars á meðal hagfræðinga og fjármálasérfræðinga um það ástand sem bandaríska hagkerfíð stendur frammi fyrir er næsta víst að mikill meirihluti þeirra hefði talið að þróun hagvaxtar yrði V-laga. Nú snýst umræðan hins vegar í auknum rnæli um að samdráttar- skeið sé í vændum. Áfram aðhyllast þeir þó V-kenninguna, að niðursveiflan sé einungis tímabundin leiðrétting sem muni vara mjög stutt, varla út árið. Og ef samdráttur verði þá verði hann af v- tegundinni. Þessir aðilar hafa ofurtrú á að pen- ingamálastjórnun sé komin það langt á veg að auðveldlega megi laga bresti markaðarins með viðeigandi aðgerðum. Vaxtalækkanir seðlabanka eiga að vera nægilegar til þess að fá efnahagshjólin til að snúast á ný. Bandaríski seðlabank- inn hefur þegar lækkað vexti um 1% í janúar og flestir búast við 0,5-1,0% lækkun nú í mars. Þó að flestir voni að niðursveiflan verði V-laga eru margir farnir að óttast að það kunni að vera óskhyggja. U- sveifla (eða u-sveifla) kann að vera í spilunum þar sem bandaríska efnahags- kerfíð hefur ekki enn tekið við sér sem skyldi. Áfranihaldandi lækkanir á hluta- bréfamörkuðum styðja þessa tilgátu, slakinn í framleiðslugeiranum heldur áfram, tölvu- og hugbúnaðargeirinn eru að fara í gegnum erfítt tímabil, upp- sögnum fjölgar stöðugt (þó er atvinnu- leysi enn tiltölulega lítið, 4,2%), skulda- staða iýrirtækja og einstaklinga er slæm og síðast en ekki síst þá er taugaspennan á markaðinum farin að breyta bjartsýni fyrirtækja og einstaklinga í svartsýni. Og þá er ijandinn laus. L áir vilja hugsa þá hugsun til enda að niðursveiflan verði viðvarandi og sannkallað kreppuástand myndist. I Bandaríkjunumhafaeinungisþrjárslíkar verið mældar frá byrjun tuttugustu aldarinnar. Sú frægasta og illskeyttasta, sem kölluð hefur verið kreppan mikla, stóð í 43 mánuði frá 1929 til 1933, VLF lækkaði um 32,6% og atvinnuleysi mældist um 24,9%. Óttinn við L-laga kreppur er óveru- legur þar sem fáir vilja trúa að svo illa geti farið. Engu að síður er rétt að minn- ast þess að Japan hefur verið í lang- varandi niðursveiflu allt frá byrjun tíunda áratugarins, sem virðist ætla að taka djúpa dýfu um þess- ar mundir. Mánudagurinn 12. mars ýtti undir þann ótta að ástand- ið eigi enn eftir að versna nokkuð áður en það getur batnað. Bæði Nasdaq og Dow Jones hrundu með miklum látum, Nasdaq um 6,3% og Dow Jones um 4,3% (Framhald á sídit 4) Efiuiluigslœgáir í Bandaríkjunum á 20. öldinni merktar eftir lengd og dýpl Tlmabil efnahagslægðar Fjöldi mán. VLF á timab. % Atvinnu- leysi % Tegund jan 1920-júli 1921 18 óþ. 11,9 L mal 1923-júlí 1924 14 -4,1 5,5 U okt. 1926-nóv. 1927 13 -2,0 4,4 u ág. 1929-mars 1933 43 -32,6 24,9 L mai 1937 - júni 1938 13 -18,2 20,0 L nóv. 1948-okt. 1949 11 -1,5 7,9 V júll 1953 -maí 1954 10 -3,2 6,1 U ág. 1957 - april 1958 8 -3,3 7,5 V apríl 1960 - feb. 1961 10 -1,2 7,1 V des. 1969 -nóv. 1970 11 -1,0 6,1 V nóv. 1973-mars 1975 16 -4,9 9,0 u jan. 1980-júlí 1980 6 -2,5 7,8 V júlí 1981 - nóv. 1982 16 -2,6 10,8 u júlí 1990-mars 1991 8 -1,2 6,9 V Auknar áhyggjur eru af ^ Markaðsverðmæti ^ Þorvaldur Gylfason pró- j áttum sem styðja það að' I því á meðaí hagfræðinga 1 íslands er óþekkt stærð en i fessor ijallar um gengi /| gengi krónunnar hefur J. að kreppan verði lengri og jL* hugsanlega nokkuð minni íslensku krónunnar. Hann "X hvergi nærri náð botninum dýpri en áður var haldið. en flesta dreymir. dregur fram rök úr ýmsurn þó hún hafí fallið mikið.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.