Vísbending


Vísbending - 26.10.2001, Side 2

Vísbending - 26.10.2001, Side 2
ISBENDING Náttúrulegt atvinnuleysi í Gylfi Zoega W3é ! hagfræðingur é ráfellt atvinnuleysi í flestum ríkjum OECD undanfarna áratugi hefur orðið hvati til rannsókna á lang- tfmabreytingum á atvinnuleysi. Segja má að þessi reynsla hafi ógnað hinni viðteknu kenningu um náttúrulegt atvinnuleysi og jafnvel að undanfarin ár hafi í hugum margra leikið vafi á því hvort atvinnuleysi hafi tilhneigingu til þess að leita að ákveðnu jafnvægi í stað þess að festast á því stigi þar sem það er á hverjum tíma. Niðurstöður þessara rannsókna skipta höfuðmáli fyrir hagstjórn. Ef kenningin um náttúrulegt atvinnuleysi er fallin þá er ljóst að seðlabankar geta stefnt að lægra atvinnuleysisstigi en áður var talið mögulegt. Ef kenningin á hins vegar við rök að styðjast myndi slík viðleitni leiða til sívaxandi verð- bólgu. Hér verðurístuttu máli gerð grein fyrir þeirri hugmyndabaráttu sem staðið hefur um kenninguna um náttúrulegt atvinnuleysi undanfarin tíu lil fimmtán ár. Landslag Atvinnuleysi jókst mikið á áttunda áratuginum í allflestum þróuðum ríkjum. Þetta átti bæði við um mörg Evrópuríkin en einnig önnur lönd, eins og t.d. Ástralíu og Kanada. Norður- löndin voru helsta undantekningin frá þessari þróun en atvinnuleysi hélst lágt í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi allt fram til loka níunda áratugarins. Segja má að ferns konar mynstur komi fram í gögn- unum. Algengast er að atvinnuleysi hafi aukist um miðbik áttunda áratugarins og svo aftur í upphafi þess níunda án þess að það næði sínu fyrra stigi í kjöl- farið. En frá þessari reglu voru nokkrar undantekningar: Meðallandid: Ástralía, Belgía, Bret- land, Danmörk, Holland, Irland, Kanada, Nýja-Sjáland, Þýskaland. Atvinnuleysi jókst um miðbik áttunda áratugarins og svo aftur í upphafi þess níunda án þess að ná fyrra stigi í kjölfarið. Suðræn ríki: Frakkland, Italía og Spánn. Atvinnuleysi jókst jafnt og þétt frá miðbiki áttunda áratugarins og náði hámarki á síðari hluta þess níunda. Bandaríkiiv. Atvinnuleysi jókst í tvígang, þ.e.a.s. eftir olíukreppurnar tvær, en náði sér svo aftur niður. Norðurlönd: Finnland, fsland, Nor- egur og Svíþjóð. Atvinnuleysi jókst fyrst í lok níunda áratugarins og byrjun þess tíunda og hélst lengst af hátt en hefurlækkað mikiðáundanförnum árum. Þannig má segja að Bandaríkin hafi staðið sig vel í þeim skilningi að vinnu- markaðurinn náði aftur fyrra jafnvægi hvað atvinnustig varðar. Norðurlöndin virtust einnig standa sig með prýði en atvinnuleysi lét ekki á sér kræla fyrr en mun seinna og þá sennilega af öðrum orsökum. Hins vegar varð atvinnuleys- isvandinn mestur í þeim suðrænu lönd- um þar sem atvinnuleysið jókst hægast. Methafinn var reyndar Spánn sem náði 24% atvinnuleysisstigi árið 1994! Örvænting Segja má að þessi þróun hafi slegið stétt hagfræðinga út af laginu. í lok sjöunda áratugarins hafði þeint tekist að setja fram kenninguna um væntinga- bættu Philips-kúrfuna sem gerbreytti hugmyndum um hagstjórn. Þannig var orðin samstaða um að lágt atvinnuleysi væri ekki lengurfalt í skiptum fyrir hærri verðbólgu nema til mjög skamms tíma. Og þessi samstaða fékk stuðning í hagtölum áranna 1970-1973 fyrir Banda- ríkin þegar atvinnuleysi og verðbólga fóru vaxandi samtímis í fyrsta sinn í langan tíma. Kenningin var þá sú að til langs tíma leitaði atvinnuley si í langtíma- jafnvægi sem kallað var „náttúrulegt atvinnuleysi" af Milton Friedman. Nafngiftin gaf til kynna að hér væri um eins konar náttúrulega stærð eða fasta að ræða sem stjórnvöld gætu lítil áhrif haft á. Hins vegar var ekkert í skrifum Friedmans og Phelps sem benti til þess að svo væri. En kenningar þeirra gengu ekki nógu langt til þess að unnt væri að skilja ákvörðunarþætti náttúrulegs atvinnuleysis svo gagn væri að. Sigurvíman rann smánt saman af og timburmennirnir tóku við þegar atvinnu- leysi tókst á flug um 1975. Áhyggjur breyttust svo í örvæntingu upp úr 1980 þegar stig atvinnuleysis hækkaði enn á ný og aftur hélst það hátt árum saman. Fyrstu viðbrögð Fyrstu viðbrögð við atburðarásinni voru þau að segja sem svo að það gæti tekið raunverulegt atvinnuleysi langan tíma að ná jafnvægisstigi sínu í kjölfar kreppu. Með öðrum orðum, ef atvinnuleysi hækkar vegna tímabund- innar kreppu þá getur það tekið langan tíma að komast aftur í fyrra horf. Skýr- ingarnar voru sóttar í rit Edmunds Phelps um verðbólgu og atvinnuleysi frá árinu 1972.1 Kannski er best að vísa beint í þetta rit. Þar leggur hann áherslu á áhrif atvinnuleysis á sjálfsmat og vinnusemi fólks. Hugmyndin er þá sú að atvinnan skipi verulegan sess í lífi okkar, gefi okkur tilgang og hafi áhrif á sjálfsmat og almennt upplag. Atvinnu- leysi, einkum langvarandi, getur þannig haft varanleg áhrif á þá einstaklinga sem fyrir því verða með þeim afleiðingum að þeir verði frá starfi til langs tíma, einnig eftir að ný tækifæri opnast á vinnumark- aði. Heilsubrestur, félagsleg vandamál, skortur á sjálfstrausti og almenn upp- gjöf verða þá til þess að margir eiga erfitt með að standa í fæturna að nýju þótt almennt efnahagsástand hafi batnað. Jafnvel er hugsanlegt að þeir atvinnuleysingjar sem ná að forðast þessi örlög verði fyrir mismunun af hálfu atvinnurekenda sem geri ráð fyrir að þeir séu ekki jafnhæfir starfsmenn og hinir sem nýkomnir eru á vinnumark- aðinn. Hér er talað um heldni (e. hyster- esis) og þá átt við að atvinnuleysið haldist lengi vel hátt ef það á annað borð nær því að hækka mikið. Þessar hugmyndir féllu einkum í frjóan jarðveg í London School of Economics þar sem stór hópur manna starfaði að rannsóknum á orsökum lang- tímabreytinga atvinnuleysis undir for- ystu Richards Layards. Meðal áhuga- verðra uppgötvana þessa hóps var sú tölfræðilega niðurstaða að því lengur sem atvinnuleysingjar eru án vinnu, þeim inun minni Iíkureru áþvíaðþeirfái starfáhverjutímabili.2 Þannig er líklegra að maður sem er nýbúinn að missa vinnuna fái starf á þessu ári en hinn sem búinn er að vera atvinnulaus í fjölda ára.3 I þessum rannsóknum á eðli og orsökum heldni var ljósinu í fyrsta sinn beint að stofnunum vinnumarkaðarins. Þannig var ljóst að því örlátara sem kerfi atvinnuleysistrygginga er, þeim mun rneiri lfkur eru á því að einstaklingar ílengist í röðum atvinnuleysingja og þeim mun meiri líkur á því að þeir verði ýmsum félagslegum og sálfræðilegum vandamálum að bráð.4 Segja má að þessar rannsóknir hafi varpað ljósi á hlutverk stofnana vinnumarkaðarins þegar kemur að langtímaafleiðingum tiltölulega skammvinnra hagsveiflna. Ný líkön Um svipað leyti hófust rannsóknir á ákvörðun náttúrulegs atvinnuleys- isstigs. Þótt sumir hafi látið að því liggja að hér væri óbreytanlegur fasti á ferð þá var sú ekki raunin. Ætlunin var nú að útskýra mismun á náttúrulegu atvinnu- leysi á milli landa og tímabila. Þessar rannsóknir gáfu af sér líkan sem unnt er að nota til þess að spá fyrir um breyt- 2

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.