Vísbending


Vísbending - 16.11.2001, Síða 1

Vísbending - 16.11.2001, Síða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 16. nóvember 2001 45. tölublað 19. árgangur Fasteignamarkaður Isíðustu verðbólguspá Seðlabank- ans, sem gefin var út 9. nóvember síðastliðinn, er spáð 8,5% verð- bólgu frá upphafi til loka þessa árs en 4% verðbólgu á því næsta. Inni í þessari spá er gert ráð fyrir að raungildi fast- eignaverðs eigi eftir að lækka um 5% á næstu sex mánuðum. Toppnum náð Fasteignamarkaðurinn hefur oft vald- ið fræðimönnum miklu hugarangri, mun meira en t.d. hlutabréfamarkað- urinn þó að mönnum gangi jafnan illa að spá fyrir um hreyfingar hans. Astæðan er kannski fyrst og fremst sú að fast- eignamarkaður virkar þunglamalega þar sem það tekur tiltölulega langan tíma að losa fasteignir og stundum virðast önnur sjónarmið en hrein gróðasjónar- mið ráða rniklu um markaðshreyfingar. Það hefur líka verið sýnt fram á að hreyf- ingar á fasteignamarkaði endurspegla ekki nýjar upplýsingar nema að hluta til á meðan hlutabréfamarkaður endur- speglar þær að fullu og oft gott betur. Ljóst virðist að fasteignamarkað- urinn hér á landi náði toppnum á fyrri hluta ársins, atvinnuhúsnæði á fyrsta ársfjórðungi (sjá mynd 1) og íbúðar- húsnæði á öðrum ársfjórðungi (sjá mynd 2). En það er rúmu ári eftir að hlutabréfamarkaðurinn toppaði. Frá byrjun árs 1998 þar til toppnum var náð hækkaði íbúðarhúsnæði um 36% og atvinnuhúsnæði um 62%. Síðan toppn- um var náð hefur íbúðarhúsnæði lækkað um tæp 6% og atvinnuhúsnæði um rúm 8%. Spá Seðlabankans um 5% lækkun á næstu sex mánuðum er því nokkurn veginn línuleg nálgun við tímabilið frá því að toppnum var náð. Undirstaðan Fasteignamarkaðurinn skiptir ekki einungis miklu máli varðandi verð- bólguspár heldur virðist svo vera að um þessar mundir standi hagkerfi og falli með honum. Það eru fyrst og fremst neytendur sem hafa haldið hagkerfum eins og því bandaríska, breska og íslenska á floti. En mikilvægur þáttur í skýringunni á eyðslu almennings er að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka þrátt fyrir mikla lækkun á hluta- bréfamörkuðum. Mikil lántakafólks, sem gerir það að verkum að fólk er skuld- settara en oftast áður, er að miklu leyti tryggð með fasteignaveði. Miklar skuld- ir hafa því ekki verið áhyggjuefni þar sem eignaverðið var þeim mun hærra. Hætta er hins vegar á því að ef fast- eignaverð lækkar hratt fari skuldsetn- ingin að bíta og það komi niður á fjár- festingum og neyslu. Mikill samdráttur í neyslu mun hugsanlega draga hagkerfi eins og það bandaríska inn í langt sam- dráttarskeið, ekki ósvipað því sem hefur mátt sjá í Japan undanfarin tíu ár. Hingað til hafa hagkerfi þurft að lifa samdráttarskeið til þess að fasteigna- markaðurinn falli en spurningin er hversu mikið fallið verður. Margir þættir virðast hafa áhrif á fasteignaverð, m.a. vaxtastig og lántökukostnaður al- Mynd 1. Raunverð atvinnuhús- nœðis (meðalíal 1995 =100) Mynd 2. Raunverð íbúðarhúsnœðis á liöfuðb.sv. (meðaltal 1996 =100) 140 ic 25 20 15 10 HHBHHHHHHHHHRHII 130 12 mánaöa % breytinj’/^'v nafriverðs (h-ás)f \ 120 / X* J 105 \ 5 95 jan.98 maí.98' sep.98 ' jan.99 maí.99 sep.99 jan.00" maí.00" sep.00 jan.01 maí.01 ' sep.01 c mennt, vænt tekjustreymi einstaklinga, skuldastaða, atvinnuleysi og efnahags- ástandið almennt. Samhverfar sveiflur Þegar litið er yfir heimsbyggðina virðist hægt að sjá aftur og aftur sömu þróunina á undanförnum árum í fasteignaverði. Hvort sem horft er á New York, London, Mílanó eða Reykjavík þá má sjá mikla hækkun á fasteigna- markaði undanfarin þrjú ár og þó víðar væri leitað. Það hljómar undarlega þar sem fasteignamarkaðurinn hefur þau séreinkenni miðað við aðra markaði að „varan“ er ekki hreyfanleg og þess vegna hefði mátt ætla að verð á einu svæði væri nokkuð óháð verði á öðru svæði og að fylgnin ntyndi ntinnka með aukinni fjarlægð. Rannsóknir á alþjóð- legum fasteignamarkaði hafa hins vegar sýnt að mikil fylgni er með fasteigna- verði á ólíkum landsvæðum. Sem dæmi má nefna að varla er til það svæði í heiminum þar sem fasteignir lækkuðu ekki verulega í byrjun tíunda áratug- arins. Sömu rannsóknir hafa sýnt að fasteignaverð virðist annars vegar ráð- ast af efnahagsástandi í heiminum öllum og hins vegar efnahagsástandi heima fyrir og að öllu jöfnu hefur alþjóðlegt efnahagsástand meiri áhrif en efna- hagsástandið heima fyrir. Þessu er þó á ólíkan hátt farið eftir markaðssvæðum. Engu að síður skýrir þetta af hverju fasteignamarkaðir í ólíkum löndunt fylgjast stundum vel að. Efnahagsástandið í heiminum hefur farið hraðversnandi á undanförnum mánuðum. í síðustu spá Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er því spáð að heims- framleiðslan aukist um 2,6% en hún jókst um 4,7% á síðasta ári. Þjóðhagsstofnun hefur spáð 1,9% hagvexti í ár, en hann var 5% á síðasta ári, hér á landi og 0,3% samdrætti á því næsta. Fasteignaverð ætti því að lækka, ekki bara hér heirna heldur víðast hvar í heiminum. Hversu mikið það lækkar fer eftir því hversu djúpt og langt samdráttarskeiðið verður. Hcimildir: Global Real Estate Markets: Cycles And Funda- mentals e. Bradford Case, William Goetzmann og K. Rouw- enhorts, Seðlabanki íslands, o.fl. 1 Fasteignaverð er farið að lækka hér á landi og er það í takti við þróun víðast hvar í heiminum. 2 Fríverslunarbandalögum hefur íjölgað mikið á síð- ustu tíu árum um leið og þau hafa stækkað. 3 Stefán Arnarson við- skiptafræðingur fjallar um plastseðla sem mögulega leið í seðlaútgáfu. Islend- 4 ingurn ætti að falla plast- peningar vel í geð þar sem fáar þjóðir nota plastkort eins mikið og þeir. 1

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.