Vísbending


Vísbending - 07.12.2001, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.12.2001, Blaðsíða 4
V ÍSBENDING Ráð Jacks Ahaustmánuðum kom út bók sem beðið hefur verið eftir með óþreyju í viðskiptaheiminum enda höfundurinn og viðfangsefnið einn virtasti forstjóri tuttugustu aldar- innar. Bókin er „Jack - Straight from the gut“ og maðurinn er Jack Welch, fyrr- verandi forstjóri General Electric, en hann lét af störfum fyrr á árinu eftir 21 árs setu á forstjórastólnum. Að kunna að sigra / Ohætt er að segja að bókin hafi reynst nokkuð undir væntingum alla vega ef hún er skoðuð í samanburði við aðra bók um og eftir virtan forstjóra, bókina „My years with General Motors" um Alfred Sloane, sem var goðsögn í við- skiptalífinu á fyrri hluta aldarinnar eins og Jack Welch var á þeim seinni. Bókin um Sloane er enn ein af bestu bókum sem skrifaðar hafa verið um stjórnun og stefnumótun, það er ólíklegt að bók Welch verði metin í þann flokk. Þó að samanburðurinn við Sloane sé óhagstæður Welch og bókin talsvert undir væntingum þá er ekki þar með sagt að þar sé ekki að finna margt athygli- vert. Enda er hún ágæt lýsing á hvemig hlutirnir ganga fyrir sig í risafyrirtæki eins og GE. Þó hafa fyrstu kaflarnir notið einna mestrar athygli enda saga um hvernig móðir hans ól hann upp og kom honum til manns. Ein besta sagan segir frá því þegar Welch spilaði íshokkí fyrir skóla sinn og tapaði mikilvægum leik með naumindum. 1 bræði sinni kastar Welch kylfu sinni eftir svellinu og fer svo inn í búningsklefa mikið svekktur. Ekki veit hann fyrr en móðir hans er búin að ryðja sér leið inn í klefann, þar sem hálfnaktir unglingspiltar standa eins og illa gerðir hlutir, og rífur í Welch og segir: „Auminginn þinn! Ef þú kannt ekki að tapa þá muntu aldrei kunna að sigra. Ef þú skilur þetta ekki þá ættir þú ekki að vera að spila.“ Jack Welch lærði margar sínar bestu lexíur á unga aldri, viðhorf og reglur sem öfluðu honum ómældrar virðingar í viðskiptaheiminum. Heilræði Undir lok bókarinnar setur Welch niðurnokkurheilræði til stjórnenda, hér á eftir eru nokkur þeirra: Heiðarleiki - Alltaf að segja hlutina eins og þeir eru svo að allir vita hvar maður stendur. Óformleiki - Það er samkeppnisstyrk- leiki að hafa óformlegt andrúmsloft á vinnustað þar sem allir vita að þeir geta haft áhrif. Ástríða - Ef til er einn eiginleiki sem sigurvegarar hafa umfram aðra þá er það að þcir hafa ástríðu á því sem þeir gera. Urvalsfyrirtæki geta oft skapað þennan neista. Gleði - Viðskipti og vinna eiga að vera skemmtileg. Verkefni stjórnandans er að tryggja að starfmennirnir skemmti sér um leið og þeir eru framleiðnir. Virðing - Lof fyrir góða frammistöðu er súrefni fyrir mannskapinn og kerfis- bundið frammistöðumat byggir upp traust. Markaðshugarástand - Vandamálið er að hugurinn mettast yfirleitt löngu áður en markaðir mettast með því að endur- skilgreina markaðshlutdeild fyrirtækis í brot af því sem það hefur á mettuðum markaði skapast ný tækifæri. Samráð - Með því að stofna til óform- legra umræðna með ólíku fólki er hægt að leysa flókin mál á skynsaman hátt. Sjálfstraust - Það er stutt á rnilli hroka og sjálfstrausts. Hroki drepur en ef fólk getur verið það sjálft og er opið fyrir hugmyndum annarra gerir það fyrir- tækið auðugra. (Framhald af síðu 3) sem svarar til 0,06% af heildarkvótum sjóðsins. 3. Nokkur ríki heltust úr lestinni, þar á meðal Sovétríkin. Fulltrúar þeirra undirrituðu stofnsáttmálann í Bretton Woods en Stalín neitaði að staðfesta hann. 4. íslendingar áttu þrjá fulltrúa í Bretton Woods og var Magnús Sigurðsson bankastjóri formaður sendinefndar, hinir voru Ásgeir Ásgeirsson alþm. og bankastjóri og Svanbjörn Frímannsson aðalbókari. Voru þeir fulltrúar hins unga íslenska lýðveldis sem var hálfs mánaðar gamalt þegar ráðstefnan hófst. Heimildir de Vries, Margaret Garritsen, The IMF in a changing world 1945-85, Inlernational Monetary Fund, Washington DC 1986. Guitián, Manuel, The unique nature of the responsibilities ofthe International Monetary Fund, International Monetary Fund, Washington DC 1992. Jóhannes Nordal ogÓlafurTómasson, Fráfloti tilflots, í Sigurður Snævair (ritstjóri) Kletnensarbók, Reykjavík, 1985. Jón Sigurðsson. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjármálatíðindi, 28:1, janúar-apríl 1981. Skýrsla utn fjármálafundinn í Bretton Woods New Hampshire, U.S.A., fylgiskjal með frumvarpi til laga um þátttöku Islands í stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka samkvæmt tillögum Bretton Woods fundarins og um lántöku í því skyni, Alþingistíðindi 1945, 64 löggjafarþing, A. Þingskjal 365. Stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sérprent, útgefin af Seðlabanka íslands 1971 og 1979. ( Vísbendingin ) f - N unglyndi virðist vera að renna á landann sem gerir það að verkum að vonleysi fer að einkenna fyrirtæki og starfsfólk læðist með veggjum til þess að gefa stjórnandanum ekki ástæðu til þess að reka þá. Hlutverk stjórnandans á ekki að vera taka þátt í landlægum grátkór heldur á hann að sjá Ijósið í myrkrinu. Hann á að hvetja fólk til þess að tefla gegn ríkjandi viðhorfum og skapa og þróa nýjar hugmyndir. Þegar þetta hefur verið gert í fyrirtækjum hefur það verið kallað „viðsnúningur'1 * 3 4. Aðrir sálmar v___________________|________________ f - \ Þetta vissi ég / Asíðustu vikum hafa nokkur fyrirtæki orðið gjaldþrota og fréttir borist af erfiðleikum annarra. Það er algengt að heyra að ekki hafi verið erfitt að sjá þetta fyrir. Og vissulega er það rétt, það var a.m.k. ekki erfitt að sjá það fyrir eftirá. En samt sem áður er það ekki algengt að sjá umfjöllun í íslenskum viðskiptaritum um fyrirtæki í vanda. Ástæðan er að návígi er mikið og forráðamenn félaga kveinka sér ef sérhver umfjöllun um þá er ekki einn lofsöngur. Vísbending og systur- blöð hennar hafa fengið kvartanir um hvort tveggja, að telja stöðu fyrirtækja betri eða verri en í látið hefur verið vaka í veðri. Vandi sumra fyrirtækja er sá að best væri að færa tvöfalt bókhald, annað sem vekti ánægju hluthafa og skilaði góðum hagnaði. hitt fyrir viðskiptavini og skattyfirvöld þar sem afkoman væri afleit. Ein ástæðan fyrir þessari tvöfeldni er smæð íslensks samfélags. Reynsla Dana bendir hins vegar til þess að enn sé langt í land með að íslendingar verði nógu margir til þess að hætt verði að agnúast út í góða afkomu. Þjóðin verður þó aldrei nógu stór til þess að hætta að hæða þann sem fer á hausinn. Það væri gott að fjalla opinskátt um fyrirtæki, stöðu þeirra og horfur í blöðum og tímaritum, áður en þau geispa golunni. I leiðara Frjálsrar verslunar segir að miklir erfiðleikar Samvinnuferða hafi verið á allra vitorði í rúmt ár. Það er örugglega rétt að margir hafa lengi haft áhyggjur af stöðu fyrirtækisins. Síðast- 1 iðið vor kom i nn nýtt hlutafé í fyrirtækið og voru það bæði nýir fjárfestar og þeir sem áður höfðu átt fyrirtækið. Lífeyris- sjóðir og samvinnutengd fyrirtæki gætu hafa viljað setja inn peninga vegna róta fyrirtækisins, en eigendur Gildingar hljóta að hafa haft hagnaðarsjónarmið ein að markmiði. Þeir hafa haldið að fyrirtækinu væri við bjargandi, en aðstæður orðið aðrar og verri þegar upp var staðið. Blöð tóku á fyrirtækinu með silkihönskum. Umfjöllun verðbréfafyrirtækja ætti að vera trúverðug, en verður það aldrei meðan öðrum megin múranna er mælt með sölu hlutabréfa en hinum megin sömu bréf keypt. V ARitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaöur og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.