Vísbending


Vísbending - 18.01.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.01.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Argentína - hvað brást? Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Við lok 19. aldarvar Argentína eitt ríkasta land heims. Auðurinn byggðist á landbúnaði, fyrst hveitirækt og síðar sauðfjárrækt, en bresku spunaverksmiðjurnar virtust á þeim tíma taka endalaust við argentínskri ull. Nautgriparækt var einnig nokkur - húðirnar voru notaðar í ýmiss konar varning en kjötið lá vannýtt og spilltist þar sem ekki var fyrir hendi kæli- og flutningatækni til að flytja það til Evrópu. En á þeim tíma var nautakjöt talið herra- mannsmatur og sást ekki á borðum nema allra efnuðustu heimila. Arið 1876 sigldi fyrsta skipið, sem búið var nægilega góðurn kælum til að geta skilað nauta- kjöti óskemmdu á veisluborð Evrópu- manna, úr höfn í Búenos Aires - Argentínumenn höfðu fundið gullæð. Hinar víðfeðmu la pampas gátu fætt nautgripahjarðir sem töldu næstum óendanlega hausa og Búenos Aires fékk viðurnefnið París Suður-Ameríku. Blómatíminn stóð allt þartil útflutn- ingsmarkaðir í Evrópu skruppu sarnan í kjölfar stríðsátaka og urðu þeir aldrei nema svipur hjá sjón eftir það. Viðbrögð Argentínumanna við breyttum tímum voru að setja á innflutningshöft og greiða niður útflutning landbúnaðar- vara, nokkuð sem þeir hefðu betur látið ógert. Argentínskt athafnalíf hefur síðan einkennst af uppdráttarsýki, sem rekja mátti til verndarstefnunnar, og landsframleiðsla hefur staðnað. Efna- hagsleg velmegun er nú óralangt frá að líkjast því sem tíðkaðist í löndunum sem Argentínu hafði verið líkt við í upphafí aldarinnar. Spilling og óstjóm Margar þjóðir Suður-Ameríku nutu takmarkaðs lánstrausts á alþjóða- settist Domingo Cavallo í stól fjármála- ráðherra landsins. Hann batt argent- ínska pesóann við Bandaríkjadollara og verðbólgan hjaðnaði, því sem næst á einni nóttu og hagkerfið styrktist. Mikil herferð hófst til að laða að erlenda fjár- festa og rnörg ríkisfyrirtæki voru seld útlendingum - oft fylgdu með í kaup- unum góð timbodslaun til vinveittra stjórnmálamanna sem smurt höfðu við- skiptin. Upp úr miðjum áratugnum fór að halla undan fæti á ný í kjölfar þess að dollarinn styrktist mjög vegna blóma- skeiðsins í Bandaríkjunum-hagsveiflur Argentínu og Bandaríkjanna fóru algjörlega úr takti. Argentína var með gjaldmiðil sem stöðugt styrktist en efnahagslíf sem sífellt varð veikara. í stað þess að mæta þessum þrengingum með ráðdeild, útsjónarsemi og raun- hæfum efnahagsaðgerðum, juku Perón- istar útgjöld til vinsælla málaflokka sem líklegir voru til að tryggja þeim áfram völd, en það leiddi til þenslu, hærra raun- gengis og enn verri samkeppnisstöðu landsins. vf V n S amkeppni sstaðan 'in- og kjötútflutningur Argentínu mannaer í samkeppni við útflutning Brasilíu og Chile á alþjóðamarkaði og ráðstafanirnar, sem gerðar voru á geng- isfyrirkomulagi þessara landa í kjölfar gjaldntiðlakreppunnar 1999, juku enn á vanda Argentínu. Meðal annars má rekja skipbrot Mercosur-viðskipta- bandalagsins til óánægju ráðamanna í Argentínu með þá ráðstöfun Brasilíu að setja ríalið á flot en það hjó enn frekar í samkeppnisstöðu argentínsks útflutn- ings á erlendum mörkuðum. Síðastliðið vortóku erlendir lánardrottnar að heimta stöðugt hærri vexti vegna ótta við að illa færi og að lokum drógu þeir að sér hendurnar. Þetta leiddi til fjárþurrðar hjá hinu opinbera í Argentínu en einnig til þess að fýrirtækin gátu ekki fleytt sér yfir erfiðatíma með lántökum. Jafnframt er um umboðsvanda að ræða í sam- mörkuðum í byrjun tíunda ára- tugarins en vantaði sárlega franikvæmdafé. Argentínavar þar engin undantekning. Skattstofnar landsins eru ákaflega ótryggir og skattsvik og undanskot eru þar regla. I byrjun síðasta áratugar freist- uðust stjórnvöld því til þess að fjármagna útgjöld ríkisins með peningaprentun og verð- bólguskatti, sem leiddi til óða- verðbólgu sem mæld var í þús- undum prósenta og lífskjörum hrakaði ár frá ári. Um það leyti Verg lamlsframleidsla á mann i Argentinu og Banda■ ríkjunumfrá 1950 til I99S (i alþjóðl. G-K dollurum) skiptum fýlkjanna og alríkisins. Fylkin getanæstumuppásitteindæmiákvarðað útgjöld sem alríkið þarf síðan að standa skil á og hefur það leitt til gríðarlegrar skuldasöfnunar auk þess sem fylkin hófu mikla peningaprentun með útgáfu skuldaviðurkenninga sem notaðar voru í viðskiptum innan þeirra. Síðasta suntar var svo komið að lánstraust var algjör- lega brostið og landið sigldi hraðbyri að gjaldþroti, sem stjórnvöld lýstu síðan opinberlegayfir í lok desember. Síðasta erlenda lánið (sem var frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum) var veitt í september eftir að Cavallo, sem nú var aftur orðinn fjár- málaráðherra, hafði beitt ríkjum Suður- Ameríku fýrir sig ásamt hrakspám um að lýðræði í álfunni væri í hættu, til að hafa áhrif á Paul O’Neill í bandaríska fjármálaráðuneytinu og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. I lok síðasta árs komst argentínska ríkið í þrot og í skjóli blóð- ugra mótmæla voru síðan kynntar til sögunnar margar efnahagsaðgerðir í byrjun ársins sem leysa eiga efna- hagsvanda þjóðarinnar, aðgerðir sent lítinn vanda leysa og einkennast af úrræðaleysi og lýðskrumi. Lærdómur A Ilar þjóðir heirns geta lært afreynslu T\-Argentínumanna. Langvarandi óstjórn í efnahagsmálum, atkvæðakaup og lýðskrum stjórnmálamanna knésetja að lokum þjóðir sem slíkt stunda. Ef lönd vilja tengjast gjaldmiðlum annarra landa einhliða þarf mikinn aga á efna- hagsstjórnina, sérstaklega þegar efna- hagssveiflan í heimalandinu fer úr takti við upprunalandið. Þennan aga hafa Argentínumenn ekki haft. Eina raun- hæfa leiðin, sem nú er fær, er að setja gengi pesóans algjörlega á flot, líkt og nágrannarnir í norðri gerðu 1999, taka til í ríkisfjármálunum, semjaum afborganir við lánardrottna erlendis og koma sam- skiptum fýlkja ogalríkis í eðlilegar skorð- ur. Þessi leið er ekki sársaukalaus fýrir almenning, en þannig sty'rkjast útflutn- ingsatvinnuvegirnir, traust erlendis eflist, Argentína nær flugi og hægt er að hefja baráttuna við fátækt af alvöru. Eins og leiðarahöf- undur tímaritsins Economist bendir á fýrir skömmu er þó eitt Ijós sent skært skín í myrkrinu; ekki hafa heyrst neinar raddir, enn sem komið er, um að best væri að láta herinn leysa málið. Það er mikil framfor þegar stjórn- málasaga Suður-Ameríku er höfð í huga. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.