Vísbending - 15.02.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING
(Framhald af síðu 3)
fyrirtækja og hins opinbera séu teknar
saman, bæði þær sem má finna á hefð-
bundnum efnahagsreikningum og eins
duldar skuldir, þá nemi þær um 30.000
milljörðum dala. Sú upphæð samsvarar
sexfaldri vergri landsframleiðslu Jap-
ans. Þó að stjórnmálamenn hyggist end-
urskipuleggja tjármálakerfið og greiða
smám saman niður skuldirnar í kjölfarið
þá eru margir efins um þær aðgerðir. I
fyrsta lagi vegna þess að þó að nýir
aðilar hafi fengið pólitískt vald til endur-
skipulagningar hefur enn ekki bólað á
miklum umbótum og í öðru lagi vegna
þess að fáa rekur minni til þess að þjóð
hafi tekist að greiða niður skuldir sem
eru margföld landsframleiðsla hennar.
Dómínó
Þegar Argentína féll nú um áramótin
urðu margir hissa á því að eitt stærsta
gj aldþrot sögunnar hefði ekki meiri áhrif
á heimshagkerfið en raun bar vitni.
Reyndaráeftirað koma í ljós hver áhrifin
verða á spænskar lj ármálastofnanir, sem
hafa lánað ríkulega til Argentínu á und-
anförnum árum, en utan þess virðast
ekki miklar áhyggjur af frekari áhrifum.
Það á þó eftir að koma betur í ljós.
Ef skjálftavirkni eykst í Japan er hætt
við að áhrifin yrðu öllu víðtækari og
greinilegri en þau urðu í kjölfar falls Arg-
entínu. Það er fyrst og fremst vegna
þess að þótt innflutningur til Japans
drægist saman á tíunda áratuginum juku
Japanir fjárfestingar sínar erlendis. Frá
1990 til 1998j ukust hreinar erlendar eignir
Japans úr 10% af vergri landsfram-
leiðslu í 30%. Þessa aukningu í fjárfest-
ingum Japana erlendis má sjá endur-
speglast með öfugum formerkjum í
Bandaríkjunum á sama tímabili. Helsta
áhyggjuefnið fyrir bandaríska hagkerfið
um þessar mundir er einmitt þörf þess
fyrir erlent fjármagn sem hefur haldið
því á floti undanfarna áratugi. Japanar
hafa leikið þar Itvað stærsta hlutverkið
og eru reyndar heimsins mesta upp-
spretta fjármagns. Þar af leiðandi er lík-
legt að áhrifin verði alvarleg ef þeir neyð-
ast til að skrúfa fyrir erlendar fjárfest-
ingar vegna erfiðleika heima fýrir, og
það sem er enn verra, fari að innleysa
þær eignir sem þeir eiga. Eitthvað um
þúsund milljarðar Bandaríkjadala, eða
einn þriðji af heildareignum Japana
erlendis, liggja í bankalánum og ríkis-
skuldabréfum í Bandaríkjunum og
Evrópu.
Flestir eru þó efíns um að Japanar
fari að innkalla eignir sínar þegar fjár-
munir þeirra bera mun nreiri ávöxtun
erlendis en á heimamarkaði. Bankakerfið
gæti þó neyðst til þess að gera það og
einhverjar vísbendingar eru um að það
sé þegar byrjað á því. Hversu alvarleg
áhrif gæti það haft? í fyrrnefndri grein
í Forbes er bent á hvað gerðist árið 1997
þegar miðlungsstór japanskur banki,
Hokkaido Takushoku með eignir upp á
80 milljarða Bandaríkjadollara, varð að
leggja upp laupana. Þar með varð krísan
sem upphófst í Taílandi að krísu í allri
Asíu Joar sem japanskar fjármálastofn-
anir drógu um 118 milljarða Bandaríkja-
dala út af erlendum mörkuðum. Fjórir
stærstu bankar Japans, sem eiga í hvað
mestum vandræðum um þessar mundir,
hafa eignastöðu sem nemur um 3.700
milljörðum Bandaríkjadala, það er hætt
við að skellurinn myndi ná langt út fyrir
Asíu ef að þessar bankastofnanir yrðu
gerðar upp.
Klukkantifar
Hvernig sem á það er litið þá er fátt
sem ógnar stöðugleika efnahags-
mála heimsins meira en efnahags-
ástandið í Japan. Það má heldur ekki
gleyma því að ef jenið lækkar mikið,
hvort sem það yrði með handafli til þess
að reyna að bæta stöðuna eða af sjálfs-
dáðum, þá verða japanskar vörur enn
ódýrari á erlendum mörkuðum og þar
sem mörg ríki eru þegar farin að gæla við
verðhjöðnun gæti slíkt haft alvarlegar
afleiðingar. Önnur staða sem gæti komið
upp er að japanskir fjárfestar myndu
ákveða að flýja sökkvandi efnahaginn
í Japan og flytja fjármagn sitt til Banda-
ríkjanna. Það gæti leitt til þess að doll-
arinn myndi hækka ört og ný eigna-
verðsbóía myndaðist á verðbréfa- og
fasteignamarkaði sem myndi að lokum
springa eins og allar aðrar slíkar bólur
með tilheyrandi timburmönnum fýrir
hagkerfið.
Engar auðveldar lausnir eru til fýrir
Japan og um leið heimshagkerfið, ein-
hvern tímann verður nauðsynlegt að
gera gagngerar breytingar á fjármála-
kerfinu sem munu leiða af sér gjald-
þrotahrinu og erfiðleika en ólíklegt er að
þeir erfíðleikar verði staðbundnir við
Japan. Eftirskjálftinn kann að skekjaalla
heimsbyggðina.
Heimildir: The World Economy, A Millennial Perspective, A.
Maddison, The Panic Spreads, Benjamin Fulford (Forbes
Global), Can Japan Compete?, Michael Porter o.fl., OECD,
IMF, ft.com o.fl.
Vísbendingin
Ijanúar síðastliðnum skýrði netbóka-
verslunin Amazon.com frá því að
fyrirtækiðheföiskilað5milljónaBanda-
ríkjadollara hagnaði á síðasta ársfjórð-
ungi skv. bandarískum reikningsskila-
venjum (GAAP). Hagnaðurinn var hins
vegar59milljónirdollara efmiðaðervið
reikningshald með hefðbundnum bók-
haldsbrellum. Munurinn getur því verið
nokkur eftir því hvaða aðferð menn nota
til þess að lýsa rekstrinum. Það er mikið
gleðiefni að frægasta netfyrirtæki
heimsins virðist ætla að lifa af.
Aðrir sálmar
Málefnaleg umræða
Aundanförnum vikum hafaopinberir
aðilar verið gjarnari á það en oft
áðurað beradeilumál sín átorg. Rekjum
til dæmis gang mála í Landssímanum:
Fyrir tveimur og hálfu ári var forstjóri
Landssímans látinn hætta störfum og
ráðinn í sérverkefni á vegum fyrirtæk-
isins eins og það var orðað. Aðspurður
sagði hann þá, að allir áttuðu sig á hvað
væri að gerast. Annað var ekki sagt um
það. I október síðastliðnum hætti for-
stjóri Landssímans (nýr rnaður) störfum
„tímabundið“ að eigin sögn og annarra.
Um það ríkti mikill friður. I desember var
sami forstjóri látinn hætta störfum til
frambúðar vegna trúnaðarbrests við
eigandann. Síðan hefur skeytasend-
ingurn ekki linnt að og frá forstjóranum
fyrrverandi, án þess að nokkurn tíma
hafi kontið fram hvertrúnaðarbresturinn
hafi verið. Helst má þó skilja málin svo
að forsætisráðherra sem persónugerv-
ingur eigandans hafí verið ósáttur við
það með hverjum forstjórinn borðaði á
veitingastöðum. Forsætisráðherra hef-
ur ekki verið margorður um þessi mál, en
þeim mun meira hefur hann beitt sér í
umræðunni um Baug, sem hann telur að
sé bæði of stór og misbeiti valdi sínu.
Eðlilegt sé að búta fyrirtækið niður.
Viðskiptaráðherra hefur sagt að til þess
séu ekki stjórnarskrárheimildir, en for-
sætisráðherra spyr á rnóti að hvaða leyti
stjórnarskrá Islands sé frábrugðin
stjórnarskrá í nágrannaríkjum, þar sem
fyrirtækjum hafi verið skipt upp. En
viðskiptaráðherra er ekki einn um að
efast um réttarheimildir til uppskipta á
Baugi því stjórnarformaður Baugs,
fyrrum aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, svaraði fullum hálsi og sagði: „Ég
trúi því að við búum í réttarríki og að
allar hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda
verði þar af leiðandi að lúta skilyrðum
laga. I því felst að ekki sé gengið að
Baugi og fyrirtækið brotið upp aðeins á
grundvelli órökstuddra sögusagna um
misnotkun aðstöðu.“ í kjölfarið sagði
hannafsérformennskuíeinkavæðingar-
nefnd, en henni hefur verið legið á hálsi
fyrirað seljaekki Landssímann. Skýring-
una á því má að sögn formannsins
fyrrverandi rekja til þess að stjórnun
Landssímans hafi verið „mjög veik“. - bj
(ÖRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og^
ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráögjöf: Málvisindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
Heyfis útgefanda.
J
4