Vísbending


Vísbending - 05.04.2002, Síða 4

Vísbending - 05.04.2002, Síða 4
(Framhald af síðu 3) hlutabréf henti þeim mjög vel. Ef þeir taka húsbréf fram yfir hlutabréf, af um- hyggju fyrir fbúðakaupendum, kemur það niður á ávöxtun sjóðanna til langs tíma. Þá eiga fijálsir sj óðir meira af erlend- um verðbréfum en hinir. Þetta kann að stafa af áhuga stjórnenda skyldusjóð- anna á a) íbúðakaupum sjóðfélaga og b) atvinnusköpun og hagvexti hér á landi. Mikilvægt er að dreifa fjárfesting- aráhættunni og þess vegna má reikna með því að erlendar fjárfestingar séu sjóðfélögum í hag. Ef fjárfest er erlendis má bæta ávöxtunarvon án þess að auka áhættuna. Aðeins tvennt mælir með því að meira sé fjárfest hér á landi en nemur hlut landsins í heimsframleiðslunni: 1) gjaldeyrisáhætta í erlendum fjárfesting- um og 2) sjóðsstjórar þekkja betur til fjárfestingarkosta hér á landi en annars staðar. Þegar krónan tók að falla árið 2000 kom fram sú skýring að kaup lífeyrissjóðanna á erlendum verðbréfum ættu þátt í fallinu. Síðan hafa þeir mjög dregið úr þessum kaupum, þó að ljóst virðist að sjóðfélagar hafi ótvíræðan hag af þeim. Álit sjóðanna í þjóðfélaginu virðist hér vega þyngra en velferð sjóðfélaga á efri árum. Ársreikningar fyrir árið 2001 eru ekki allir komnir fram, svo að ekki er vitað hvort frjálsir sjóðir hafa farið öðruvísi að ráði sínu en skyldusjóðirnir, en ljóst er þó að sumir frjálsu sjóðanna héldu áfram að kaupa erlend verðbréf á liðnu ári. Ávöxtun frjálsra sjóða og hinna sem eru með skylduaðild var nijög svipuð á árunum 1996-2000, en skyldusjóðirnir ávöxtuðust þó ívið betur. Hér að framan hefur ýmislegt verið tínt til sem ætti að stuðla að betri ávöxtun frjálsu sjóðanna þegar fram í sækir. Líkast til er það þó áratugi að koma fram. Frelsi að leiðarljósi? Lífeyrisiðgjöld ungs fólks eiga yfir- leitt eftir að ávaxtast lengi í sjóðun- um og eru þess vegna miklu meira virði en greiðslur þeirra sem eru að komast á lífeyrisaldur. Miðað við 3% raunávöxtun og að lífeyrir sé fyrst tekinn við 67 ára aldur má ætla að iðgjöld þeirra sem eru 25 ára séu unt það bil 2Vi sinnum meira virði en jafnhá iðgjöld fólks um sextugt. Umhyggja fyrir gömlum félögum, sem ekki áttu þess kost að greiða í lífeyrissjóð frá unga aldri, kann að hafa ráðið því að inngreiðslur ungra og gamalla voru metnar jafnmikils þegar sjóðunum var komiðáfótí kringum 1970. Nú megaþau rök sín minna en áður, eins og sést til dæmis á því að af 45 lífeyrissjóðum sem tóku á móti iðgjöldum í árslok 2000 buðu 12 aldurstengd réttindi. Vera kann þó að vilji sé fyrir því að lífeyrisiðgjöldin jafni kjör greiðenda að einhverju leyti. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé ISBENDING eðlilegt að skipta iðgjöldunum í tvennt. Annars vegar yrði skattur, sem stæði undir lágmarkslífeyri (sem yrði ákveðin krónutala). Hins vegaryrði launamönn- um gert að kaupa sér Iífeyristryggingu að eigin vali hjá sjóði, sem stæðist sett skilyrði. Þeir hafa nokkuð til síns máls sem halda því fram að kostnaður við kynn- ingu, bókhald og innheimtu myndi aukast ef menn gætu valið um lífeyris- sjóði. En í sjálfu sér má nota sömu rök gegn valfrelsi um margt annað. Ymiss kostnaður myndi sparast ef hér væri aðeins einn banki, eitt tryggingafélag, ein verslanakeðja. Á þessum sviðum hefur frelsið þó orðið ofan á. Margir telja að fyrirtækjarekstur hér á landi hafi batnað eftir að hlutabréfa- markaður varð til. Áður var oft talið nóg að reksturinn væri „réttum megin við strikið". Meginmarkmiðið virtist stund- um vera mikil velta fremur en hagnaður. En skyndilega áttu fyrirtæki í hörku- samkeppni um fé. Nú skipti mestu að halda niðri kostnaði og finna þau fjár- festingarfæri sem mest gæfu af sér. Fyrir vikið eru fyrirtækin betur rekin en áður. Myndi eitthvað svipað gerast í rekstri lífeyrissjóða ef þeir þyrftu að keppa um fjárfesta? „Verzlunarfrelsi kenndi mönnum bezt að vanda vöru sína, eins á Islandi og í öðrum löndum," sagði Jón Sigurðs- son forscti,3 sem barðist fyrir frjálsri verslun á öllum sviðum. Fljótt á litið virðist ekki fara saman að aðhyllast verslunarfrelsialmennt, enteljaþaðekki eiga við um þjónustu lífeyrissjóða. Urskurður EFTÁ-dómstólsins kann að flýta þróuninni og verða til þess að fólki gefist fyrr en ella kostur á að velja sér lífeyrissjóð að eigin smekk. 1. Dómurinn er á heimasíðu Alþýðusam- bandsins, www.asi.is, 22. mars 2002: ,,EFTA dómstóUinn staðfestir skilning ASI". 2. Sjá heimasíðu Alþýðusambandsins, mars 2001. 3. Af blöðum Jóns forseta, Sverrir Jakobsson ritstjóri, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1994, bls. 200 (hér úr bók Þorvalds Gylfa- sonar: Viðskiptin efla alla dáð, 1999, bls. 16). Vísbendingin Að undanlörnu hefur ímynd tveggja mestu goðsagna í nútímastjórnun, hvort sínum megin Atlantsála, beðið hnekki. Percy Barnevik, fyrrum ABB- maður, þótti taka sér óhóflegar eftir- launagreiðsluruppá 13,8 milljarðakróna en hann var neyddur til að skila helm- ingnum til baka. Jack Welch, fyrrum GE- maður, gleymdi eigin ráðurn og fór að halda við ritstjóra Harvard Business Review (sem er kona), sem mun líklega leiða til eins dýrasta hjónaskilnaðar sögunnar. Svo bregðast krosstré. Hún amma mín það sagði mér Sagt er að sumir íslendingar hafi átt erfitt með að fóta sig í stjórnmálum eftir að sigur vannst í sjálfstæðisbar- áttunni við Dani. Allt í einu hættu stjóm- málin að snúast um það með hvaða hætti haga ætti baráttunni og samningavið- ræðunum. Stjórnmálaflokkarnir voru orðnir tilgangslausir þegar settu marki var náð. Satnherjar í sjálfstæðismálinu áttu alls ekki samleið þegar stjórnmálin fóru að snúast um eignarhald á atvinnu- rekstri og frelsi einstaklingsins á móti fyrirhyggju ríkisins. Gömlu hugmynd- irnar hjálpuðu ekkert í nýjum veruleika. Sumir náðu alls ekki að fóta sig á nýjum átakavelli og nýir foringjar tóku við. Allan þann tíma sem kommúnistar réðu yfir Rússlandi börðust menn með eða móti ríkisforsjá. Eftir fall múrsins stóðu menn aftur með hendur í vösum og vissu ekki um hvað ætti að slást. Gömlu kommarnir reyndu að finna sér ný mál, t.d. umhverfismál, sem ekki myndu vekja upp endurminningar um gjaldþrota hugmyndakerfi. En þeir sem barist höfðu fyrir einstaklingsfrelsinu lentu líka í vissum vanda því að þeir höfðu enga að kljást við lengur. Það verður tilbreytingarlaust að slást við sandpoka lengi. Nú er í Vestur-Evrópu runninn upp nýr veruleiki, þar sem þjóðir verða að velja milli þess hvort þær vilja skipa sér í heild eða standa einar. Mark- miðið er að búa til efnahagsheild án hindrana innan svæðisins. Af því leiðir að margar almennar leikreglur þurfa að vera eins. Islendingar hafa kynnst þessu og njóta margra kosta Evrópusamb- andsins án þess að taka þátt f pólitísku samstarfi eða hafa áhrif á gang mála. Mikilvægt er að um þetta mál skapist vitræn umræða. En hún má ekki mótast af falsrökum eða stýrast af ástandinu eins og það var fyrir fimmtíu árum. Greinilegt er að gjá hefur myndast milli stjórnmálamanna og viðskiptalífsins. Stjórnmál virðast vera að fjarlægjast þann veruleika sem fyrirtækin starfa í. Fjarri fer því að sjálfgefið sé að íslend- ingar eigi að ganga í Evrópusambandið. Það yrði þó mesta ógæfa þjóðarinnar ef ákvörðunin byggðist á rökum sem ekki eiga við í samtímanum. - bj 'v_____________________________________ íRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri oc, ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll róttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.