Vísbending - 03.05.2002, Page 4
ISBENDING
(Framhald af síðu 1)
hljómar kunnuglega en rúm tvö ár eru
síðan hún átti sér stað hér á landi.
Hlutverkin voru hin sömu, ríkið og „rikis-
hagfræðingar" héldu því fram að við-
skiptahallinn skipti engu máli, jafnvel
þó að hann færi yfir 10% árið 2000.
Þróunin er svo öllum Islendingum kunn,
krónanféllum 10,6% árið 2000 og 16,9%
árið 2001 þrátt fyrir að Seðlabankinn
gerði margar tilraunir til þess að halda
afturaf gengisskriðunni. Mikil umskipti
hafa orðið síðan, dregið hefur úr þenslu
og Þjóðhagsstofnun spáir að viðskipta-
hallinn í lok árs 2002 verði 2%. Það er því
ekki óhugsandi að Geir H. Harde geti
horft til baka á síðustu tvö árin með
O’Neill og sagt frá biturri reynslu sinni
vegna trúar sinnar á sömu hagspeki.
Réttskráð gengi
Sfðustu ár hafa kennt mönnum að það
getur verið erfiður leikur að spá fyrir
um þróun á gengi gjaldmiðla. Það getur
verið erfitt að finna út hver „réttskrán-
ing“ gengisins er. Ein kenningin er sú
að „rétt gengi“ miðist við kaupmáttar-
jafnvægi (ppp) enda leiti gengið í það
jafnvægi. Gjaldmiðlar geta hins vegar
um langt skeið verið fjarri kaupmáttar-
jafnvæginu þannig að sem mælikvarði
á nánustu framtíð er kaupmáttarjafn-
vægið ekki mjög áreiðanlegt viðmið.
Viðskiptahallinn og kaupmáttarjafn-
vægið reyndust engu að síður ágæt
vísbending um lækkun krónunnar, bæði
árið 2000 og 2001. Engu að síður er næst-
um óðs manns æði að ætla sér að spá
fyrir um gengið þar sem erfitt er að meta
þá undirliggjandi þætti sem stýra geng-
isþróun.
Viðhorf Pauls O’Neills og Banda-
ríkjastjórnar virðist vera nákvæmlega
það sama og viðhorf íslenska ríkisins
varfyrirrúmumtveimur árum, að sterkur
gjaldmiðill þjóni best hagsmunum þjóð-
arinnar. Eins og var hér á landi þá er það
iðnaðurinn í landinu sem hrópar hæst
eftir hinu gagnstæða. Viðhorf O’Neills
er þó skiljanlegt þar sem sterkur dollari
heldur verðbólgu niðri, býður upp á
ódýran og fjölbreyttan innflutning og,
það sem er mikilvægast, laðar að gífur-
legar upphæðir í erlendum fjárfestingum
sem fjármagna viðskiptahallann. Þó má
vera að þegar sé farið að grafa undan
dollaranum. Paul Meggyesi, aðalhag-
fræðingur Deutche Bank, sagði nýlega
í viðtali við Financial Times að flæðið
sem fjármagnar viðskiptahallann gæti
þegar verið að dragast saman. I janúar
keyptu útlendingar eignir í Bandaríkj-
unum fyrir um 8,9 milljarða dala og fyrir
15 milljarða í febrúar sem er langt undir
þeim34milljörðumsemviðskiptahallinn
er á mánuði en fjárfestingar útlendinga
í Bandaríkjunum námu 43 milljörðum að
meðaltali á mánuði á síðasta ári eða 23%
umfram hallann. Og þetta virðist vera
að gerast þó að ekki liggi fyrir því einhver
augljós ástæðaeins og t.d. þegarLTCM-
fjárfestingarsjóðurinn fór „næsturrí’ á
hausinn. Sú spurning er því ekki út í
loftið hvort erlendir fjárfestar séu búnir
að missa trúna á bandaríska hagkerfið.
í vitnisburði fyrir bankanefnd banda-
ríska þingsins lagði C. Fred Bergsten,
sem er virtur bandarískur hagfræðingur,
nokkrar athygliverðar tölur á borðið.
Hann benti á að 1% hækkun dollarans
þýddi um 10 milljarða dollara aukningu
viðskiptahallans og að hans mati væri
dollarinn ofmetinn um 20-25%. En hann
er ekki einn um þá skoðun, dollarabólan
gæti verið að springa.
Þróun krónunnar
engi krónunnar hefur hækkað frá
áramótum, um 8,5%, en eftir sem
áður virðast íslenskir sérfræðingar vera
á öndverðum meiði um hvernig gengið
eigi eftir að þróast. Seðlabankinn og
flestar fjármálastofnanir trúa því að
gengið eigi eftir að styrkjast á árinu.
Efnislegu rökin fyrir hækkuninni nú
gætu verið mikið innflæði gjaldeyris í
kjölfar mjög góðrar loðnuvertíðar og
mikil bjartsýni vegna minnkandi við-
skiptahalla, jákvæðra verðbólguvænt-
inga og væntinga um grynnri efnahags-
lægð en efni stóðu til. Hitt kann líka að
hafa haft áhrif að menn einblíni á flæði-
stærðir og sjái 20 milljarða króna inn-
streymi vegna ríkisábyrgðar til deCode
við sjóndeildarhringinn. Þetta kann líka
að gera það að verkum að krónan eigi
enn eftir að styrkjast. Aftur á móti kann
þetta líka að vera yfirskot því að þrátt
fyrir að viðskiptahallinn hafi dregist
saman er ekki þar með sagt að enginn
þrýstingur sé á krónuna. Mikill vaxta-
munur við útlönd, hærri verðbólga hér
á landi en í samkeppnislöndunum og
gífurleg skuldabyrði þrýsta enn á geng-
ið. Minnkandi árstíðarbundið inn-
streymi gjaldeyris gæti líka haft áhrif til
lækkunar þegar líður á árið og þá myndi
lækkun dollarans einnig hafa áhrif til
lækkunar á krónunni vegna vægis hans
í samsetningu hennar. Ef stefna krón-
unnar er á kaupmáttarjafnvægi þá á hún
líka enn eftir að lækíca nokkuð ef Big
Mac-kvarði The Economist er hafður
að leiðarljósi en hann sýnir að krónan er
enn 66% ofmetin miðað við Bandaríkja-
dollara (sem er svo einnig ofmetinn).
Mörgum finnst þó McDonalds-kvarð-
inn ekki gefa rétta mynd af ástandinu.
Hann gefur líka öllu ýktari mynd en það
kaupmáttarjafnvægi semOECDreiknaði
í janúar síðaslliðnum en þá virtist krónan
vera nokkuð á réttu róli miðað við
dollarann. Síðan hefurkrónan þó hækk-
að og dollarinn lækkað. Hver þróun
krónunnar verður er því ekki eins ljóst
og oft áður, fer að miklu leyti eftir þróun
verðbólgu á árinu, en stefnan virðist þó
frekar vera niður á við en uppá við.
Aðrir sálmar
____________________________________y
( r~~~ ’ "N
Steingrímskari en páfinn
Steingrímur Hermannsson hefur oft
vakið athygli fyrir yfirlýsingar sínar
um efnahagsmál. Nú síðast lýsti hann
því yfir að hann væri á móti ríkisábyrgð
til deCode, enda hefði hann aldrei stutt
rfkisábyrgð til sérstakra fyrirtækja.
Steingrímur lítur sjálfur svo á að
hann væri sérfræðingur í hagfræði enda
sé reynsla sín á alþingi og ráðherrastól
á við doktorspróf í faginu. Brautin að
lokaprófinu var þó skrykkjótt hjá dr.
Steingrími og meðal annars sagði félagi
hans á ríkisstjórnardögum dr. Gunnars
Thoroddsen, dr. Olafur R. Grímsson, að
bullið í Steingrími væri helsta efna-
hagsvandamálið. Síðar sagði doktorinn
verðandi að efnahagslögmálin giltu ekki
á Islandi.
Lokaverkefni Steingríms til prófs var
stofnun Hlutafjársjóðs og Atvinnu-
tryggingasjóðs sem veittu óspart fé til
illa stæðra fyrirtækja. Sem seðlabanka-
stjóri vildi hann útvíkka starfsvið bank-
ans að umhverfismálum. A tíma Stein-
gríms var ríkisábyrgðum og öðrum sér-
tækum aðgerðum beitt óspart. Þar
notuðu menn bæði sértækar aðgerðir
og áhrif sín í bankakerfinu. Meðal annars
var stofnuð sérstök ábyrgðardeild fisk-
eldislána en hún mun hafa verið með um
100% árangur í sínum ábyrgðum, þær
féllu allar áríkið. Nú erkomin upp önnur
grein sem íslendingar eru nýgræðingar
í og heillar ráðamenn, þorskeldi. Það er
nú orðið rökrétt að það sé á kostnað
ríkisins. Allar sögusagnir urn andlát
steingrímskunnar 30. apríl 1991 eru
stórlega ýktar.
Formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar alþingis, dr. Vilhjálmur, náði í
tæka tíð að koma sér upp sannfæringu
í ríkisábyrgðarmálinu og lýsti þvf yfir að
áhættan væri ásættanleg, jafnvel þótt
allir 20 milljarðarnir töpuðust. Margir
hefðu talið að gúrúinn, dr. Steingrímur,
hefði verið stoltur af ummælum þessa
óvænta nýja lærisveins síns, en öllum
að óvörum lýsti hann yfir andstöðu við
ríkisábyrgðina. Sern fyrr eru ummæli
Steingríms jafn óútreiknanleg og kunn-
átta hans í hagfræði. En eftir á að hyggja
er það rétt sem Steingrímur sagði,
fyrirtækin sem hann studdi með ráðum
og dáð voru ekkert sérstök. - dr. bj
V___________________________________/
ríRitstjóm: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri ogA
ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.
4