Vísbending


Vísbending - 01.11.2002, Side 2

Vísbending - 01.11.2002, Side 2
V ISBENDING Þunglyndi neytenda VæntingavístölurfBandaríkjunum og á Islandi féllu mikið í október. Væntingavísitala Gallups mæld- ist 101 stig sem er 12 Vi stigi lægra en í september þegar hún var 113,5 stig og í sögulegu hámarki. Væntingavísitala The Conference Board í Bandaríkjunum mældist 79,4 stig og lækkaði um 14,3 stig og hefur ekki staðið lægra síðan í nóvember árið 1993. Spurning er hvaða þýðingu þessar lækkanir hafi. Alvarlegtúlkun Ekki eru allir á sama máli um það hvað væntingavísitala segi um efnahags- ástand. Það skiptir augljóslega máli hvernig neytendur meta stöðu mála þar sem líklegt er að þeir eyði meiru ef þeir eru bjartsýnir en haldi fastar um budd- una ef þeir eru svartsýnir. Nú hefur væntingavísitalan í Bandaríkjunum lækkað samfleytt í fjóra mánuði og er nú komin niður fyrir það gildi sem hún fór í eftir hryðjuverkin 11. september á síðasta ári.1 Ef það er trú manna að vænt- ingavísitalan lýsi ágætlega tilfinningum neytenda og hafi bein áhrif á hegðun þeirra þá hljóta þetta að teljast alvarleg tíðindi. Á því leikur enginn vafi að bandaríska hagkerfið hefur haldið haus vegna þess að neytendur hafa haldið áfram að eyða peningum. Ef þeir fara nú að taka upp á því að spara í stað þess að eyða er ekki ólíklegt að bandaríska hagkerfið taki aðra dýfu með tilheyrandi braki og brestum. Ef ekki verður upp- sveifla í Bandaríkjunum er lítil von um alþjóðlega uppsveiflu og spár fyrir árið 2003 standa því á brauðfótum. Þrátt fyrir mikla lækkun væntingavísitölunnar hér á landi þá dregur hún ekki upp eins svarta mynd og í Bandaríkjunum, en hér er talan um 100, sem þýðir að fólk er hvorki svartsýnt né bjartsýnt. Það gæti þó verið vísbending um að íslenskir neytendur séu ekki á þeim buxunum að auka eyðsluna. Góður vegvísir? að er hins vegar álitamál hvort hægt sé að lesa allt þetta út úr væntinga- vísitölum. Það er reyndar varla hægt að bera saman væntingavísitölu Gallups og væntingavísitölu The Conference Board þar sem einungis fimm spumingar liggja að baki Gallup-könnuninni en bandaríska vísitalan byggist á mun ítarlegri rannsóknum. Þessar tvær kann- anir eiga það þó sammerkt að það skiptir verulegu máli hvenær þær eru gerðar. Þannig var bandaríska könnunin gerð áður en bandaríski hlutabréfamark- aðurinn þaut upp fyrir 8.000 stig og því líklegt að lágt hlutabréfaverð hafi valdið neytendum áhyggjum. Spámenn þykj- ast því sjá að vísitalan gæti hækkað í næstu mælingu. Að sama skapi var íslenska könnunin gerð rétt eftir að íslensk erfðagreining tilkynnti fjölda- uppsagnir sem hefur líklega haft áhrif á væntingar neytenda um atvinnuhorfur. Þá er allsendis óvíst að lægri vænt- ingavísitala komi fram í kauphegðun neytenda. Vísitalan í Bandaríkjunum er örlítið lægri nú en hún var eftir 11. sept- ember 2001 en þá héldu ney tendur áfram að eyða þvert á flestar spár. Væntinga- vísitala Gallups stóð í 66,8 stigum í október á síðasta ári og fór niður í 61,8 stig í nóvember, engu að síður héldu íslenskir neytendur góð jól. Það er því ekki borðleggjandi að væntingar neyt- enda í þessum könnunum endurspegli hegðun þeirra. En það er hegðunin sem skiptir öllu máli fyrir hagkerfið; eins og Vœntingavísitala í Bandaríkjunum og á Islandi frá mars árið 2001 Heimildir: Gallup á íslandi og The Conference Board. Bandaríska væntingavísitalan er byggð á viðamikilli könnun á 5.000 bandarískum heimilum. Gallup-vísitalan er byggð á 400 svörum við fimm spurningum. Vísitölumar eru ekki sambærilegar hvað tölugildi eða dýpt sveifina varðar þar sem undirliggjandi hugmyndafræði er mismunandi. Þær lýsa þó báðar breytingum á væntingum neytenda. ágætur sérfræðingur orðaði það: „Ef neytandinn fyllir innkaupakörfuna til hálfs skiptir litlu máli hvort hann segir að hún sé hálffull eða hálftóm." Væntingavísitala Bandaríkjanna getur þó varla talist marklaus mæling þar sem sýnt hefur verið fram á að hún hefur oft og tíðum verið betri vísbending um þróun efnahagsmála en hlutabréfa- vísitölur. Þannig var væntingavísitalan t.d. ágæt vísbending um tvöfalda dýfu bandaríska hagkerfisins árið 1981 þegar flestir héldu að niðursveiflan væri yfirstaðin. Það er því varasamt að útiloka væntingavísitöluna sem vegvísi hag- sveiflunnar. Þær tala sínu máli æntingavísitalan er hins vegar ein- ungis könnun og því ekki byggð á þeim „hörðu“ staðreyndum sem hag- fræðingar vilja helst nota. Þannig vilja hagfræðingar frekar horfa til fjárstreym- is hjá neytendum til að meta hvort þeir séu líklegir til þess að auka eða draga úr neyslu. Þannig hefur kaupmáttur neyt- enda stöðugt verið að aukast, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Nýjustu fréttir frá Kjararannsóknanefnd sýndu að kaupmátturinn hér á landi hefur aukist um 0,1% frá því á sama tíma í fyrra. Laun B andaríkjamanna eftir skatta hafa hækkað um 2,3% í lok september frá sama tíma á síðasta ári. Bandarískir neytendur hafa líka haldið áfram að eyða vel á þriðja ársfjórðungi þessa árs, fjárfest í fasteignum vegna hagstæðra lána og í bílum þar sem lán til bílakaupa hafa verið með 0% vöxtum. Þannig kemur það ekkert sérstaklega á óvart að verg landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum hafi aukist um 3,1%. Út frá tölum um fjárstreymi og kaup- mátt er því ekki líklegt að neytendur fari að draga eitthvað úr eyðslu. Sumir hag- fræðingar hafa líka bent á að með batn- andi lánakjörum hafi neytendur getað endurskipulagt og létt nokkuð á lána- byrðinni og losað um fjármagn. Á móti kemur hins vegar að sparnaður neyt- enda hefur verið hverfandi á undan- förnum misserum og skuldastaðan hefur versnað. Erfitt er að ímynda sér annað en að á þessu eigi eftir að verða breyting sem muni þá koma niður á neyslunni, spurningin er bara hvenær. Neytendur hafa verið að eyða um efni fram og það geta þeir ekki gert endalaust. Samdráttur í verslun í síðasta mánuði hjá stórkaup- mönnum eins og Wal-Mart gefur vís- bendingar um að neytendur gætu verið farnir að hugsa sig um. Það er því ljóst að staðreyndirnar tala sínu máli en úr því er hægt að lesa á marga vegu. Réttmætar áhy ggj ur ? Spurningunni um hvort fjárfestar og stjómendur fyrirtækja ættu að hafa áhyggjur af lækkandi væntingavísi- tölum er því eiginlega ósvarað. Þær hafa vissulega gildi sem vísbendingar sem nauðsynlegt er að túlka með hliðsjón af öðrum mælikvörðum. Hitt er þó góð spurning, hvort að neytendur ættu ekki réttilega að hafa áhyggjur. Næsta ár verður fyrirtækjum erfitt þar sem þrýst er á að þau sýni betri afkomu og mörg þeirra neyðast til að bregðast við þeirri kröfu með því að beita niðurskurðar- hnífnum af meiri krafti en áður. Því er hætt við að ekki muni birta yfir atvinnu- ástandinu í bráð. En það kann einmitt að verða aukið atvinnuleysi sem ntun að lokum skyggja á neyslugleðina. 1. Það eru fieiri væntingavísitölur í Bandaríkjunum cins og t.d. Michigan’s-vísitalan sem segir þó svipaða sögu og vísitala The Conference Board. 2

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.