Vísbending


Vísbending - 03.01.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 03.01.2003, Blaðsíða 2
ISBENDING / Utvistun verkferla Magnús í. Guðfinnsson viðskiptafræðingur Fyrirtæki getur ekki verið allt fyrir alla, það þarf fókus og samhæf- ingu í starfseminni til að ná árangri til lengri tíma litið. Fyrirtæki þurfa að byggja á þeirri hæfni og getu sem býr í starfseminni. Fyrirtæki samanstendur af ferlum, allt frá innkaupum til dreifingar og sölu. Að skoða fyrirtækið sem röð ferla auðveldar greiningu á hvaða ferlar eru nauðsynlegir og umfram allt hverjir þeirra eru virðisaukandi fyrir fyrirtækið, þ.e. að næg arðsemi, fjármagns- eða eignarmyndun, hljótist af rekstri þeirra. í rekstri fyrirtækja sem eru að vaxa er hætt við að upp spretti ýmsir verkþættir og jafnvel ferlar sem ekki eru í takt við það sem fyrirtækið vill einblína á eða eru hreinlega ekki virðisaukandi. Stjórn- endur þurfa þess vegna að hafa vakandi auga með slíkri þróun í uppbyggingu á innviðum fyrirtækisins. Viðskiptahugmyndin sem býr að baki fyrirtækinu og stefnan sem búið er að móta um hana segja til um hvort viðkomandi ferli sé hluti af því sem fyrirtækið stefnir að. Stöðug tækniþróun og aukin áhersla á kjarnastarfsemi orsakar að æ fleiri fyrirtæki eru að útvista verkferlum til að starfa innan þeirrar stefnu sem búið er að marka. Utlínurnar sem dregnar eru með vandaðari stefnu segja til um hvað fyrirtækið mun taka sér fyrir hendur m.t.t. landfræðilegrar afmörkunar (t.d. eru æ fleiri íslensk fyrir- tæki að skilgreina Skandinavíu sem heimamarkað), ákveðins starfssviðs og tækni. Þó að augljós tækifæri í lækkun kostnaðar vegi þyngst í ákvörðun stjórnenda um útvistun þá eru kostirnir fleiri og meiri. Staðan í dag Vinsældir samhæfðs árangursmats (BSC) hjá fyrirtækjum í dag eru m.a. vegna þess að stjórnendur eru að sækjast eftir meiri fókus og aukinni samhæfingu í starfseminni. Vönduð stefna á sérhæfingu liggur til grund vallar því hvaða rekstrarþættir heyra undir kjarnastarfsemi. Þá ferla sem verða afgangs og skilgreinast ekki sem hluti af kjarnastarfsemi ætti að taka til athug- unar. Einn kostur er að útvista ferla til „sérfræðings“, þ.e. fyrirtækis sem ein- blínir á þá starfsemi og gerir það með hægkvæmari hætti en aðrir. A ráðstefnu, sem tölvu- og kerfis- veitufyrirtækið ANZA stóð fyrir hér á landi í upphafi árs 2002, kom fram í máli Michael F. Corbetts að útvistun sem hlutfall af veltu fyrirtækja í Bandaríkj- unum væri komin upp í 30 prósent. Arið 1998 var hlutfallið 15 prósent og áætlanir fyrir árið 2003 hljóða upp á 33 prósent af veltu fyrirtækja. Þessi gífurlegi vöxtur í útvistun endurspeglar harðari sam- keppni og breytingu frá því að öll starf- semin fari fram innan veggja fyrirtækis- ins, svokallað lóðrétt skipulag, yfir í flatara skipulag þar sem einblínt er á kjarnastarfsemina og samstarf og sam- vinnu við önnur fyrirtæki. Ekkert fyrirtæki í dag getur keppt á markaði til lengri tíma með því að byggja eingöngu á eigin auðlindum. I flestum tilfellum eru auðlindirfyrirtækisins ekki mikils virði ef þær eru ekki samtvinnaðar markaðinum eða án samvinnu við önnur fyrirtæki. Nýsköpun og uppgötvanir innan fyrirtækisins eru einskis virði ef markaðurinn er ekki móttækilegur fyrir þeim og þörfin ekki til staðar. Tengingin við markaðinn er lífæðin fyrir flest fyrir- tæki og því er sérfræðiþekking auglýs- ingastofunnar nauðsynleg. Hefð er fyrir þessu fyrirkomulagi og þess vegna hugsa stjórnendurekki út í að veigamiklir markaðsferlar eru þegar útvistaðir. Sömuleiðis eru innkaup og eða dreifing á vörunni iðulega í höndum annars fyrirtækis sem þarf að standast þær kröfur sem settar eru svo að fyrirtækið bíði ekki hnekki f augum viðskiptavina. Ýmis samstarfsfyrirtæki og birgjar taka með þessu móti virkan þátt í verð- mætasköpuninni. Helstu ástæður Prófið sem áður nefndur Corbett notar til að vega og meta hvort þeir rekstr- arþættir sem eru til skoðunar séu hluti af kjarnastarfsemi útleggst þannig að ef stjórnendur svara eftirfarandi spurning- um játandi þá flokkast viðkomandi ferlar sent hluti af kjarnastarfsemi: (1) Ef þú værir að koma starfsemi á fót í dag myndir þú gera þetta sjálfur? (2) Myndu önnur fyrirtæki ráða þig í að gera þetta fyrir þau? (3) Munu framtíðarleiðtogar koma þaðan? Helstu ástæður útvistunar, skv. könnun sem The Outsourcing World Summit 2002 gerði, voru eftirfarandi: lækka kostnað (35%); einblína á kjarna- starfsemina (32%); breytilegur kostn- aður í stað fjárfestingar (13%); aukinn sveigjanleiki - fljótari á markað (6%); auka gæði (5%). Breytilegur kostnaður orsakast af þeim útvistunarsamningum sem gerðir eru hverju sinni. Samninga- gerð er afar mikil væg í útvistunarferlinu, bæði við gerð samkomulagsins og í eftirfylgni með framkvæmdinni. Samn- ingar geta verið byggðir á fastri eða breytilegri upphæð og eru aðlagaðir eftir eðli og umfangi viðskipta yfir ákveðið tímabil. Avinningurinn við útvistun að mati stjórnenda sem hafa reynslu af útvistun (á skala 1 -5) er: aukin gæði (4,0); aukinn hraði (3,8); lægri kostnaður (3,5); nýsköpun (3,5). Þetta er góð vísbending um að aukin sérhæfing, m.a. með útvist- un verkferla, er holl fyrir fyrirtæki og efnahagslífið í heild þar sem fyrirtækin verða hæfari í því sem þau taka sér fyrir hendur en það eykur líkurnar á að þau sæki á og vaxi í samkeppninni. Ráð- gjafafyrirtækið Gartner segir að auk þess að fyrirtæki leitist við að auka þjón- ustustig þá sé þróunin sú að fyrirtækin séu að skilgreina kjarnastarfsemina þrengra en áður sem endurspeglist í vexti markaðarins. Heildarútvistunar- markaðurinn í bandaríkjadollurum mun, samkvæmt áætlunum Gartners, vaxa upp í 234 millj arða árið 2005, sem er meira en tvöföldun frá árinu 2000. s Ahættan s Ahættumat við útvistun á rekstrar- þáttum á vissulega að fara fram, bæði um þá ferla sem koma til greina og einnig varðandi samstarfsaðilann (það fyrirtæki sem mun taka við umræddum þætti starfseminnar). Stjórnendur eru oft hikandi við yfirráðin á þeim ferlum sem eru útvistaðir en leiða e.t.v. ekki hugann að því að þættir eins og mark- aðsmál, bókhaldsendurskoðun, ræst- ingar o.fl. eru mjög líklega þegar í hönd- um annars fyrirtækis. Engu að síður þá virðist sem það þurfi nýja hugsun þegar útvista á ráðningum, bókhaldsferlum, launamálum, tölvumálum og hýsingu upplýsingakerfa svo eitthvað sé nefnt. Það er nokkuð stórt skref að útvista tölvudeildinni eða bókhaldinu, launa- málum o.fl. en þetla er nauðsynlegt ef tíminn á að nýtast í ferla þar sem fyrir- tækið skarar fram úr. Nokkur atriði sem þykja stærstu áhættuþættirnir við útvistun eru: missa sérfræðiþekkingu út úr húsi; missa stjóm á tæknilegum útfærslum; hætt við að læsast inni hjá þjónustuaðila (sem stenst ekki viðmið/kröfur); verkferlar taldir of mikilvægir; einstök menning fyrirtækisins (má þess vegna ekki rjúfa ferlana frá starfsemi). Þróunin er í áttina að aukinni sérhæfingu, hvort sem því er náð fram með skiptingu verkferla upp í sjálfstæðar rekstrareiningar sem fyrirtækið rekur sjálft eða með útvistun lil ytri þjónustuaðila. Þörf fyrir aukinn (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.